Eigum við fyrir kapítalismanum? Reynir Böðvarsson skrifar 9. ágúst 2024 13:00 Ég lauk síðasta pistli mínum með þessum orðum „Nýfrjálshyggjan er að sundra okkur og er að eyðileggja lífsgæði komandi kynslóða, það verður að koma til nýr samfélagssáttmáli þar sem við erum í þessu saman. Lýðræðislegur róttækur sósíalismi með sterkri óspilltri verkalýðshreyfingu er vonin.“ Ég hefði kannski átt að skrifa þarna í lokin „eina vonin“ því ég held að svo sé. Spurningin er bara hvernig förum við að því að breyta núverandi öfgakennda neyslusamfélagi yfir í samfélag sem hlúir að okkur sem manneskjum og þeim félagsverum sem við erum en ekki samfélag sem nánast eingöngu lítur á okkur sem auðvirðilegir þátttakendur á markaði eins og nú er. Auðvitað hefur þetta áhrif á líðan okkar og þá sérstaklega andlega líðan, kapítalisminn kostar. Geðheilsuvandamál er ein afleiðing þess að umhverfi okkar er ekki lengur í líkingu við það sem við erum líffræðilega þróuð fyrir og það stöðuga áreiti sem “markaðurinn” sífellt treður að okkur, við getum hvergi verið óhult fyrir þessari óværu og erum í raun stöðugt bráð. Við höfum sem lífverur einungis tvennskonar viðbrögð þegar að okkur er þrengt, tilvist okkar hótað, og það árásargirni einsvegar eða lömun og meðvirkni hinsvegar. Það eru varla aðrir möguleikar í stöðinni en að velja þarna á milli eða hreinlega geta það ekki almennilega og þá er kannski geðheilsan í hættu. Er það þetta sem við viljum í framtíðinni, ungt fólk sem sér ekki fyrir sér nokkra möguleika á að skapa sér gott lífsviðurværi vegna þess umhverfis sem við höfum skapað þeim, ómanneskjulegt og brjálað samkeppnislíf sem enga ró og hvíld gefur. Valfrelsi er oft svar þeirra sem verja þetta ástand og það sjáum við flest sem íhugum málið náið að einmitt það hugtak er það sem er kannski er stærsta lygin í okkar nútíma. Eins og að umhverfi okkar, auglýsingaáróður og þvíumlíkt, hafi ekki áhrif á það hvað við veljum. Hvílík fyrra. Við verðum bara að viðurkenna að við erum þrælar markaðarins og þurfum einhvern veginn að brjótast út úr þeim þrældómi, kapítalisminn kostar. Það eru ekki bara einstaklingar í svokölluðum velferðarþjóðfélögum sem eru að fara á geði heldur virðist mannfélagið í held vera sturlað um þessar mundir. Gasa, Úkraína og Súdan eru bara þrjú dæmi um brjálæði sem á sér stað í skrifandi stund. Mörg önnur dæmi mætti nefna til sögunnar og einn samnefnara má ávallt finna, Bandaríki Norður Ameríku, heimavist og áróðursbæli hugmyndafræði markaðshyggju eftirstríðsáranna. Öll stríð eftir seinni heimsstyrjöld hafa verið háð undir merkjum þessarar hugmyndafræði með Bandaríkin sem aðalhvathafa og algjör hegemoni virðist ráða á áhrifasvæði þeirra í heiminum hvað varðar framtíðina, áfram á sömu braut! Hergagnaiðnaðurinn er kominn á fulla ferð aftur eftir “allt of langt hlé” milli stríða. Ekkert almennilegt stríð lengi en það tókst að lokum að móbilisera ráðamenn í Úkraínu að taka að sér hlutverkið með því að svíkja öll loforð gagnvart Rússlandi, varðandi útvíkkun NATO, sem gefin voru í sambandi við sameiningu Þýskalands. Innrás Rússa var náttúrulega ófyrirgefanleg en á sér sögulega skýringu, kapítalisminn kostar. Ofan á allt þetta er kapítalistiska hagkerfið að ganga frá lífríki jarðar, allavega sem heimavist fyrir manninn. Eins og staðan lítur út nú þá er erfitt að sjá annað en að hlýnun jarðar fari vel yfir 2˚C og engin veit nákvæmlega hvað það mun þýða til lengri tíma. Líklega hörmungar fyrir milljónatals manna og mikilla fólksflutninga. Flóttamannastraumar munu margfaldast og það er ekki erfitt að gera sér í hugarlund þegar litið er til baka til Sýrlandsflóttans 2015, sem voru smámunir í þessu samhengi, hvaða áhrif þetta kemur til með að hafa á lífsviðurværi barnabarna okkar. Loftlagsváin er stærsta vandamál sem manneskjan sem dýrategundum hefur fengið í fangið. Vissulega til 100% orsakað af henni sjálfri og stóra spurningin er hvort henni takist að snúa ofan af þeirri þróun sem er að öllu óbreyttu að leiða til glötunar, já kapítalisminn kostar! Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Reynir Böðvarsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Ég lauk síðasta pistli mínum með þessum orðum „Nýfrjálshyggjan er að sundra okkur og er að eyðileggja lífsgæði komandi kynslóða, það verður að koma til nýr samfélagssáttmáli þar sem við erum í þessu saman. Lýðræðislegur róttækur sósíalismi með sterkri óspilltri verkalýðshreyfingu er vonin.“ Ég hefði kannski átt að skrifa þarna í lokin „eina vonin“ því ég held að svo sé. Spurningin er bara hvernig förum við að því að breyta núverandi öfgakennda neyslusamfélagi yfir í samfélag sem hlúir að okkur sem manneskjum og þeim félagsverum sem við erum en ekki samfélag sem nánast eingöngu lítur á okkur sem auðvirðilegir þátttakendur á markaði eins og nú er. Auðvitað hefur þetta áhrif á líðan okkar og þá sérstaklega andlega líðan, kapítalisminn kostar. Geðheilsuvandamál er ein afleiðing þess að umhverfi okkar er ekki lengur í líkingu við það sem við erum líffræðilega þróuð fyrir og það stöðuga áreiti sem “markaðurinn” sífellt treður að okkur, við getum hvergi verið óhult fyrir þessari óværu og erum í raun stöðugt bráð. Við höfum sem lífverur einungis tvennskonar viðbrögð þegar að okkur er þrengt, tilvist okkar hótað, og það árásargirni einsvegar eða lömun og meðvirkni hinsvegar. Það eru varla aðrir möguleikar í stöðinni en að velja þarna á milli eða hreinlega geta það ekki almennilega og þá er kannski geðheilsan í hættu. Er það þetta sem við viljum í framtíðinni, ungt fólk sem sér ekki fyrir sér nokkra möguleika á að skapa sér gott lífsviðurværi vegna þess umhverfis sem við höfum skapað þeim, ómanneskjulegt og brjálað samkeppnislíf sem enga ró og hvíld gefur. Valfrelsi er oft svar þeirra sem verja þetta ástand og það sjáum við flest sem íhugum málið náið að einmitt það hugtak er það sem er kannski er stærsta lygin í okkar nútíma. Eins og að umhverfi okkar, auglýsingaáróður og þvíumlíkt, hafi ekki áhrif á það hvað við veljum. Hvílík fyrra. Við verðum bara að viðurkenna að við erum þrælar markaðarins og þurfum einhvern veginn að brjótast út úr þeim þrældómi, kapítalisminn kostar. Það eru ekki bara einstaklingar í svokölluðum velferðarþjóðfélögum sem eru að fara á geði heldur virðist mannfélagið í held vera sturlað um þessar mundir. Gasa, Úkraína og Súdan eru bara þrjú dæmi um brjálæði sem á sér stað í skrifandi stund. Mörg önnur dæmi mætti nefna til sögunnar og einn samnefnara má ávallt finna, Bandaríki Norður Ameríku, heimavist og áróðursbæli hugmyndafræði markaðshyggju eftirstríðsáranna. Öll stríð eftir seinni heimsstyrjöld hafa verið háð undir merkjum þessarar hugmyndafræði með Bandaríkin sem aðalhvathafa og algjör hegemoni virðist ráða á áhrifasvæði þeirra í heiminum hvað varðar framtíðina, áfram á sömu braut! Hergagnaiðnaðurinn er kominn á fulla ferð aftur eftir “allt of langt hlé” milli stríða. Ekkert almennilegt stríð lengi en það tókst að lokum að móbilisera ráðamenn í Úkraínu að taka að sér hlutverkið með því að svíkja öll loforð gagnvart Rússlandi, varðandi útvíkkun NATO, sem gefin voru í sambandi við sameiningu Þýskalands. Innrás Rússa var náttúrulega ófyrirgefanleg en á sér sögulega skýringu, kapítalisminn kostar. Ofan á allt þetta er kapítalistiska hagkerfið að ganga frá lífríki jarðar, allavega sem heimavist fyrir manninn. Eins og staðan lítur út nú þá er erfitt að sjá annað en að hlýnun jarðar fari vel yfir 2˚C og engin veit nákvæmlega hvað það mun þýða til lengri tíma. Líklega hörmungar fyrir milljónatals manna og mikilla fólksflutninga. Flóttamannastraumar munu margfaldast og það er ekki erfitt að gera sér í hugarlund þegar litið er til baka til Sýrlandsflóttans 2015, sem voru smámunir í þessu samhengi, hvaða áhrif þetta kemur til með að hafa á lífsviðurværi barnabarna okkar. Loftlagsváin er stærsta vandamál sem manneskjan sem dýrategundum hefur fengið í fangið. Vissulega til 100% orsakað af henni sjálfri og stóra spurningin er hvort henni takist að snúa ofan af þeirri þróun sem er að öllu óbreyttu að leiða til glötunar, já kapítalisminn kostar! Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun