Bjóða óperumuni fala á menningarnótt í von um framhaldslíf Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2024 14:45 Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri, segir að á meðal þeirra muna sem verða boðnir til sölu á menningarnótt séu blómaskreytingar úr sýningunni Madömmu Butterfly. Vísir Aðdáendur Íslensku óperunnar eiga möguleika á að eignast minjagripi þegar munir úr sýningum hennar verða boðnir til sölu í Hörpu á menningarnótt. Óperustjóri segir ósk sína að munirnir komist í góðar hendur og öðlist framhaldslíf í sviðslistum. Þó að frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, menningarmálaráðherra, um stofnun þjóðaróperu sem verði hýst í Þjóðleikhúsinu hafi ekki farið í gegn á síðasta þingi verður starfsemi Íslensku óperunnar að öllum líkindum lögð niður á næstunni. Til stendur að leggja frumvarpið aftur fram á næsta þingi og Íslenska óperan fær ekki lengur framlög frá ríkinu. Stofnunin þarf að losa húsnæði sitt í Hörpu fyrir næstu mánaðamót. Því er nú unnið að því að tæma geymslur óperunnar. Liður í því er tilboðsmarkaður þar sem sögulegir munir í starfsemi stofnunarinnar verða boðnir til sölu í Hörpu á menningarnótt. Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri, segir að munir sem varði sögu stofnunarinnar séu þegar farnir til viðeigandi safna eins og Leikminjasafns, Þjóðminjasafns og Kvikmyndasafns. „Þetta sem út af stendur þarna eru svona lausamunir úr sýningum úr Hörpu sem annars yrði hent af því að við þurfum að tæma geymslurnar og missum húsnæðið í lok mánaðar. Það er þá betra að þessir hlutir eignist framhaldslíf hjá einhverjum sjálfstæðum hópum eða einhverjum sem standa í sviðslistastarfsemi,“ segir hún. Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri.Vísir Á meðal þess sem verður í boði eru blómaskreytingar úr gamalli sýningu, bekkur og sófi og minni hlutir eins og gamlir símar, ritvél og saumavél sem hafa ekki mikið verðgildi utan sviðslista. Að sögn Steinunnar fá skólar og sjálfstæðir hópar forgang að mununum. Þegar sé búið að festa einhverjum þeirra muni eftir að markaðurinn var auglýstur. „Þannig að þetta er fyrst og fremst hugsað í endurvinnsluskyni en ekki hagnaðarskyni. Ef það verður eitthvert endurgjald fyrir þetta verður það bara sem nemur framkvæmdinni og vinnu við hana.“ Framtíð stofnunarinnar óráðin Svipaður markaður var haldinn í Gamla bíói við Ingólfsstræti þegar óperan flutti þaðan í Hörpu árið 2011 og losa þurfti alls kynis lausamuni sem ekki var pláss til að geyma áfram. Munirnir nú eru því úr sýningum sem voru haldnar í Hörpu. Steinunn segir að enginn viti enn hvað verði um Íslensku óperuna. Það sé í höndum menningar- og viðskiptaráðuneytisins að skera úr um það. Án fjárframlaga geti óperan ekki starfað. „Þetta er ekki nein óskastaða fyrir 45 ára gamla stofnun sem hefur verið leiðandi í menningarlífi landsins allan þennan tíma,“ segir óperustjóri. Menning Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Íslenska óperan Þjóðaróperan Menningarnótt Tengdar fréttir Nær einróma ánægja en spurningum ósvarað um þjóðleikhússtjóra Það virðist samhljóma álit söngvara, tónlistarfólks og annarra listamanna að stofnun Þjóðaróperu sé mikið framfaraskref í óperustarfsemi hérlendis. 14. maí 2024 09:03 Íslenska óperan heyrir sögunni til: „Við höfum kallað þetta menningarslys“ Íslenska óperan heyrir sögunni til í kjölfar ákvörðunar menningarmálaráðherra um að stofna Þjóðaróperu. Þær sýningar sem áformað var að sýna á þessu ári falla niður. „Menningarslys,“ segir stjórnarformaður sem furðar sig á framkvæmdinni. 19. febrúar 2024 18:44 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira
Þó að frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, menningarmálaráðherra, um stofnun þjóðaróperu sem verði hýst í Þjóðleikhúsinu hafi ekki farið í gegn á síðasta þingi verður starfsemi Íslensku óperunnar að öllum líkindum lögð niður á næstunni. Til stendur að leggja frumvarpið aftur fram á næsta þingi og Íslenska óperan fær ekki lengur framlög frá ríkinu. Stofnunin þarf að losa húsnæði sitt í Hörpu fyrir næstu mánaðamót. Því er nú unnið að því að tæma geymslur óperunnar. Liður í því er tilboðsmarkaður þar sem sögulegir munir í starfsemi stofnunarinnar verða boðnir til sölu í Hörpu á menningarnótt. Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri, segir að munir sem varði sögu stofnunarinnar séu þegar farnir til viðeigandi safna eins og Leikminjasafns, Þjóðminjasafns og Kvikmyndasafns. „Þetta sem út af stendur þarna eru svona lausamunir úr sýningum úr Hörpu sem annars yrði hent af því að við þurfum að tæma geymslurnar og missum húsnæðið í lok mánaðar. Það er þá betra að þessir hlutir eignist framhaldslíf hjá einhverjum sjálfstæðum hópum eða einhverjum sem standa í sviðslistastarfsemi,“ segir hún. Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri.Vísir Á meðal þess sem verður í boði eru blómaskreytingar úr gamalli sýningu, bekkur og sófi og minni hlutir eins og gamlir símar, ritvél og saumavél sem hafa ekki mikið verðgildi utan sviðslista. Að sögn Steinunnar fá skólar og sjálfstæðir hópar forgang að mununum. Þegar sé búið að festa einhverjum þeirra muni eftir að markaðurinn var auglýstur. „Þannig að þetta er fyrst og fremst hugsað í endurvinnsluskyni en ekki hagnaðarskyni. Ef það verður eitthvert endurgjald fyrir þetta verður það bara sem nemur framkvæmdinni og vinnu við hana.“ Framtíð stofnunarinnar óráðin Svipaður markaður var haldinn í Gamla bíói við Ingólfsstræti þegar óperan flutti þaðan í Hörpu árið 2011 og losa þurfti alls kynis lausamuni sem ekki var pláss til að geyma áfram. Munirnir nú eru því úr sýningum sem voru haldnar í Hörpu. Steinunn segir að enginn viti enn hvað verði um Íslensku óperuna. Það sé í höndum menningar- og viðskiptaráðuneytisins að skera úr um það. Án fjárframlaga geti óperan ekki starfað. „Þetta er ekki nein óskastaða fyrir 45 ára gamla stofnun sem hefur verið leiðandi í menningarlífi landsins allan þennan tíma,“ segir óperustjóri.
Menning Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Íslenska óperan Þjóðaróperan Menningarnótt Tengdar fréttir Nær einróma ánægja en spurningum ósvarað um þjóðleikhússtjóra Það virðist samhljóma álit söngvara, tónlistarfólks og annarra listamanna að stofnun Þjóðaróperu sé mikið framfaraskref í óperustarfsemi hérlendis. 14. maí 2024 09:03 Íslenska óperan heyrir sögunni til: „Við höfum kallað þetta menningarslys“ Íslenska óperan heyrir sögunni til í kjölfar ákvörðunar menningarmálaráðherra um að stofna Þjóðaróperu. Þær sýningar sem áformað var að sýna á þessu ári falla niður. „Menningarslys,“ segir stjórnarformaður sem furðar sig á framkvæmdinni. 19. febrúar 2024 18:44 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira
Nær einróma ánægja en spurningum ósvarað um þjóðleikhússtjóra Það virðist samhljóma álit söngvara, tónlistarfólks og annarra listamanna að stofnun Þjóðaróperu sé mikið framfaraskref í óperustarfsemi hérlendis. 14. maí 2024 09:03
Íslenska óperan heyrir sögunni til: „Við höfum kallað þetta menningarslys“ Íslenska óperan heyrir sögunni til í kjölfar ákvörðunar menningarmálaráðherra um að stofna Þjóðaróperu. Þær sýningar sem áformað var að sýna á þessu ári falla niður. „Menningarslys,“ segir stjórnarformaður sem furðar sig á framkvæmdinni. 19. febrúar 2024 18:44