Drykkjufólk er ekki bara leiðinlegt Jóna Guðbjörg Torfadóttir skrifar 6. ágúst 2024 13:00 Í eina tíð var í tísku að reykja. Alls staðar var reykt, inni á skemmtistöðum, í flugvélum, kvikmyndahúsum, á skrifstofum og í kringum börn svo að fátt eitt sé nefnt. Það þótti eðlilegt að bjóða upp á sígarettur í veislum í heimahúsum og búa um þær i staukum, líkt og þær væru saltstangir. Í dag er öldin önnur, blessunarlega, enda erum við mun fróðari um skaðsemi reykinga. Búið er að úthýsa reykingum á flestum stöðum, fjarlægja sígarettupakkana úr augsýn almennings og merkja þá með varnaðarorðum. Flest getum við dregið að okkur hreinna lofti og þarf ekki að tíunda mikilvægi þess. Samt er það nú svo að sumt fólk getur reykt sér að skaðlausu. Það má vel finna dæmi þess að einhver hafi reykt alla sína tíð en hafi aldrei kennt sér meins og náð háum aldri. Þá eru dæmin enn fleiri um manneskjur sem reykir aðeins við tilteknar aðstæður, t.d. þegar fólk kemur saman, og getur látið það vera þess á milli. Það virðist ekki vera háð nikótíninu. Þrátt fyrir þau sem virðast þola tóbakið vel hefur verið brugðist við reykingafaraldrinum með fyrrnefndum hætti og hefur það gefið góða raun. Dregið hefur mjög úr reykingum og heilsa fólks eflst að sama skapi. Það er því óhætt að fagna þessum aðgerðum. Þau eru líklega fá sem vilja hverfa aftur til reykjarsvælunnar. Í ljósi þess hversu margt hefur verið gert til að sporna gegn reykingum og hefur gefið góða raun er mjög undarlegt að það komi allt annað hljóð í strokkinn þegar litið er til annars og mun verri skaðvalds sem er vímuefnið áfengi. Í því efni vill meira að segja hópur fólks að það fáist sem víðast og sé sem aðgengilegast. Flest vitum við hvað áfengisneysla getur gert mikinn skaða. Þá svara vímuefnaneytendur því hins vegar til að þarna fari einhver takmarkaður hópur alkóhólista sem kunni ekkert með vín að fara. Það má vel til sanns vegar færa að ekki er allt fólk alkóhólistar en þá má minna á að ekki er allt reykingafólk nikótínistar en samt hefur verið brugðist við með áhrifaríkum hætti og með velferð allra í huga. Einnig er gjarnan bent á óbeinar reykingar og þá staðreynd að reykingafólkið sé að eitra loftið fyrir öðrum. Það er vissulega rétt en það á einnig við um drykkjufólkið þar sem drykkjan er sjaldnast einkamál þess. Fyrir utan hvað drykkjufólk er jafnan leiðinlegt má rekja allt of mikið, hvers kyns ofbeldi og vanrækslu til drykkjuskaparins og meira en svo að hægt sé að réttlæta það að ekkert sé að gert, einkum þegar horft er til barna. Þessi lög og reglugerðir sem snúa að tóbaki eru mjög til bóta og ekki hvað síst fyrir börnin sem þurftu hér áður fyrr að þola við í reykjarmekkinum. Það er þó ekki síður mikilvægt að verja börnin fyrir drykkjuskapnum. Við erum mun upplýstari en áður um skaðann sem hlýst af drykkjunni og vitum að það er öllum til heilla að temja sér áfengislausan lífsstíl. Í það minnsta er þarft að umgangast áfengið líkt og það fíkni- og vímuefni sem það er. Höfundur er áhugamanneskja um áfengisvandann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í eina tíð var í tísku að reykja. Alls staðar var reykt, inni á skemmtistöðum, í flugvélum, kvikmyndahúsum, á skrifstofum og í kringum börn svo að fátt eitt sé nefnt. Það þótti eðlilegt að bjóða upp á sígarettur í veislum í heimahúsum og búa um þær i staukum, líkt og þær væru saltstangir. Í dag er öldin önnur, blessunarlega, enda erum við mun fróðari um skaðsemi reykinga. Búið er að úthýsa reykingum á flestum stöðum, fjarlægja sígarettupakkana úr augsýn almennings og merkja þá með varnaðarorðum. Flest getum við dregið að okkur hreinna lofti og þarf ekki að tíunda mikilvægi þess. Samt er það nú svo að sumt fólk getur reykt sér að skaðlausu. Það má vel finna dæmi þess að einhver hafi reykt alla sína tíð en hafi aldrei kennt sér meins og náð háum aldri. Þá eru dæmin enn fleiri um manneskjur sem reykir aðeins við tilteknar aðstæður, t.d. þegar fólk kemur saman, og getur látið það vera þess á milli. Það virðist ekki vera háð nikótíninu. Þrátt fyrir þau sem virðast þola tóbakið vel hefur verið brugðist við reykingafaraldrinum með fyrrnefndum hætti og hefur það gefið góða raun. Dregið hefur mjög úr reykingum og heilsa fólks eflst að sama skapi. Það er því óhætt að fagna þessum aðgerðum. Þau eru líklega fá sem vilja hverfa aftur til reykjarsvælunnar. Í ljósi þess hversu margt hefur verið gert til að sporna gegn reykingum og hefur gefið góða raun er mjög undarlegt að það komi allt annað hljóð í strokkinn þegar litið er til annars og mun verri skaðvalds sem er vímuefnið áfengi. Í því efni vill meira að segja hópur fólks að það fáist sem víðast og sé sem aðgengilegast. Flest vitum við hvað áfengisneysla getur gert mikinn skaða. Þá svara vímuefnaneytendur því hins vegar til að þarna fari einhver takmarkaður hópur alkóhólista sem kunni ekkert með vín að fara. Það má vel til sanns vegar færa að ekki er allt fólk alkóhólistar en þá má minna á að ekki er allt reykingafólk nikótínistar en samt hefur verið brugðist við með áhrifaríkum hætti og með velferð allra í huga. Einnig er gjarnan bent á óbeinar reykingar og þá staðreynd að reykingafólkið sé að eitra loftið fyrir öðrum. Það er vissulega rétt en það á einnig við um drykkjufólkið þar sem drykkjan er sjaldnast einkamál þess. Fyrir utan hvað drykkjufólk er jafnan leiðinlegt má rekja allt of mikið, hvers kyns ofbeldi og vanrækslu til drykkjuskaparins og meira en svo að hægt sé að réttlæta það að ekkert sé að gert, einkum þegar horft er til barna. Þessi lög og reglugerðir sem snúa að tóbaki eru mjög til bóta og ekki hvað síst fyrir börnin sem þurftu hér áður fyrr að þola við í reykjarmekkinum. Það er þó ekki síður mikilvægt að verja börnin fyrir drykkjuskapnum. Við erum mun upplýstari en áður um skaðann sem hlýst af drykkjunni og vitum að það er öllum til heilla að temja sér áfengislausan lífsstíl. Í það minnsta er þarft að umgangast áfengið líkt og það fíkni- og vímuefni sem það er. Höfundur er áhugamanneskja um áfengisvandann.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun