Slítur þingi eftir að forsætisráðherrann flúði Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2024 11:26 Maður bindur reipi um höfuð styttu af Sheikh Mujibur Rahman, föður Sheikh Hasina, á mótmælum í Dhaka í gær. AP/Rajib Dhar Forseti Bangladess sleit þingi í dag eftir að Sheikh Hasina, forsætisráðherra, flúði land í skugga harðra mótmæla gegn stjórn hennar. Jafnframt tilkynnti forsetinn að erkiandstæðingur Hasina hefði verið frelsaður úr stofufangelsi. Stúdentahreyfingin sem hefur leitt mótmælin gegn stjórnvöldum undanfarna daga gerði þá kröfu að þingi yrði slitið og bráðabirgðastjórn mynduð. Í yfirlýsingu frá Mohammed Shahabuddin forseta kom fram að ákvörðunin hefði verið tekin í samráði við stúdentaleiðtoga, fulltrúa hersins, leiðtoga stjórnmálaflokkanna og ýmissa félagasamtaka. Herinn hefur lofað að boðað verði til kosninga á næstunni en stúdentarnir hafa hafnað því að herstjórn taki við til bráðabirgða, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Stúdentarnir vilja að Muhammad Yunus, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2006 fyrir banka sem hjálpaði fátækum sem áttu ekki möguleika á hefðbundnum bankalánum, verði aðalráðgjafi bráðabirgðastjórnar. Yunus hefur fallist á það, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hasina sagði af sér og flúði til Indlands í gær. Hún hafði stjórnað landinu í fimmtán ár og tuttugu af síðustu þrjátíu. Stúdentamótmælin sem hófust í síðasta mánuði beindust í fyrstu að umdeildum kvóta fyrir opinber störf en hverfðust síðan upp í almenn mótmæli gegn Hasina og stjórn hennar. Hundruð manna hafa látist í mótmælunum. Begum Khaleda Zia, fyrrverandi forsætisráðherra Bangladess og leiðtogi Þjóðernisflokks Bangladess (BNP), hefur nú verið látin laus úr stofufangelsi. Hún hlaut sautján ára fangelsisdóm fyrir spillingu árið 2018. Zia sagði saksóknina á hendur sér eiga sér pólitískar rætur. Bangladess Tengdar fréttir Segir af sér og flýr land Sheikh Hasina, forsætisráðherra Bangladess, hefur sagt af sér embætti og yfirgefið landið. Yfirmaður hermála þar í landi staðfestir að hann muni taka við stjórn landsins og mynda bráðabirgðaríkisstjórn. Blóðug mótmæli hafa geysað síðan snemma í síðasta mánuði og hafa fleiri en 280 manns látið lífið. 5. ágúst 2024 11:46 Minnst níutíu mótmælendur drepnir í Bangladess Minnst níutíu mótmælendur voru drepnir í Bangladess í gær, í blóðugum mótmælum sem ekki sér fyrir endann á. Meira en 280 manns hafa nú látið lífið síðan mótmælin brutust út í júlí. 5. ágúst 2024 09:19 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Stúdentahreyfingin sem hefur leitt mótmælin gegn stjórnvöldum undanfarna daga gerði þá kröfu að þingi yrði slitið og bráðabirgðastjórn mynduð. Í yfirlýsingu frá Mohammed Shahabuddin forseta kom fram að ákvörðunin hefði verið tekin í samráði við stúdentaleiðtoga, fulltrúa hersins, leiðtoga stjórnmálaflokkanna og ýmissa félagasamtaka. Herinn hefur lofað að boðað verði til kosninga á næstunni en stúdentarnir hafa hafnað því að herstjórn taki við til bráðabirgða, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Stúdentarnir vilja að Muhammad Yunus, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2006 fyrir banka sem hjálpaði fátækum sem áttu ekki möguleika á hefðbundnum bankalánum, verði aðalráðgjafi bráðabirgðastjórnar. Yunus hefur fallist á það, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hasina sagði af sér og flúði til Indlands í gær. Hún hafði stjórnað landinu í fimmtán ár og tuttugu af síðustu þrjátíu. Stúdentamótmælin sem hófust í síðasta mánuði beindust í fyrstu að umdeildum kvóta fyrir opinber störf en hverfðust síðan upp í almenn mótmæli gegn Hasina og stjórn hennar. Hundruð manna hafa látist í mótmælunum. Begum Khaleda Zia, fyrrverandi forsætisráðherra Bangladess og leiðtogi Þjóðernisflokks Bangladess (BNP), hefur nú verið látin laus úr stofufangelsi. Hún hlaut sautján ára fangelsisdóm fyrir spillingu árið 2018. Zia sagði saksóknina á hendur sér eiga sér pólitískar rætur.
Bangladess Tengdar fréttir Segir af sér og flýr land Sheikh Hasina, forsætisráðherra Bangladess, hefur sagt af sér embætti og yfirgefið landið. Yfirmaður hermála þar í landi staðfestir að hann muni taka við stjórn landsins og mynda bráðabirgðaríkisstjórn. Blóðug mótmæli hafa geysað síðan snemma í síðasta mánuði og hafa fleiri en 280 manns látið lífið. 5. ágúst 2024 11:46 Minnst níutíu mótmælendur drepnir í Bangladess Minnst níutíu mótmælendur voru drepnir í Bangladess í gær, í blóðugum mótmælum sem ekki sér fyrir endann á. Meira en 280 manns hafa nú látið lífið síðan mótmælin brutust út í júlí. 5. ágúst 2024 09:19 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Segir af sér og flýr land Sheikh Hasina, forsætisráðherra Bangladess, hefur sagt af sér embætti og yfirgefið landið. Yfirmaður hermála þar í landi staðfestir að hann muni taka við stjórn landsins og mynda bráðabirgðaríkisstjórn. Blóðug mótmæli hafa geysað síðan snemma í síðasta mánuði og hafa fleiri en 280 manns látið lífið. 5. ágúst 2024 11:46
Minnst níutíu mótmælendur drepnir í Bangladess Minnst níutíu mótmælendur voru drepnir í Bangladess í gær, í blóðugum mótmælum sem ekki sér fyrir endann á. Meira en 280 manns hafa nú látið lífið síðan mótmælin brutust út í júlí. 5. ágúst 2024 09:19