Náði sér í „litla skammta“ af E. Coli til að undirbúa sig fyrir þríþrautina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2024 08:01 Seth Rider fór sérstaka leið til að undirbúa sig fyrir sundið í Signu. Getty/Jan Woitas Bandaríski þríþrautarkappinn Seth Rider er einn þeirra sem hefur þurft að bíða í óvissu um hvort og hvernig þríþrautarkeppni Ólympíuleikanna í París fer fram. Þríþrautarkeppnin fékk loksins grænt ljós í nótt og Rider mun því stinga sér til sunds á eftir. Eins og hjá okkar Guðlaugu Eddu Hannesdóttur þá hefur allt þríþrautarfólkið á Ólympíuleikunum þurft að vakta nýjustu mælingar á bakteríum í ánni Signu. Keppnin fékk grænt ljós Æfingum var frestað tvo daga í röð vegna of mikils magns baktería í ánni og þá var einnig keppni karlanna færð aftur um einn dag af sömu ástæðu. Í nótt mældist styrkur bakteríanna það lítill að keppnin fékk loksins grænt ljós. Þríþrautarfólkið hefur unnið að því í mörg ár að undirbúa sig fyrir keppnina en hún var nánast orðin að hálfgerðum farsa þökk sé þrjósku keppnishaldara að halda hana í Signu. Það hafði verið bannað að synda í hundrað ár í ánni vegna mengunar. Keppendur líta örugglega misjafnlega á þessa stöðu mála. Seth Rider býst sjálfur við því að þurfa að synda meðal E. Coli bakteríanna í Signu og segist því hafa farið öðruvísi leið að því að undirbúa líkamann sinn fyrir sundið í Signu. Sleppum ekki við E. Coli bakteríur Hann sagði frá taktík sinni í undirbúningi fyrir keppnina. „Við vitum vel að við sleppum ekki við að fá í okkur eitthvað af E. Coli bakteríum í sundinu þannig að ég er bara að reyna að byggja upp þol líkamans fyrir E.Coli bakteríunum. Ég geri það með því að kynna hann fyrir svolítið af E.Coli bakteríum á hverjum degi,“ sagði Seth Rider. „Ég geri það meðal annars með því að þvo ekki hendurnar eftir að hafa farið á klósettið og annað slíkt,“ sagði Rider. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Þríþrautarkeppnin fékk loksins grænt ljós í nótt og Rider mun því stinga sér til sunds á eftir. Eins og hjá okkar Guðlaugu Eddu Hannesdóttur þá hefur allt þríþrautarfólkið á Ólympíuleikunum þurft að vakta nýjustu mælingar á bakteríum í ánni Signu. Keppnin fékk grænt ljós Æfingum var frestað tvo daga í röð vegna of mikils magns baktería í ánni og þá var einnig keppni karlanna færð aftur um einn dag af sömu ástæðu. Í nótt mældist styrkur bakteríanna það lítill að keppnin fékk loksins grænt ljós. Þríþrautarfólkið hefur unnið að því í mörg ár að undirbúa sig fyrir keppnina en hún var nánast orðin að hálfgerðum farsa þökk sé þrjósku keppnishaldara að halda hana í Signu. Það hafði verið bannað að synda í hundrað ár í ánni vegna mengunar. Keppendur líta örugglega misjafnlega á þessa stöðu mála. Seth Rider býst sjálfur við því að þurfa að synda meðal E. Coli bakteríanna í Signu og segist því hafa farið öðruvísi leið að því að undirbúa líkamann sinn fyrir sundið í Signu. Sleppum ekki við E. Coli bakteríur Hann sagði frá taktík sinni í undirbúningi fyrir keppnina. „Við vitum vel að við sleppum ekki við að fá í okkur eitthvað af E. Coli bakteríum í sundinu þannig að ég er bara að reyna að byggja upp þol líkamans fyrir E.Coli bakteríunum. Ég geri það með því að kynna hann fyrir svolítið af E.Coli bakteríum á hverjum degi,“ sagði Seth Rider. „Ég geri það meðal annars með því að þvo ekki hendurnar eftir að hafa farið á klósettið og annað slíkt,“ sagði Rider. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira