Tugir hægriöfgamanna handteknir í óeirðum í Bretlandi Kjartan Kjartansson skrifar 4. ágúst 2024 09:52 Lögregluþjónar yfirbuga konu á mótmælum í Nottingham á Englandi í gær. AP/Jacob King Fleiri en níutíu hægriöfgamenn voru handteknir í óeirðum sem brutust út á mótmælafundum hægriöfgamanna víðs vegar um Bretland í gær. Sem fyrr grýttu óeirðarseggirnir lögreglumenn og unnu eignaspjöll. Morð á þremur ungum stúlkum á dansskemmtun í Southport í síðustu viku æsti upp hægriöfgamenn og útlendingahatara sem hafa staðið fyrir óeirðum í fjölda borga og bæja undanfarna viku. Fjöldi lögreglumann hefur slasast í átökum við öfgamennina. Morðinginn er tæplega átján ára gamall piltur sem fæddist í Cardiff í Wales, sonur innflytjenda frá Rúanda, en honum hefur ranglega verið lýst sem hælisleitanda í straumi upplýsingafals á samfélagmiðlum sem fylgdi í kjölfar árásarinnar. Óeirðir brutust út í Hull, Liverpool, Bristol, Manchester, Stoke, Blackpool og Belfast á Norður-Írlandi í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Minni mótmæli annars staðar enduðu ekki með uppþotum. Um þúsund manns eru sagðir hafa tekið þátt í mótmælum öfgamanna í Liverpool, sem er skammt suður af Southport. Sumir þeirra hrópuðu ókvæðisorð um múslima. Í brýnu sló á milli þeirra og nokkuð hundruð svonefndra andfasista og reyndi lögregla að skerast í leikinn. Óróinn hélt áfram fram á nótt í Liverpool. Kveikt var í bókasafni í Walton-hverfi borgarinnar og reyndu óeirðarseggirnir að koma í veg fyrir að slökkviliðsmenn gætu slökkt í því, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Merseyside. AP-fréttastofan segir öfgamennina hafa kasta lausamunum í slökkviliðsbíl og brotið rúðu í stýrishúsi hans. Til átaka kom sums staðar á milli andfasista (t.v.) annars vegar og mótmælenda (t.h.) hins vegar, þar á meðal í Blackpool á Englandi.AP/Michael Holmes/PA Hamlar daglegum störfum lögreglu Breska lögreglan varaði við því í dag að endurteknar óeirðir og ofbeldi hægriöfgamanna væri byrjað að hafa áhrif á getu lögreglunnar til þess að rannsaka og taka á öðrum glæpum. Boðað hefur verið til frekari mótmæla í dag sem kallar á að þúsundir lögreglumanna við öryggisgæslu. „Við sjáum nú að lögreglumenn eru teknir úr daglegum störfum lögreglu en á meðan það gerist er ekki verið að rannsaka glæpi gegn samfélaginu, fórnarlömbum glæpa, því miður,“ segir Tiffany Lynch frá Lögreglusambandi Englands og Wales. Keir Starmer, forsætisráðherra, hefur heitið lögreglunni stuðningi til þess að takast á við lögleysuna í kjölfar árásarinnar í Southport. Hann kennir hægriöfgahatri um glundroða undanfarinnar viku. Innan örfárra klukkustunda eftir árásina í Southport fóru rangar upplýsingar á flug um árásarmanninn, þar á meðal rangt nafn sem átti að vera arabískt. Hægriöfgamenn og andstæðingar innflytjenda fullyrtu að morðinginn væri múslimi og innflytjandi. Dómari ákvað að víkja frá þeirri venju að nafngreina ekki sakborninga sem eru undir lögaldri til þess að koma í veg fyrir að öfgamenn gætu fyllt upp í tómarúmið með upplýsingafalsi. Bretland Hnífaárás í Southport Tengdar fréttir Enn einar óeirðirnar í Bretlandi í kjölfar hnífaárásarinnar Þrír lögreglumenn slösuðust og kveikt var í byggingum þegar hundruð manna stóðu fyrir óeirðum í borginni Sunderland á norðaustur Englandi í gærkvöldi. Óeirðir hafa brotist út í nokkrum borgum eftir að hnífamaður stakk þrjár ungar stúlkur til bana í Southport í vikunni. 3. ágúst 2024 08:26 Nafngreina árásarmanninn til að stemma stigu við upplýsingafalsi Dómari í Bretlandi úrskurðaði að birta mætti nafn piltsins sem stakk fjölda barna, þar á meðal þrjú til bana, í Southport á Englandi í dag. Tvö börn sem hann særði hafa nú verið útskrifuð af sjúkrahúsi og ástand annarra fórnarlamba er sagt stöðugt. 1. ágúst 2024 11:55 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Morð á þremur ungum stúlkum á dansskemmtun í Southport í síðustu viku æsti upp hægriöfgamenn og útlendingahatara sem hafa staðið fyrir óeirðum í fjölda borga og bæja undanfarna viku. Fjöldi lögreglumann hefur slasast í átökum við öfgamennina. Morðinginn er tæplega átján ára gamall piltur sem fæddist í Cardiff í Wales, sonur innflytjenda frá Rúanda, en honum hefur ranglega verið lýst sem hælisleitanda í straumi upplýsingafals á samfélagmiðlum sem fylgdi í kjölfar árásarinnar. Óeirðir brutust út í Hull, Liverpool, Bristol, Manchester, Stoke, Blackpool og Belfast á Norður-Írlandi í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Minni mótmæli annars staðar enduðu ekki með uppþotum. Um þúsund manns eru sagðir hafa tekið þátt í mótmælum öfgamanna í Liverpool, sem er skammt suður af Southport. Sumir þeirra hrópuðu ókvæðisorð um múslima. Í brýnu sló á milli þeirra og nokkuð hundruð svonefndra andfasista og reyndi lögregla að skerast í leikinn. Óróinn hélt áfram fram á nótt í Liverpool. Kveikt var í bókasafni í Walton-hverfi borgarinnar og reyndu óeirðarseggirnir að koma í veg fyrir að slökkviliðsmenn gætu slökkt í því, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Merseyside. AP-fréttastofan segir öfgamennina hafa kasta lausamunum í slökkviliðsbíl og brotið rúðu í stýrishúsi hans. Til átaka kom sums staðar á milli andfasista (t.v.) annars vegar og mótmælenda (t.h.) hins vegar, þar á meðal í Blackpool á Englandi.AP/Michael Holmes/PA Hamlar daglegum störfum lögreglu Breska lögreglan varaði við því í dag að endurteknar óeirðir og ofbeldi hægriöfgamanna væri byrjað að hafa áhrif á getu lögreglunnar til þess að rannsaka og taka á öðrum glæpum. Boðað hefur verið til frekari mótmæla í dag sem kallar á að þúsundir lögreglumanna við öryggisgæslu. „Við sjáum nú að lögreglumenn eru teknir úr daglegum störfum lögreglu en á meðan það gerist er ekki verið að rannsaka glæpi gegn samfélaginu, fórnarlömbum glæpa, því miður,“ segir Tiffany Lynch frá Lögreglusambandi Englands og Wales. Keir Starmer, forsætisráðherra, hefur heitið lögreglunni stuðningi til þess að takast á við lögleysuna í kjölfar árásarinnar í Southport. Hann kennir hægriöfgahatri um glundroða undanfarinnar viku. Innan örfárra klukkustunda eftir árásina í Southport fóru rangar upplýsingar á flug um árásarmanninn, þar á meðal rangt nafn sem átti að vera arabískt. Hægriöfgamenn og andstæðingar innflytjenda fullyrtu að morðinginn væri múslimi og innflytjandi. Dómari ákvað að víkja frá þeirri venju að nafngreina ekki sakborninga sem eru undir lögaldri til þess að koma í veg fyrir að öfgamenn gætu fyllt upp í tómarúmið með upplýsingafalsi.
Bretland Hnífaárás í Southport Tengdar fréttir Enn einar óeirðirnar í Bretlandi í kjölfar hnífaárásarinnar Þrír lögreglumenn slösuðust og kveikt var í byggingum þegar hundruð manna stóðu fyrir óeirðum í borginni Sunderland á norðaustur Englandi í gærkvöldi. Óeirðir hafa brotist út í nokkrum borgum eftir að hnífamaður stakk þrjár ungar stúlkur til bana í Southport í vikunni. 3. ágúst 2024 08:26 Nafngreina árásarmanninn til að stemma stigu við upplýsingafalsi Dómari í Bretlandi úrskurðaði að birta mætti nafn piltsins sem stakk fjölda barna, þar á meðal þrjú til bana, í Southport á Englandi í dag. Tvö börn sem hann særði hafa nú verið útskrifuð af sjúkrahúsi og ástand annarra fórnarlamba er sagt stöðugt. 1. ágúst 2024 11:55 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Enn einar óeirðirnar í Bretlandi í kjölfar hnífaárásarinnar Þrír lögreglumenn slösuðust og kveikt var í byggingum þegar hundruð manna stóðu fyrir óeirðum í borginni Sunderland á norðaustur Englandi í gærkvöldi. Óeirðir hafa brotist út í nokkrum borgum eftir að hnífamaður stakk þrjár ungar stúlkur til bana í Southport í vikunni. 3. ágúst 2024 08:26
Nafngreina árásarmanninn til að stemma stigu við upplýsingafalsi Dómari í Bretlandi úrskurðaði að birta mætti nafn piltsins sem stakk fjölda barna, þar á meðal þrjú til bana, í Southport á Englandi í dag. Tvö börn sem hann særði hafa nú verið útskrifuð af sjúkrahúsi og ástand annarra fórnarlamba er sagt stöðugt. 1. ágúst 2024 11:55