Konur skipuleggi sig oft í marga mánuði áður en þær koma Bjarki Sigurðsson skrifar 6. ágúst 2024 21:00 Linda Dröfn Gunnarsdóttir er framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Vísir/Bjarni Aukning hefur orðið í komum í Kvennaathvarfið síðustu mánuði og hafa rúmlega þrjátíu konur verið þar yfir sumartímann. Framkvæmdastýran telur aukningu í heimilisofbeldi ekki endilega skýringuna. Í Kvennaathvarfinu í Reykjavík hafa 32 konur dvalið í sumar og 28 börn. Aukning hefur orðið í komum þangað síðustu mánuði. Í fyrrasumar var svipaður fjöldi sem leitaði þangað, þó færri með börn. „Það sem hefur verið svona sérstakt er að það hefur verið sérstaklega mikið af börnum og oft fleiri börn en konur í húsi. Akkúrat núna eru níu konur og þrettán börn í húsinu hjá okkur. Þannig það er áhugavert en það hefur verið mikið að gera hjá okkur síðustu mánuði,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Tekur langan tíma að koma sér úr sambandinu Það á það til að vera meira að gera á sumrin þó það sé allur gangur á því. „Það getur verið oft að konur eru búnar að skipuleggja sig svolítið og vilja að krakkarnir klári skólann áður en þær koma, þær eru að koma utan af landi og annað. Þetta er oft úthugsað og margra mánaða planlegging að fara úr ofbeldissambandi,“ segir Linda. Fleiri sækja í viðtalstíma Þá er Kvennaathvarfið í miðri vitundarvakningu sem gæti spilað inn í. Oft er ekki samræmi milli tilkynninga um heimilisofbeldi og koma kvenna í athvarfið en Ríkislögreglustjóra barst 92 tilkynningar í júlí. Fjölgun er í ofbeldismálum milli maka en fækkun milli fyrrverandi maka. Þá fjölgar þeim sem sækja í viðtalstíma hjá athvarfinu. „Konur sem eru enn þá í sambandi og oft konur sem eru ekki vissar hvort þær séu í ofbeldissambandi og þurfa að skoða það. Þær eiga það til að spila niður aðstæðurnar og það er oft búið að fullvissa þær um að þær séu vandamálið og annað. Þannig það þarf oft að koma og skoða sín mál. Ákveða hvað maður ætlar að gera næst. Sumar eru að vinna sig út úr ofbeldi og aðrar eru að komnar út úr ofbeldissambandi en ofbeldið heldur oft áfram í gegnum börnin og samfélagsmiðla. Þannig þó svo að konur séu búnar að skilja, þá heldur ofbeldið oft áfram,“ segir Linda. Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Kvennaathvarfið Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Í Kvennaathvarfinu í Reykjavík hafa 32 konur dvalið í sumar og 28 börn. Aukning hefur orðið í komum þangað síðustu mánuði. Í fyrrasumar var svipaður fjöldi sem leitaði þangað, þó færri með börn. „Það sem hefur verið svona sérstakt er að það hefur verið sérstaklega mikið af börnum og oft fleiri börn en konur í húsi. Akkúrat núna eru níu konur og þrettán börn í húsinu hjá okkur. Þannig það er áhugavert en það hefur verið mikið að gera hjá okkur síðustu mánuði,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Tekur langan tíma að koma sér úr sambandinu Það á það til að vera meira að gera á sumrin þó það sé allur gangur á því. „Það getur verið oft að konur eru búnar að skipuleggja sig svolítið og vilja að krakkarnir klári skólann áður en þær koma, þær eru að koma utan af landi og annað. Þetta er oft úthugsað og margra mánaða planlegging að fara úr ofbeldissambandi,“ segir Linda. Fleiri sækja í viðtalstíma Þá er Kvennaathvarfið í miðri vitundarvakningu sem gæti spilað inn í. Oft er ekki samræmi milli tilkynninga um heimilisofbeldi og koma kvenna í athvarfið en Ríkislögreglustjóra barst 92 tilkynningar í júlí. Fjölgun er í ofbeldismálum milli maka en fækkun milli fyrrverandi maka. Þá fjölgar þeim sem sækja í viðtalstíma hjá athvarfinu. „Konur sem eru enn þá í sambandi og oft konur sem eru ekki vissar hvort þær séu í ofbeldissambandi og þurfa að skoða það. Þær eiga það til að spila niður aðstæðurnar og það er oft búið að fullvissa þær um að þær séu vandamálið og annað. Þannig það þarf oft að koma og skoða sín mál. Ákveða hvað maður ætlar að gera næst. Sumar eru að vinna sig út úr ofbeldi og aðrar eru að komnar út úr ofbeldissambandi en ofbeldið heldur oft áfram í gegnum börnin og samfélagsmiðla. Þannig þó svo að konur séu búnar að skilja, þá heldur ofbeldið oft áfram,“ segir Linda.
Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Kvennaathvarfið Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira