Slítur þingi eftir að forsætisráðherrann flúði Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2024 11:26 Maður bindur reipi um höfuð styttu af Sheikh Mujibur Rahman, föður Sheikh Hasina, á mótmælum í Dhaka í gær. AP/Rajib Dhar Forseti Bangladess sleit þingi í dag eftir að Sheikh Hasina, forsætisráðherra, flúði land í skugga harðra mótmæla gegn stjórn hennar. Jafnframt tilkynnti forsetinn að erkiandstæðingur Hasina hefði verið frelsaður úr stofufangelsi. Stúdentahreyfingin sem hefur leitt mótmælin gegn stjórnvöldum undanfarna daga gerði þá kröfu að þingi yrði slitið og bráðabirgðastjórn mynduð. Í yfirlýsingu frá Mohammed Shahabuddin forseta kom fram að ákvörðunin hefði verið tekin í samráði við stúdentaleiðtoga, fulltrúa hersins, leiðtoga stjórnmálaflokkanna og ýmissa félagasamtaka. Herinn hefur lofað að boðað verði til kosninga á næstunni en stúdentarnir hafa hafnað því að herstjórn taki við til bráðabirgða, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Stúdentarnir vilja að Muhammad Yunus, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2006 fyrir banka sem hjálpaði fátækum sem áttu ekki möguleika á hefðbundnum bankalánum, verði aðalráðgjafi bráðabirgðastjórnar. Yunus hefur fallist á það, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hasina sagði af sér og flúði til Indlands í gær. Hún hafði stjórnað landinu í fimmtán ár og tuttugu af síðustu þrjátíu. Stúdentamótmælin sem hófust í síðasta mánuði beindust í fyrstu að umdeildum kvóta fyrir opinber störf en hverfðust síðan upp í almenn mótmæli gegn Hasina og stjórn hennar. Hundruð manna hafa látist í mótmælunum. Begum Khaleda Zia, fyrrverandi forsætisráðherra Bangladess og leiðtogi Þjóðernisflokks Bangladess (BNP), hefur nú verið látin laus úr stofufangelsi. Hún hlaut sautján ára fangelsisdóm fyrir spillingu árið 2018. Zia sagði saksóknina á hendur sér eiga sér pólitískar rætur. Bangladess Tengdar fréttir Segir af sér og flýr land Sheikh Hasina, forsætisráðherra Bangladess, hefur sagt af sér embætti og yfirgefið landið. Yfirmaður hermála þar í landi staðfestir að hann muni taka við stjórn landsins og mynda bráðabirgðaríkisstjórn. Blóðug mótmæli hafa geysað síðan snemma í síðasta mánuði og hafa fleiri en 280 manns látið lífið. 5. ágúst 2024 11:46 Minnst níutíu mótmælendur drepnir í Bangladess Minnst níutíu mótmælendur voru drepnir í Bangladess í gær, í blóðugum mótmælum sem ekki sér fyrir endann á. Meira en 280 manns hafa nú látið lífið síðan mótmælin brutust út í júlí. 5. ágúst 2024 09:19 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Stúdentahreyfingin sem hefur leitt mótmælin gegn stjórnvöldum undanfarna daga gerði þá kröfu að þingi yrði slitið og bráðabirgðastjórn mynduð. Í yfirlýsingu frá Mohammed Shahabuddin forseta kom fram að ákvörðunin hefði verið tekin í samráði við stúdentaleiðtoga, fulltrúa hersins, leiðtoga stjórnmálaflokkanna og ýmissa félagasamtaka. Herinn hefur lofað að boðað verði til kosninga á næstunni en stúdentarnir hafa hafnað því að herstjórn taki við til bráðabirgða, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Stúdentarnir vilja að Muhammad Yunus, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2006 fyrir banka sem hjálpaði fátækum sem áttu ekki möguleika á hefðbundnum bankalánum, verði aðalráðgjafi bráðabirgðastjórnar. Yunus hefur fallist á það, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hasina sagði af sér og flúði til Indlands í gær. Hún hafði stjórnað landinu í fimmtán ár og tuttugu af síðustu þrjátíu. Stúdentamótmælin sem hófust í síðasta mánuði beindust í fyrstu að umdeildum kvóta fyrir opinber störf en hverfðust síðan upp í almenn mótmæli gegn Hasina og stjórn hennar. Hundruð manna hafa látist í mótmælunum. Begum Khaleda Zia, fyrrverandi forsætisráðherra Bangladess og leiðtogi Þjóðernisflokks Bangladess (BNP), hefur nú verið látin laus úr stofufangelsi. Hún hlaut sautján ára fangelsisdóm fyrir spillingu árið 2018. Zia sagði saksóknina á hendur sér eiga sér pólitískar rætur.
Bangladess Tengdar fréttir Segir af sér og flýr land Sheikh Hasina, forsætisráðherra Bangladess, hefur sagt af sér embætti og yfirgefið landið. Yfirmaður hermála þar í landi staðfestir að hann muni taka við stjórn landsins og mynda bráðabirgðaríkisstjórn. Blóðug mótmæli hafa geysað síðan snemma í síðasta mánuði og hafa fleiri en 280 manns látið lífið. 5. ágúst 2024 11:46 Minnst níutíu mótmælendur drepnir í Bangladess Minnst níutíu mótmælendur voru drepnir í Bangladess í gær, í blóðugum mótmælum sem ekki sér fyrir endann á. Meira en 280 manns hafa nú látið lífið síðan mótmælin brutust út í júlí. 5. ágúst 2024 09:19 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Segir af sér og flýr land Sheikh Hasina, forsætisráðherra Bangladess, hefur sagt af sér embætti og yfirgefið landið. Yfirmaður hermála þar í landi staðfestir að hann muni taka við stjórn landsins og mynda bráðabirgðaríkisstjórn. Blóðug mótmæli hafa geysað síðan snemma í síðasta mánuði og hafa fleiri en 280 manns látið lífið. 5. ágúst 2024 11:46
Minnst níutíu mótmælendur drepnir í Bangladess Minnst níutíu mótmælendur voru drepnir í Bangladess í gær, í blóðugum mótmælum sem ekki sér fyrir endann á. Meira en 280 manns hafa nú látið lífið síðan mótmælin brutust út í júlí. 5. ágúst 2024 09:19
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“