Hvalveiðar: Vaxandi áskorun fyrir íslenskt vistkerfi 8. ágúst 2024 20:00 Hvalveiðar hafa lengi verið umdeildar á Íslandi og skiptar skoðanir meðal almennings og sérfræðinga. Með vaxandi fjölda hvala á Íslandsmiðum hefur samkeppni við manninn um verðmæta fiskistofna eins og þorsk aukist verulega. Hafrannsóknir hafa sýnt fram á að hvalir taka mikið magn af fiski úr sjónum, sem hefur áhrif á bæði íslenskan sjávarútveg og vistkerfið í heild. Með því að stjórna hvalastofnum betur getum við stuðlað að sjálfbærari nýtingu sjávarauðlinda og auknum auðlindatekjum. Hvalatalningar og samkeppni við manninn Samkvæmt nýlegum talningum Hafrannsóknastofnunar hefur fjöldi hvala á Íslandsmiðum aukist verulega á undanförnum árum. Þetta hefur vakið áhyggjur meðal vísindamanna og fólks í sjávarútvegi sem benda á að hvalirnir eru í beinni samkeppni við manninn um fiskistofna eins og þorsk, loðnu og fleiri tegundir. Áætlað er að það séu hátt í milljón hvalir við Ísland og þeir taki 4 til 6 milljónir tonna til sín í formi fæðu. Stór hluti þeirrar fæðu er úr okkar nytjastofnum. Benda má á að til þess að þorskstofninn aukist um 100 þúsund tonn þarf allt að 1 milljón tonna af fæðu. Áhrif á þorskstofninn Þorskstofninn hefur vaxið verulega á undanförnum árum en það er áhyggjuefni að þorskurinn er að horast. Vísindamenn telja að þetta megi rekja til aukinnar samkeppni um fæðu frá hvölum. Þegar magn mikilvægra fisktegunda fyrir þorsk minnkar, hefur það bein áhrif á þorskstofninn. Skortur á fæðu leiðir til minni vaxtar og minni þyngdar þorsks, sem hefur áhrif á gæði og verðmæti afla. Þorskurinn gæti þurft að leita að fæðu á nýjum svæðum og þess vegna farið af veiðisvæðum sem getur breytt dreifingu hans og haft áhrif á veiðar. Skortur á fæðu getur leitt til aukinnar samkeppni milli þorsks og annarra fisktegunda um þær fáu fæðutegundir sem eru til staðar og að öllum líkindum aukið sjálfsát þorsks, þar sem sá stærri étur þann minni. Minni og lakari afli hefur veruleg neikvæð efnahagsleg áhrif á sjávarútveginn, sem er mikilvæg atvinnugrein á Íslandi og þar með neikvæð áhrif á allan efnahag landsmanna. Vísindaleg nálgun og rannsóknir Vísindaleg nálgun og rannsóknir eru nauðsynlegar til að skilja betur þessi áhrif og til að geta metið hvernig best er að stýra fiskveiðum og hvalveiðum á sjálfbæran hátt. Hafrannsóknastofnunin hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að auka rannsóknir á áhrifum hvala á fiskistofna, og benda á að með betri þekkingu getum við tekið upplýstari ákvarðanir um veiðistjórnun. Mikilvægt er að stofnuninni sé gert kleift að vinna slíkar grunnrannsóknir. Samfélagslegur ávinningur Hvalveiðar hafa ekki aðeins áhrif á vistkerfið heldur einnig á samfélagið. Með því að halda hvalastofnum í skefjum getur íslenskur sjávarútvegur aukið afrakstur fiskveiða, sérstaklega þorskveiða, sem leiðir til aukinna auðlindatekna. Auknar þorskveiðar skapa störf í fiskvinnslu og tengdum greinum, sem styrkir efnahag byggðarlaga og stuðlar að betri lífskjörum. Að auki stuðla auknar auðlindatekjur að bættri innviðaþjónustu og félagslegri þróun á landsbyggðinni. Niðurstaða Hvalir taka verulegt magn af fiski úr sjónum, sem veldur samkeppni við manninn um mikilvæga fiskistofna eins og þorsk. Til að tryggja jafnvægi í vistkerfinu og vernda fiskistofna, er nauðsynlegt að auka rannsóknir og beita vísindalegum aðferðum til stýringar á veiðum. Þrátt fyrir að hvalveiðar séu umdeildar, geta þær verið nauðsynlegar til að vernda fiskistofna og tryggja sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda. Af þessu sést að samfélagslegur ávinningur hvalveiða verulegur, þar sem þær stuðla að auknum auðlindatekjum, bættu efnahagsástandi og betri lífskjörum. