Þegar ósannindi og ósvinna keyra um þverbak Ole Anton Bieltvedt skrifar 1. ágúst 2024 08:01 Undirritaður bjó í Þýzkalandi frá 1989 til 2016, í hjarta ESB, í 27 ár, og fylgdist gjörla með þróun ríkjasambandsins, en það blasti og blasir við, að Evrópa verði að standa samhent og sameinuð, ef hún á að geta staðið af sér áskoranir framtíðarinnar og varið og tryggt sitt frelsi, sitt sjálfstæði, sína menningu og sína velferð. Eftir að ég kom til baka, hef ég áfram vakað yfir þróun ríkjasambandsins, enda hef ég lengst af verið með annan fótinn áfram í Evrópu. Um mína reynslu og þekkingu á Evrópusambandinu, Evru og Evrópu, hef ég svo skrifað greinar hér til að koma þeirri þekkingu og vitneskju, sem ég hef aflað mér á áratugaskeiði, á framfæri. Staðreyndum. Einnar er sá maður, sem virðisr vera á mála við það, að útbreiða óhróðri og ósannindum um ESB, Evru og Evrópu. Sá er vel þekktur hér, skrifar nánast daglega pistla hér, um þetta eina mál. Hjörtur J. Guðmundsson. Í morgun skrifaði hann enn eina greinina hér, reyndar ekki nýja, heldur með aðeins öðru orðalagi, en áður, þar sem hann fullyrður m.a. þetta: „Telja má nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka sem einróma samþykki, stundum kallað neitunarvald, á enn við um þegar teknar eru ákvarðanir í ráðherraráði Evrópusambandsins. Hér áður var það reglan en heyrir nú til undantekninga”. Hér er það rétta í þessu máli: Neiturnarvaldið, sem öll aðildarríkin hafa, margmenn sem fámenn, stór sem smá, nær til þessara málaflokka, sem auðvitað eru þeir langstærstu og lang þýðingarmestu: 1. Skattlagning hvers konar 2. Fjárhagsáætlanir, fjármálaskuldbindingar og fjárveitingar 3. Félagsleg vernd og öryggi almennings 4. Samningar og ákvarðanir um upptöku nýrra aðildarríkja 5. Öryggis- og varnarmál sambandsríkjanna 27 6. Samskipti og samningar ESB við önnur ríki og ríkjasambönd 7. Sameiginleg löggæzla sambandsríkjanna, eftirlit með ytri landmærum og flóttafólki. Ekkert mál í þessum þýðingarmiklu málaflokkum getur farið í gegn, eða hlotið samþykki til framkvæmdar, nema öll aðildarríkin, og, þá, líka við, ef við værum aðildarríki, myndum samþykkja. Með þessu fengjum við í hendur gífurlegt áhrifavald á gang mála og þróun sambandsins. Þessu neitunarvaldi er heldur ekki hægt að breyta, draga úr því eða fella það niður, nema að öll aðildarríkin samþykki, sem væntanlega verður aldrei. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Evrópusambandið Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Undirritaður bjó í Þýzkalandi frá 1989 til 2016, í hjarta ESB, í 27 ár, og fylgdist gjörla með þróun ríkjasambandsins, en það blasti og blasir við, að Evrópa verði að standa samhent og sameinuð, ef hún á að geta staðið af sér áskoranir framtíðarinnar og varið og tryggt sitt frelsi, sitt sjálfstæði, sína menningu og sína velferð. Eftir að ég kom til baka, hef ég áfram vakað yfir þróun ríkjasambandsins, enda hef ég lengst af verið með annan fótinn áfram í Evrópu. Um mína reynslu og þekkingu á Evrópusambandinu, Evru og Evrópu, hef ég svo skrifað greinar hér til að koma þeirri þekkingu og vitneskju, sem ég hef aflað mér á áratugaskeiði, á framfæri. Staðreyndum. Einnar er sá maður, sem virðisr vera á mála við það, að útbreiða óhróðri og ósannindum um ESB, Evru og Evrópu. Sá er vel þekktur hér, skrifar nánast daglega pistla hér, um þetta eina mál. Hjörtur J. Guðmundsson. Í morgun skrifaði hann enn eina greinina hér, reyndar ekki nýja, heldur með aðeins öðru orðalagi, en áður, þar sem hann fullyrður m.a. þetta: „Telja má nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka sem einróma samþykki, stundum kallað neitunarvald, á enn við um þegar teknar eru ákvarðanir í ráðherraráði Evrópusambandsins. Hér áður var það reglan en heyrir nú til undantekninga”. Hér er það rétta í þessu máli: Neiturnarvaldið, sem öll aðildarríkin hafa, margmenn sem fámenn, stór sem smá, nær til þessara málaflokka, sem auðvitað eru þeir langstærstu og lang þýðingarmestu: 1. Skattlagning hvers konar 2. Fjárhagsáætlanir, fjármálaskuldbindingar og fjárveitingar 3. Félagsleg vernd og öryggi almennings 4. Samningar og ákvarðanir um upptöku nýrra aðildarríkja 5. Öryggis- og varnarmál sambandsríkjanna 27 6. Samskipti og samningar ESB við önnur ríki og ríkjasambönd 7. Sameiginleg löggæzla sambandsríkjanna, eftirlit með ytri landmærum og flóttafólki. Ekkert mál í þessum þýðingarmiklu málaflokkum getur farið í gegn, eða hlotið samþykki til framkvæmdar, nema öll aðildarríkin, og, þá, líka við, ef við værum aðildarríki, myndum samþykkja. Með þessu fengjum við í hendur gífurlegt áhrifavald á gang mála og þróun sambandsins. Þessu neitunarvaldi er heldur ekki hægt að breyta, draga úr því eða fella það niður, nema að öll aðildarríkin samþykki, sem væntanlega verður aldrei. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar