Strandavegur í sundur og ferðamaður festi sig í flýti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. ágúst 2024 14:05 Ein af skriðunum sem féllu á Strandavegi í morgun, nánar tiltekið í Kjörvogshlíð. Mikið úrhelli var í nótt en hann haldist þurr síðustu klukkustundir. Björgunarsveitin Strandasól Eftir úrhellisrigningu í nótt hafa fallið aurskriður á nokkrum stöðum á veginum norður í Árneshrepp. Vegagerðin vinnur að viðgerð á veginum í Veiðileysi þar sem hann grófst í sundur. Fyrir vikið er nokkur fjöldi fólks innlyksa í Árneshreppi og kemst ekki leiðar sinnar. Þeirra á meðal er ferðamaður nokkur sem festi bíl sinn í einni skriðunni í morgun í Trékyllisvík. Davíð Már Bjarnason, sauðfjárbóndi og björgunarsveitarmaður á Ströndum, var á meðal þeirra sem kom að björgun hans. Bílaleigubíll ferðamannsins dreginn úr skriðunni.Strandasól „Ferðamaðurinn hafði ætlað að keyra yfir skriðuna og náði að festa sig. Hann var svo sem ekki á vel útbúnum bíl en ákvað að sæta færis. Hann átti bókað flug til útlanda seinna í dag. En hann komst ekki langt,“ segir Davíð Már. Davíð er fyrrverandi upplýsingafulltrúi Landsbjargar og þekkir vel til starfa björgunarsveita, björgunarsveitarmaður sjálfur. „Við fórum nokkur úr björgunarsveitinni og bóndi af næsta bæ sem dró hann til baka á dráttarvél,“ segir Davíð. Ferðamaðurinn er enn fastur í sveitinni og má telja ólíklegt að hann nái flugi sínu af landi brott. Skriðan var ansi víðfeðm.Strandasól Davíð segir samhent átak heimamanna úr Djúpavík og Trékyllisvík hafa aðstoðað við að ryðja skriður í samvinnu við Vegagerðina svo það sé fært innansveitar. „Vegagerðin sendi eftir stærri tækjum til Hólmavíkur til að eiga við þetta í Veiðileysu,“ segir Davíð. Gunnar Númi Hjartarson er yfirverkfræðingur hjá Vegagerðinni á Hólmavík. Hann segir nokkuð verk að vinna í Veiðileysu sem þó gangi hraðar en hann hafði reiknað með. Rignt hefur svakalega undanfarið á Ströndum.Strandasól „Hálfur vegurinn bara hvarf,“ segir Gunnar Númi. Það þurfi mikið efni til að fylla upp í veginn en það hafi orðið þeim til happs að finna gott efni uppi í hlíðinni. Á meðan hann haldist þurr er Gunnar Númi bjartsýnn á verklok á sjötta tímanum í dag. „Þeir eru hálfnaðir við að fylla upp í þessa holu,“ segir Gunnar Númi og hrósar bændum í sveitinni fyrir snör handtök að ryðja aðrar skriður dagsins. Árneshreppur Björgunarsveitir Vegagerð Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Fyrir vikið er nokkur fjöldi fólks innlyksa í Árneshreppi og kemst ekki leiðar sinnar. Þeirra á meðal er ferðamaður nokkur sem festi bíl sinn í einni skriðunni í morgun í Trékyllisvík. Davíð Már Bjarnason, sauðfjárbóndi og björgunarsveitarmaður á Ströndum, var á meðal þeirra sem kom að björgun hans. Bílaleigubíll ferðamannsins dreginn úr skriðunni.Strandasól „Ferðamaðurinn hafði ætlað að keyra yfir skriðuna og náði að festa sig. Hann var svo sem ekki á vel útbúnum bíl en ákvað að sæta færis. Hann átti bókað flug til útlanda seinna í dag. En hann komst ekki langt,“ segir Davíð Már. Davíð er fyrrverandi upplýsingafulltrúi Landsbjargar og þekkir vel til starfa björgunarsveita, björgunarsveitarmaður sjálfur. „Við fórum nokkur úr björgunarsveitinni og bóndi af næsta bæ sem dró hann til baka á dráttarvél,“ segir Davíð. Ferðamaðurinn er enn fastur í sveitinni og má telja ólíklegt að hann nái flugi sínu af landi brott. Skriðan var ansi víðfeðm.Strandasól Davíð segir samhent átak heimamanna úr Djúpavík og Trékyllisvík hafa aðstoðað við að ryðja skriður í samvinnu við Vegagerðina svo það sé fært innansveitar. „Vegagerðin sendi eftir stærri tækjum til Hólmavíkur til að eiga við þetta í Veiðileysu,“ segir Davíð. Gunnar Númi Hjartarson er yfirverkfræðingur hjá Vegagerðinni á Hólmavík. Hann segir nokkuð verk að vinna í Veiðileysu sem þó gangi hraðar en hann hafði reiknað með. Rignt hefur svakalega undanfarið á Ströndum.Strandasól „Hálfur vegurinn bara hvarf,“ segir Gunnar Númi. Það þurfi mikið efni til að fylla upp í veginn en það hafi orðið þeim til happs að finna gott efni uppi í hlíðinni. Á meðan hann haldist þurr er Gunnar Númi bjartsýnn á verklok á sjötta tímanum í dag. „Þeir eru hálfnaðir við að fylla upp í þessa holu,“ segir Gunnar Númi og hrósar bændum í sveitinni fyrir snör handtök að ryðja aðrar skriður dagsins.
Árneshreppur Björgunarsveitir Vegagerð Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira