„Mýkri leiðir í hörðum heimi“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. ágúst 2024 17:48 Halla og Björn á leið í Alþingissalinn. vísir/rax „Ég stend hér í dag með hjartað fullt af þakklæti, fyrir það traust sem mér og okkur hjónum er sýnt. Þakklát foreldrum mínum, sem gáfu mér gott veganesti út í lífið. Og ég er þakklát kjarkmiklu konunum sem sýndu mér ungri að aldri að með hugrekki og samtakamætti getum við hreyft við samfélaginu, og leitt framfarir.“ Þannig hóf Halla Tómasdóttir fyrsta ávarp sitt sem forseti í Alþingissalnum í dag, að lokinni formlegri embættistöku. Ávarpið í heild sinni má sjá hér að neðan. Halla þakkaði sex fyrri forsetum fyrir þeirra framlag, og þeim Vigdísi, Ólafi Ragnari og Guðna Th. persónulega þar sem þau sátu á fremsta bekk í Alþingissal. Halla beindi í ræðu sinni sjónum að mannréttindum og minnkandi trausti á stofnunum samfélagsins. „Við megum ekki sýna andvaraleysi í þessum efnum, og nú bætist það við að tæknin gerir það kleift að falsa bæði hljóð og mynd þannig að nær ómögulegt verður að greina sannar fréttir frá fölsuðum. Hverju og hverjum er þá óhætt að trúa? Hvað verður um traustið?“ spurði Halla. Unga fólkið fái borð við sætið Hún ræddi einnig kvíða og þunglyndi. Spurði hvernig það megi vera að ein hamingjusamasta þjóð í heimi, skipi sér einnig í fremstu röð hvað kvíða og þunglyndi varðar. Þá vitnar hún í orð Páls Skúlasonar heimspekings. „Við getum verið opin fyrir hamingjunni með því að einbeita okkur að því sem gefur lífinu gildi. Við vitum hvað það er með því að veita því eftirtekt sem glæðir lífið birtu og hlýju.“ „Við getum og verðum að bæta andlega og samfélagslega Heilsu,“ segir Halla sem heitir því að ráðast að rótum vandans í samráði við ýmsa aðila. Samstarf og samtal kynslóða sé lykill að því markmiði. Unga fólkið verði að fá borð við sætið. Þá sagði hún styrk í smæð og mýkt þjóðarinnar. „Smá en kná og kjarkmikil þjóð sem hefur visku og metnað til að velja mýkri leiðir í hörðum heimi.“ Halla lauk ræðu sinni með flutningi á ljóðinu Leitum eftir Hólmfríði Sigurðardóttur: Leitum úrræðalátum hendur og orðfallast í faðma leitum gleðinnarí ljóðinufinnum frelsiðí höndunumleitum regnbogansfinnum ljósberann leitum lánsfinnum það leika um líflands vatns og ljóss. Forseti Íslands Alþingi Tengdar fréttir Undurfagur flutningur fyrir nýjan forseta Sigríður Thorlacius flutti lögin Vikivaka og Vetrarsól við embættistöku Höllu Tómasdóttur, sem varð í dag sjöundi forseti lýðveldisins. 1. ágúst 2024 17:24 Fólk á förnum vegi: Ein felldi tár og önnur mjög spennt fyrir Höllu Landsmenn sem fréttastofa ræddi við segja Guðna Th. Jóhannesson hafa staðið sig einkar vel í embætti undanfarin átta ár. Þá eru þau spennt fyrir verðandi forseta, Höllu Tómasdóttur. 1. ágúst 2024 14:19 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Þannig hóf Halla Tómasdóttir fyrsta ávarp sitt sem forseti í Alþingissalnum í dag, að lokinni formlegri embættistöku. Ávarpið í heild sinni má sjá hér að neðan. Halla þakkaði sex fyrri forsetum fyrir þeirra framlag, og þeim Vigdísi, Ólafi Ragnari og Guðna Th. persónulega þar sem þau sátu á fremsta bekk í Alþingissal. Halla beindi í ræðu sinni sjónum að mannréttindum og minnkandi trausti á stofnunum samfélagsins. „Við megum ekki sýna andvaraleysi í þessum efnum, og nú bætist það við að tæknin gerir það kleift að falsa bæði hljóð og mynd þannig að nær ómögulegt verður að greina sannar fréttir frá fölsuðum. Hverju og hverjum er þá óhætt að trúa? Hvað verður um traustið?“ spurði Halla. Unga fólkið fái borð við sætið Hún ræddi einnig kvíða og þunglyndi. Spurði hvernig það megi vera að ein hamingjusamasta þjóð í heimi, skipi sér einnig í fremstu röð hvað kvíða og þunglyndi varðar. Þá vitnar hún í orð Páls Skúlasonar heimspekings. „Við getum verið opin fyrir hamingjunni með því að einbeita okkur að því sem gefur lífinu gildi. Við vitum hvað það er með því að veita því eftirtekt sem glæðir lífið birtu og hlýju.“ „Við getum og verðum að bæta andlega og samfélagslega Heilsu,“ segir Halla sem heitir því að ráðast að rótum vandans í samráði við ýmsa aðila. Samstarf og samtal kynslóða sé lykill að því markmiði. Unga fólkið verði að fá borð við sætið. Þá sagði hún styrk í smæð og mýkt þjóðarinnar. „Smá en kná og kjarkmikil þjóð sem hefur visku og metnað til að velja mýkri leiðir í hörðum heimi.“ Halla lauk ræðu sinni með flutningi á ljóðinu Leitum eftir Hólmfríði Sigurðardóttur: Leitum úrræðalátum hendur og orðfallast í faðma leitum gleðinnarí ljóðinufinnum frelsiðí höndunumleitum regnbogansfinnum ljósberann leitum lánsfinnum það leika um líflands vatns og ljóss.
Forseti Íslands Alþingi Tengdar fréttir Undurfagur flutningur fyrir nýjan forseta Sigríður Thorlacius flutti lögin Vikivaka og Vetrarsól við embættistöku Höllu Tómasdóttur, sem varð í dag sjöundi forseti lýðveldisins. 1. ágúst 2024 17:24 Fólk á förnum vegi: Ein felldi tár og önnur mjög spennt fyrir Höllu Landsmenn sem fréttastofa ræddi við segja Guðna Th. Jóhannesson hafa staðið sig einkar vel í embætti undanfarin átta ár. Þá eru þau spennt fyrir verðandi forseta, Höllu Tómasdóttur. 1. ágúst 2024 14:19 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Undurfagur flutningur fyrir nýjan forseta Sigríður Thorlacius flutti lögin Vikivaka og Vetrarsól við embættistöku Höllu Tómasdóttur, sem varð í dag sjöundi forseti lýðveldisins. 1. ágúst 2024 17:24
Fólk á förnum vegi: Ein felldi tár og önnur mjög spennt fyrir Höllu Landsmenn sem fréttastofa ræddi við segja Guðna Th. Jóhannesson hafa staðið sig einkar vel í embætti undanfarin átta ár. Þá eru þau spennt fyrir verðandi forseta, Höllu Tómasdóttur. 1. ágúst 2024 14:19