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins og sjávarútvegsfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Svanur Guðmundsson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Hvalveiðar hafa lengi verið umdeildar á Íslandi og skiptar skoðanir meðal almennings og sérfræðinga. Með vaxandi fjölda hvala á Íslandsmiðum hefur samkeppni við manninn um verðmæta fiskistofna eins og þorsk aukist verulega. Hafrannsóknir hafa sýnt fram á að hvalir taka mikið magn af fiski úr sjónum, sem hefur áhrif á bæði íslenskan sjávarútveg og vistkerfið í heild. Með því að stjórna hvalastofnum betur getum við stuðlað að sjálfbærari nýtingu sjávarauðlinda og auknum auðlindatekjum. Hvalatalningar og samkeppni við manninn Samkvæmt nýlegum talningum Hafrannsóknastofnunar hefur fjöldi hvala á Íslandsmiðum aukist verulega á undanförnum árum. Þetta hefur vakið áhyggjur meðal vísindamanna og fólks í sjávarútvegi sem benda á að hvalirnir eru í beinni samkeppni við manninn um fiskistofna eins og þorsk, loðnu og fleiri tegundir. Áætlað er að það séu hátt í milljón hvalir við Ísland og þeir taki 4 til 6 milljónir tonna til sín í formi fæðu. Stór hluti þeirrar fæðu er úr okkar nytjastofnum. Benda má á að til þess að þorskstofninn aukist um 100 þúsund tonn þarf allt að 1 milljón tonna af fæðu. Áhrif á þorskstofninn Þorskstofninn hefur vaxið verulega á undanförnum árum en það er áhyggjuefni að þorskurinn er að horast. Vísindamenn telja að þetta megi rekja til aukinnar samkeppni um fæðu frá hvölum. Þegar magn mikilvægra fisktegunda fyrir þorsk minnkar, hefur það bein áhrif á þorskstofninn. Skortur á fæðu leiðir til minni vaxtar og minni þyngdar þorsks, sem hefur áhrif á gæði og verðmæti afla. Þorskurinn gæti þurft að leita að fæðu á nýjum svæðum og þess vegna farið af veiðisvæðum sem getur breytt dreifingu hans og haft áhrif á veiðar. Skortur á fæðu getur leitt til aukinnar samkeppni milli þorsks og annarra fisktegunda um þær fáu fæðutegundir sem eru til staðar og að öllum líkindum aukið sjálfsát þorsks, þar sem sá stærri étur þann minni. Minni og lakari afli hefur veruleg neikvæð efnahagsleg áhrif á sjávarútveginn, sem er mikilvæg atvinnugrein á Íslandi og þar með neikvæð áhrif á allan efnahag landsmanna. Vísindaleg nálgun og rannsóknir Vísindaleg nálgun og rannsóknir eru nauðsynlegar til að skilja betur þessi áhrif og til að geta metið hvernig best er að stýra fiskveiðum og hvalveiðum á sjálfbæran hátt. Hafrannsóknastofnunin hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að auka rannsóknir á áhrifum hvala á fiskistofna, og benda á að með betri þekkingu getum við tekið upplýstari ákvarðanir um veiðistjórnun. Mikilvægt er að stofnuninni sé gert kleift að vinna slíkar grunnrannsóknir. Samfélagslegur ávinningur Hvalveiðar hafa ekki aðeins áhrif á vistkerfið heldur einnig á samfélagið. Með því að halda hvalastofnum í skefjum getur íslenskur sjávarútvegur aukið afrakstur fiskveiða, sérstaklega þorskveiða, sem leiðir til aukinna auðlindatekna. Auknar þorskveiðar skapa störf í fiskvinnslu og tengdum greinum, sem styrkir efnahag byggðarlaga og stuðlar að betri lífskjörum. Að auki stuðla auknar auðlindatekjur að bættri innviðaþjónustu og félagslegri þróun á landsbyggðinni. Niðurstaða Hvalir taka verulegt magn af fiski úr sjónum, sem veldur samkeppni við manninn um mikilvæga fiskistofna eins og þorsk. Til að tryggja jafnvægi í vistkerfinu og vernda fiskistofna, er nauðsynlegt að auka rannsóknir og beita vísindalegum aðferðum til stýringar á veiðum. Þrátt fyrir að hvalveiðar séu umdeildar, geta þær verið nauðsynlegar til að vernda fiskistofna og tryggja sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda. Af þessu sést að samfélagslegur ávinningur hvalveiða verulegur, þar sem þær stuðla að auknum auðlindatekjum, bættu efnahagsástandi og betri lífskjörum. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins og sjávarútvegsfræðingur.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar