Kom úr sundi að brotnu tjaldinu Ólafur Björn Sverrisson og Bjarki Sigurðsson skrifa 3. ágúst 2024 19:35 Friðrik Dúi er brattur þrátt fyrir að þjóðhátíðin hafi ekki hafist á neinni óskabyrjun. vísir/bjarki „Við vorum í sundi og komum bara að þessu þegar allt var komið í sundur,“ segir Friðrik Dúi Þórólfsson 21 árs þjóðhátíðargestur. Hann er á meðal þeirra fjölmörgu sem veðrið í Eyjum hefur leikið grátt. Þegar fréttamaður náði tali af honum var Friðrik búinn að koma sér fyrir í íþróttamiðstöðinni, sem gegnir nú hlutverki einskonar neyðarmiðstöðvar. Þangað getur fólk, sem hefur orðið illa úti í veðrinu, leitað og gist á meðan hátíðinni stendur. Ekkert lát virðist ætla að verða á leiðindaveðrinu. Önnur djúp lægð nálgast Suðurlandið og útlit fyrir að sunnudagurinn verði jafnvel verri en síðustu dagar. Veðurstofan varar við tjaldafoki, líkt og því sem sést á myndböndum úr Herjólfsdal: Friðrik gisti á tjaldsvæðinu fyrstu nóttina, án vandkvæða. Hann segir það svæði hægt og rólega að tæmast. „Fleiri þarna byrjuðu að pakka niður, ætluðu að reyna að bjarga tjöldunum en gáfust síðan bara upp á því.“ Hann fór ásamt félaga sínum í sund í dag og þegar þeir sneru aftur á tjaldsvæðið beið þeim ófögur sjón. „Stangirnar á tjaldinu höfðu bara brotnað og tjaldið lagst niður.“ Veðurbarðir gestir koma sér fyrir á gervigrasinu.vísir/bjarki Það sé því mikill léttir að vera mættur inn í íþróttahús. „Þetta er bara mjög kósý hér, bara þægilegt. Húsaskjólið fer allavega ekki héðan, eða hvað veit maður.“ Hvernig hefur veðrið verið í dag og í gær? „Drulluömurlegt.“ En þú ætlar ekkert heim? „Nei. Ég ætla að klára djammið. Tvö kvöld eftir maður klárar þetta. Nóttin er ung.“ Þjóðhátíð í Eyjum Veður Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Sitja uppi með rifið tjald og engan næturstað í hífandi roki Stöllurnar Kristín María Snorradóttir og Karen Lind Helgadóttir sitja uppi með ónýtt tjald og engan næturstað eftir fyrstu nóttina á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hávaðarok hefur verið í eyjum í morgun og valdið tjóni á tjaldsvæðunum. 3. ágúst 2024 15:51 Önnur djúp lægð á leiðinni Önnur djúp lægð er á leiðinni til landsins á morgun með tilheyrandi leiðindaveðri um allt land, að því er fram kemur í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar. 3. ágúst 2024 18:04 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast Sjá meira
Þegar fréttamaður náði tali af honum var Friðrik búinn að koma sér fyrir í íþróttamiðstöðinni, sem gegnir nú hlutverki einskonar neyðarmiðstöðvar. Þangað getur fólk, sem hefur orðið illa úti í veðrinu, leitað og gist á meðan hátíðinni stendur. Ekkert lát virðist ætla að verða á leiðindaveðrinu. Önnur djúp lægð nálgast Suðurlandið og útlit fyrir að sunnudagurinn verði jafnvel verri en síðustu dagar. Veðurstofan varar við tjaldafoki, líkt og því sem sést á myndböndum úr Herjólfsdal: Friðrik gisti á tjaldsvæðinu fyrstu nóttina, án vandkvæða. Hann segir það svæði hægt og rólega að tæmast. „Fleiri þarna byrjuðu að pakka niður, ætluðu að reyna að bjarga tjöldunum en gáfust síðan bara upp á því.“ Hann fór ásamt félaga sínum í sund í dag og þegar þeir sneru aftur á tjaldsvæðið beið þeim ófögur sjón. „Stangirnar á tjaldinu höfðu bara brotnað og tjaldið lagst niður.“ Veðurbarðir gestir koma sér fyrir á gervigrasinu.vísir/bjarki Það sé því mikill léttir að vera mættur inn í íþróttahús. „Þetta er bara mjög kósý hér, bara þægilegt. Húsaskjólið fer allavega ekki héðan, eða hvað veit maður.“ Hvernig hefur veðrið verið í dag og í gær? „Drulluömurlegt.“ En þú ætlar ekkert heim? „Nei. Ég ætla að klára djammið. Tvö kvöld eftir maður klárar þetta. Nóttin er ung.“
Þjóðhátíð í Eyjum Veður Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Sitja uppi með rifið tjald og engan næturstað í hífandi roki Stöllurnar Kristín María Snorradóttir og Karen Lind Helgadóttir sitja uppi með ónýtt tjald og engan næturstað eftir fyrstu nóttina á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hávaðarok hefur verið í eyjum í morgun og valdið tjóni á tjaldsvæðunum. 3. ágúst 2024 15:51 Önnur djúp lægð á leiðinni Önnur djúp lægð er á leiðinni til landsins á morgun með tilheyrandi leiðindaveðri um allt land, að því er fram kemur í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar. 3. ágúst 2024 18:04 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast Sjá meira
Sitja uppi með rifið tjald og engan næturstað í hífandi roki Stöllurnar Kristín María Snorradóttir og Karen Lind Helgadóttir sitja uppi með ónýtt tjald og engan næturstað eftir fyrstu nóttina á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hávaðarok hefur verið í eyjum í morgun og valdið tjóni á tjaldsvæðunum. 3. ágúst 2024 15:51
Önnur djúp lægð á leiðinni Önnur djúp lægð er á leiðinni til landsins á morgun með tilheyrandi leiðindaveðri um allt land, að því er fram kemur í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar. 3. ágúst 2024 18:04