Pau Victor sá um Real Madrid fyrir Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2024 09:30 Pau Victor er að standa sig vel með Barcelona á undirbúningstímabilinu en hér fagnar hann marki með Marc Casadó Getty/Rich Storry Barcelona vann 2-1 sigur á erkifjendum sínum í Real Madrid í æfingarleik í Bandaríkjunum í nótt. Þessi El Clasico var spilaður á MetLife leikvanginum í New Jersey þar sem úrslitaleikur næstu heimsmeistarakeppni verður spilaður árið 2026. Það þurfti reyndar að gera meira en klukkutíma hlé á leiknum vegna eldinga í nágrenninu en þá höfðu ellefu mínútur verið spilaðar. Hinn 22 ára gamli Pau Victor er heldur betur að minna á sig hjá Barcelona liðinu en hann skoraði fyrsta markið á móti Manchester City á þriðjudaginn og skoraði síðan bæði mörkin á móti Real Madrid í nótt. Fyrra markið skoraði Victor með skalla af stuttu færi á 42. mínútu eftir sendingu frá Robert Lewandowski en það síðara skoraði hann á 54. mínútu eftir sendingu frá Álex Valle. Nico Paz minnkaði muninn fyrir Real með skalla eftir hornspyrnu Arda Güler þegar átta mínútur voru eftir af leiknum. Það vantaði auðvitað fullt af leikmönnum í bæði lið. Hjá Barcelona voru Lamine Yamal og Ferran Torres enn að jafna sig eftir EM og þeir Ronald Araújo, Pedri, Gavi, Frenkie de Jong og Ansu Fati eru allir meiddir. Hjá Real Madrid þá eru Kylian Mbappé og Jude Bellingham auðvitað báðir að klára EM-fríið sitt. Það vantaði líka fleiri. Bæði liðin eiga einn leik eftir í Bandaríkjaferð sinni. Barelona mætir AC Milan á föstudaginn en Real Madrid spilar við Chelsea. Spænski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjá meira
Þessi El Clasico var spilaður á MetLife leikvanginum í New Jersey þar sem úrslitaleikur næstu heimsmeistarakeppni verður spilaður árið 2026. Það þurfti reyndar að gera meira en klukkutíma hlé á leiknum vegna eldinga í nágrenninu en þá höfðu ellefu mínútur verið spilaðar. Hinn 22 ára gamli Pau Victor er heldur betur að minna á sig hjá Barcelona liðinu en hann skoraði fyrsta markið á móti Manchester City á þriðjudaginn og skoraði síðan bæði mörkin á móti Real Madrid í nótt. Fyrra markið skoraði Victor með skalla af stuttu færi á 42. mínútu eftir sendingu frá Robert Lewandowski en það síðara skoraði hann á 54. mínútu eftir sendingu frá Álex Valle. Nico Paz minnkaði muninn fyrir Real með skalla eftir hornspyrnu Arda Güler þegar átta mínútur voru eftir af leiknum. Það vantaði auðvitað fullt af leikmönnum í bæði lið. Hjá Barcelona voru Lamine Yamal og Ferran Torres enn að jafna sig eftir EM og þeir Ronald Araújo, Pedri, Gavi, Frenkie de Jong og Ansu Fati eru allir meiddir. Hjá Real Madrid þá eru Kylian Mbappé og Jude Bellingham auðvitað báðir að klára EM-fríið sitt. Það vantaði líka fleiri. Bæði liðin eiga einn leik eftir í Bandaríkjaferð sinni. Barelona mætir AC Milan á föstudaginn en Real Madrid spilar við Chelsea.
Spænski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjá meira