Óeirðir í Southport eftir mannskæðu árásina Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 30. júlí 2024 21:30 Lögreglubíll stóð í ljósum logum í Southport í kvöld. AP Hópur öfgahægrimanna safnaðist saman fyrir utan mosku í bænum Southport í Norður-Englandi í kvöld, þar sem þrjár stúlkur voru stungnar til bana á dansnámskeiði í gær. Mótmælendur köstuðu flöskum og grjóti í lögreglumenn og kveiktu í lögreglubíl. Yfir þúsund manns mættu á minningarathöfn vegna andlátanna, sem var haldin í Southport í kvöld. Skömmu eftir að henni lauk segir BBC frá því að mótmæli hafi brotist út fyrir utan mosku nálægt staðnum sem stunguárásin var framin í gær. Mótmælendur eru sagðir hafa kastað múrsteinum og grjóti í moskuna og lögreglumenn. Þá segir að einn lögreglumaður hafi nefbrotnað í átökunum. Á vef Guardian segir að minnst einn hafi verið handtekinn í mótmælunum og lögregla hafi lagt hald á eggvopn sem mótmælandi hafði í fórum sínum. Í umfjöllun Sky News segir að bresku öfgahægrisamtökin EDL, sem eru þekkt fyrir múslimaandúð, séu grunuð um að standa að baki mótmælanna. Þá hefur Sky eftir lögreglu að fjöldi lögreglumanna hafi meiðst í óeirðunum, kveikt hafi verið í bílum og brotist hafi verið inn í verslun. This is very very very ugly now pic.twitter.com/9wYwZf7Pc1— Josh Halliday (@JoshHalliday) July 30, 2024 Lögregluyfirvöld í Southport hafa biðlað til fólks að gera sér ekki upp tilgátur um árásarmanninn, sem er sautján ára gamall. Hann er í haldi lögreglu en nafn hans er ekki gefið upp sökum þess að hann er undir lögaldri. Hann fæddist í Cardiff en foreldrar hans eru innflytjendur frá Rúanda. Síðustu ár bjó fjölskyldan í þorpi nærri Southport. Nágrannar segja árásarmanninn hafa verið einrænan en ekkert hefur verið gefið upp um hvað honum gekk til. Fjöldi lögreglumanna er sagður hafa hlotið áverka í átökunum. AP Lögreglan í Merseyside segir frá því á X að liðsauki frá Norður-Wales, Lancashire, Manchester og Cheshire hafi verið kallaður til Southport í þeim tilgangi að hjálpa til við að ná stjórn á ástandinu. Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland England Hnífaárás í Southport Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Yfir þúsund manns mættu á minningarathöfn vegna andlátanna, sem var haldin í Southport í kvöld. Skömmu eftir að henni lauk segir BBC frá því að mótmæli hafi brotist út fyrir utan mosku nálægt staðnum sem stunguárásin var framin í gær. Mótmælendur eru sagðir hafa kastað múrsteinum og grjóti í moskuna og lögreglumenn. Þá segir að einn lögreglumaður hafi nefbrotnað í átökunum. Á vef Guardian segir að minnst einn hafi verið handtekinn í mótmælunum og lögregla hafi lagt hald á eggvopn sem mótmælandi hafði í fórum sínum. Í umfjöllun Sky News segir að bresku öfgahægrisamtökin EDL, sem eru þekkt fyrir múslimaandúð, séu grunuð um að standa að baki mótmælanna. Þá hefur Sky eftir lögreglu að fjöldi lögreglumanna hafi meiðst í óeirðunum, kveikt hafi verið í bílum og brotist hafi verið inn í verslun. This is very very very ugly now pic.twitter.com/9wYwZf7Pc1— Josh Halliday (@JoshHalliday) July 30, 2024 Lögregluyfirvöld í Southport hafa biðlað til fólks að gera sér ekki upp tilgátur um árásarmanninn, sem er sautján ára gamall. Hann er í haldi lögreglu en nafn hans er ekki gefið upp sökum þess að hann er undir lögaldri. Hann fæddist í Cardiff en foreldrar hans eru innflytjendur frá Rúanda. Síðustu ár bjó fjölskyldan í þorpi nærri Southport. Nágrannar segja árásarmanninn hafa verið einrænan en ekkert hefur verið gefið upp um hvað honum gekk til. Fjöldi lögreglumanna er sagður hafa hlotið áverka í átökunum. AP Lögreglan í Merseyside segir frá því á X að liðsauki frá Norður-Wales, Lancashire, Manchester og Cheshire hafi verið kallaður til Southport í þeim tilgangi að hjálpa til við að ná stjórn á ástandinu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland England Hnífaárás í Southport Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira