Grét þegar hann missti af medalíu og undanþágu frá herskyldu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. ágúst 2024 14:45 Tom Kim var ekki langt frá því að komast á verðlaunapall á Ólympíuleikunum. getty/Kevin C. Cox Suður-kóreski kylfingurinn Tom Kim var afar vonsvikinn og felldi tár þegar hann komst ekki á verðlaunapall á Ólympíuleikunum í París. Hann missti ekki bara af medalíu heldur einnig undanþágu frá herþjónustu í heimalandinu. Kim lék vel á Ólympíuleikunum og lék hringina fjóra á samtals þrettán höggum undir pari. Hann endaði í 8. sæti og var fjórum höggum frá verðlaunasæti. Myndir náðust af Kim í klúbbhúsinu þar sem hann brynnti músum. Ef hann hefði komist á pall hefði hann nefnilega sloppið við að gegna herþjónustu í Suður-Kóreu. Samkvæmt lögum í Suður-Kóreu þurfa allir karlmenn að gegna herþjónustu í 18-21 mánuð áður en þeir verða 28 ára. Sumir geta fengið undanþágu vegna líkamlegra eða andlegra kvilla og þá senda ríkar fjölskyldur oft börn sín í skóla erlendis til að fá tvöfaldan ríkisborgararétt og sleppa þar með við herskylduna. Þeir sem vinna til verðlauna á Ólympíuleikum eða gull á Asíuleikum þurfa heldur ekki að fara í herinn. Kim gæti enn sloppið við að gegna herþjónustu ef hann vinnur Asíuleikana eftir tvö ár eða til verðlauna á Ólympíuleikunum í Los Angeles eftir fjögur ár. Hinn 22 ára Kim hefur unnið þrjú mót á PGA-mótaröðinni og varð annar á Opna breska meistaramótinu í fyrra. Golf Ólympíuleikar 2024 í París Suður-Kórea Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Kim lék vel á Ólympíuleikunum og lék hringina fjóra á samtals þrettán höggum undir pari. Hann endaði í 8. sæti og var fjórum höggum frá verðlaunasæti. Myndir náðust af Kim í klúbbhúsinu þar sem hann brynnti músum. Ef hann hefði komist á pall hefði hann nefnilega sloppið við að gegna herþjónustu í Suður-Kóreu. Samkvæmt lögum í Suður-Kóreu þurfa allir karlmenn að gegna herþjónustu í 18-21 mánuð áður en þeir verða 28 ára. Sumir geta fengið undanþágu vegna líkamlegra eða andlegra kvilla og þá senda ríkar fjölskyldur oft börn sín í skóla erlendis til að fá tvöfaldan ríkisborgararétt og sleppa þar með við herskylduna. Þeir sem vinna til verðlauna á Ólympíuleikum eða gull á Asíuleikum þurfa heldur ekki að fara í herinn. Kim gæti enn sloppið við að gegna herþjónustu ef hann vinnur Asíuleikana eftir tvö ár eða til verðlauna á Ólympíuleikunum í Los Angeles eftir fjögur ár. Hinn 22 ára Kim hefur unnið þrjú mót á PGA-mótaröðinni og varð annar á Opna breska meistaramótinu í fyrra.
Golf Ólympíuleikar 2024 í París Suður-Kórea Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira