Skólastjóri Rimaskóla í áfalli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. júlí 2024 11:18 Stólum var kastað í rúður og smíðastofan var lögð í rúst. Jóhanna Bjarnadóttir Skólastjóri Rimaskóla segist í áfalli eftir að skólinn var lagður í rúst í nótt. Hún hvetur foreldra til að velta fyrir sér hvort barn þeirra sé á góðum stað. Sumarið sé viðkvæmur tími og mikil lausung á börnum. Rimaskóli er grunnskóli fyrir börn á aldrinum sex til sextán ára í samnefndu hverfi í Grafarvogi í Reykjavík. Fram undan eru töluverðar viðgerðir og tiltekt eftir atburði næturinnar. Þóranna Rósa Ólafsdóttir, skólastjóri Rimaskóla, fór á vinnustaðinn sinn í nótt og hitti fyrir fulltrúa frá lögreglu og Öryggismiðstöðinni. Mölvuð rúða og stóll á gólfinu.Jóhanna Bjarnadóttir „Þetta er ömurlegt. Þarna var allt í rúst,“ segir Þóranna. Nýlega hafi verið skipt um rúður í skólanum og klæðningu sömuleiðis. Hún lýsir því að einhverjir hafi brotið sér leið inn í skólann með því að brjóta rúðu nærri smíðastofu skólans. Stofan hafi verið lögð í rúst og allar rúður sem hægt var að brjóta brotnar. Erfitt sé að átta sig á því hvort verkfærum úr smíðastofunni hafi verið stolið. „Það er hætta á því að það séu tekin verkfæri og notuð sem vopn,“ segir Þóranna. Hún ætlar aftur í skólann eftir hádegið og kanna þau mál betur. Raunar eigi hún að einhverju leyti erfitt með að átta sig á umfangi skemmdanna, svo sem hve margar rúður séu brotnar þó margar séu, því hún sé í áfalli sem hafi blandast saman við mikla þreytu á vettvangi í nótt. Þóranna segir að einhver hafi farið inn í smíðastofuna fyrir tveimur vikum án ummerkja. Þá hafi verið krotað á vegg að einhver hafi farið inn í smíðastofuna. Þóranna spyr foreldra hvort málning sjáist á börnum þeirra og hvort þau hafi sofið heima hjá sér í nótt. „Okkur grunar að þetta sé einhver nemandi,“ segir Þóranna. Raunar fleiri en einn. Vitni hafi hringt í lögreglu í nótt og sést hafi til nokkurra einstaklinga hlaupa af vettvangi. Hún biðlar til foreldra að taka stöðuna á börnum sínum. „Það er lausung á börnum. Það þarf að hafa ýmislegt í huga. Er barnið þitt heima hjá sér um nóttina? Ef það vaknar ekki um morguninn... er það undir áhrifum einhverra efna? Er barnið þitt með málningu á sér? Er barnið þitt á góðum stað?“ Þetta eru spurningar sem foreldrar ættu að spyrja sig að. Sömuleiðis hvort einhverjir hafi verið að gista einhvers staðar. „Stundum endar svoleiðis með svona vitleysu.“ Þórunn lýsir líðan sinni sem áfalli og líklega gildir það um fleiri. Hún segir skólann vinnusvæði kennara, sem mæti bráðum til starfa, og auðvitað nemendanna. Þá sé starfsemi í skólanum yfir sumarið þar sem bæði Vinnuskóli Reykjavíkur sé með starfsemi og frístundarheimili sé haldið úti. Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Rúður brotnar í Rimaskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að fjöldi rúða í skólanum hafði verið brotinn og einhverju tjónið valdið inni í skólanum. 31. júlí 2024 06:42 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Sjá meira
Rimaskóli er grunnskóli fyrir börn á aldrinum sex til sextán ára í samnefndu hverfi í Grafarvogi í Reykjavík. Fram undan eru töluverðar viðgerðir og tiltekt eftir atburði næturinnar. Þóranna Rósa Ólafsdóttir, skólastjóri Rimaskóla, fór á vinnustaðinn sinn í nótt og hitti fyrir fulltrúa frá lögreglu og Öryggismiðstöðinni. Mölvuð rúða og stóll á gólfinu.Jóhanna Bjarnadóttir „Þetta er ömurlegt. Þarna var allt í rúst,“ segir Þóranna. Nýlega hafi verið skipt um rúður í skólanum og klæðningu sömuleiðis. Hún lýsir því að einhverjir hafi brotið sér leið inn í skólann með því að brjóta rúðu nærri smíðastofu skólans. Stofan hafi verið lögð í rúst og allar rúður sem hægt var að brjóta brotnar. Erfitt sé að átta sig á því hvort verkfærum úr smíðastofunni hafi verið stolið. „Það er hætta á því að það séu tekin verkfæri og notuð sem vopn,“ segir Þóranna. Hún ætlar aftur í skólann eftir hádegið og kanna þau mál betur. Raunar eigi hún að einhverju leyti erfitt með að átta sig á umfangi skemmdanna, svo sem hve margar rúður séu brotnar þó margar séu, því hún sé í áfalli sem hafi blandast saman við mikla þreytu á vettvangi í nótt. Þóranna segir að einhver hafi farið inn í smíðastofuna fyrir tveimur vikum án ummerkja. Þá hafi verið krotað á vegg að einhver hafi farið inn í smíðastofuna. Þóranna spyr foreldra hvort málning sjáist á börnum þeirra og hvort þau hafi sofið heima hjá sér í nótt. „Okkur grunar að þetta sé einhver nemandi,“ segir Þóranna. Raunar fleiri en einn. Vitni hafi hringt í lögreglu í nótt og sést hafi til nokkurra einstaklinga hlaupa af vettvangi. Hún biðlar til foreldra að taka stöðuna á börnum sínum. „Það er lausung á börnum. Það þarf að hafa ýmislegt í huga. Er barnið þitt heima hjá sér um nóttina? Ef það vaknar ekki um morguninn... er það undir áhrifum einhverra efna? Er barnið þitt með málningu á sér? Er barnið þitt á góðum stað?“ Þetta eru spurningar sem foreldrar ættu að spyrja sig að. Sömuleiðis hvort einhverjir hafi verið að gista einhvers staðar. „Stundum endar svoleiðis með svona vitleysu.“ Þórunn lýsir líðan sinni sem áfalli og líklega gildir það um fleiri. Hún segir skólann vinnusvæði kennara, sem mæti bráðum til starfa, og auðvitað nemendanna. Þá sé starfsemi í skólanum yfir sumarið þar sem bæði Vinnuskóli Reykjavíkur sé með starfsemi og frístundarheimili sé haldið úti.
Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Rúður brotnar í Rimaskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að fjöldi rúða í skólanum hafði verið brotinn og einhverju tjónið valdið inni í skólanum. 31. júlí 2024 06:42 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Sjá meira
Rúður brotnar í Rimaskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að fjöldi rúða í skólanum hafði verið brotinn og einhverju tjónið valdið inni í skólanum. 31. júlí 2024 06:42