Árásum gegn opinberum starfsmönnum fari fjölgandi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. ágúst 2024 12:18 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri segir hótunum í garð opinberra starfsmanna ekki hafa fjölgað svo um muni en tekur þó fram að árásir gegn þeim hafi aukist. Þessari þróun sé tekin alvarlega og unnið sé að því að tryggja öryggi lögreglumanna og annarra starfsmanna. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir mikið gert til að tryggja öryggi opinberra starfsmanna sem þurfa að sitja undir hótunum. Hún bendir á verklag frá árinu 2011 en þá hafi hótunum í garð löggæslufólks farið aukandi. Þetta kemur fram í Bítinu en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara var hótað ítrekað yfir þriggja ára skeið og kvartaði hann undan því að þurfa tryggja öryggi sitt sjálfur. Sigríður gat ekki tjáð sig um einstök mál. „Það skiptir alltaf máli að meta hættuna. Síðan höfum við undanfarin ár verið að passa betur upp á öryggi lögreglumanna og saksóknara, þeim er líka hótað. Þá eru einmitt oft settar upp myndavélar tímabundið, lögreglan vaktar húsin, það er sérstaklega fylgst með símtölum sem koma frá þessum aðilum.“ Lögreglumönnum hótað á samfélagsmiðlum Sigríður segir að undanfarið hafi orðið döpur þróun á samfélagsmiðlum í garð lögreglumanna þar sem ýmist eru birtar myndir af þeim eða þeir nafngreindir. Það sé brýnt að fjölga lögreglumönnum til að tryggja öryggi en búið er að tvöfalda fjölda lögreglunema í menntakerfinu á síðustu árum. „Þá er sagt við skulum fara heim til þessa og kenna honum lexíu. Þetta er ekki bara hjá okkur heldur alls staðar. Þannig er auðvitað öryggi lögreglumanna okkar, okkur mjög ofarlega í huga.“ Hótunum tekið alvarlegra en áður Útköll vegna vopnaburðar hefur margfaldast undanfarin ár en sérsveitin var kölluð út 450 sinnum á síðasta. Þjálfun lögreglunnar hefur tekið stakkaskiptum vegna þessarar þróunar. „Við höfum verið að þjálfa hana meira og þau eru í meiri þjálfun og lögreglan getur gripið til vopna. Þau þurfa að taka sérstaka ákvörðun um það svo það er kannski aðeins lengri ferill. En sum liðin hafa virkilega verið að efla sitt fólk í þessu.“ Hún tekur fram að hótanir í sjálfu sér fari ekki fjölgandi en að því fari aukandi að þeim sé framfylgt og lögreglan taki því hótunum alvarlegar en áður. „Ég man eftir gömlu máli þar sem saksóknara var hótað og farið heim til hans og allt þetta. Þetta er ekkert nýtt en þetta er vaxandi.“ Lögreglan Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir mikið gert til að tryggja öryggi opinberra starfsmanna sem þurfa að sitja undir hótunum. Hún bendir á verklag frá árinu 2011 en þá hafi hótunum í garð löggæslufólks farið aukandi. Þetta kemur fram í Bítinu en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara var hótað ítrekað yfir þriggja ára skeið og kvartaði hann undan því að þurfa tryggja öryggi sitt sjálfur. Sigríður gat ekki tjáð sig um einstök mál. „Það skiptir alltaf máli að meta hættuna. Síðan höfum við undanfarin ár verið að passa betur upp á öryggi lögreglumanna og saksóknara, þeim er líka hótað. Þá eru einmitt oft settar upp myndavélar tímabundið, lögreglan vaktar húsin, það er sérstaklega fylgst með símtölum sem koma frá þessum aðilum.“ Lögreglumönnum hótað á samfélagsmiðlum Sigríður segir að undanfarið hafi orðið döpur þróun á samfélagsmiðlum í garð lögreglumanna þar sem ýmist eru birtar myndir af þeim eða þeir nafngreindir. Það sé brýnt að fjölga lögreglumönnum til að tryggja öryggi en búið er að tvöfalda fjölda lögreglunema í menntakerfinu á síðustu árum. „Þá er sagt við skulum fara heim til þessa og kenna honum lexíu. Þetta er ekki bara hjá okkur heldur alls staðar. Þannig er auðvitað öryggi lögreglumanna okkar, okkur mjög ofarlega í huga.“ Hótunum tekið alvarlegra en áður Útköll vegna vopnaburðar hefur margfaldast undanfarin ár en sérsveitin var kölluð út 450 sinnum á síðasta. Þjálfun lögreglunnar hefur tekið stakkaskiptum vegna þessarar þróunar. „Við höfum verið að þjálfa hana meira og þau eru í meiri þjálfun og lögreglan getur gripið til vopna. Þau þurfa að taka sérstaka ákvörðun um það svo það er kannski aðeins lengri ferill. En sum liðin hafa virkilega verið að efla sitt fólk í þessu.“ Hún tekur fram að hótanir í sjálfu sér fari ekki fjölgandi en að því fari aukandi að þeim sé framfylgt og lögreglan taki því hótunum alvarlegar en áður. „Ég man eftir gömlu máli þar sem saksóknara var hótað og farið heim til hans og allt þetta. Þetta er ekkert nýtt en þetta er vaxandi.“
Lögreglan Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira