Námsgögn verði einnig gjaldfrjáls í framhaldsskólum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. ágúst 2024 17:08 Ásmundur Einar er mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að stefnt sé að því að gera námsgögn gjaldfrjáls í framhaldsskólum fyrir 18 ára og yngri. Hann segist mjög fylgjandi gjaldfrjálsum námsgögnum og skólamáltíðum. Ásmundur segir að umræða síðustu daga um gjaldfrjáls námsgögn og skólamáltíðir snúist um kjarnann í pólitískri umræðu. „Þetta er bara munur á til að mynda mínum flokki Framsókn annars vegar og Sjálfstæðisflokknum hins vegar þegar kemur að því hvernig við viljum sjá menntakerfið halda utan um börnin,“ segir hann. Töluvert hefur verið rætt og ritað um gjaldfrjáls námsgögn og skólamáltíðir í grunnskólum, eftir að Áslaug Arna birti grein í Morgunblaðinu undir yfirskriftinni „Hvað verður frítt næst?“ Þar sagði hún að ókeypis námsgögn væru kostnaðarsöm sóun á fjármunum, og sömuleiðis þyrftu fæstir foreldrar á fríum skólamáltíðum fyrir börn sín að halda. Ásmundur er ósammála þessu. „Við viljum gæðamenntun, en svo nefndi ég þessar félagslegu aðstæður, það er hvað þarf barn til að geta öðlast gæðamenntun,“ segir hann. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna komi inn á þetta, að grunnmenntun eigi að vera gjaldfrjáls. Eitt af því séu námsgögn, og að menntunin sé gjaldfrjáls með öllu. Það séu réttindi barna að svo sé. Ásmundur var í Sprengisandi í morgun, en umræða um námsgögnin hófst eftir rúmlega 20 mínútur. Þar á undan var staða menntakerfisins og hinn nýi Matsferill til umræðu. Ísland framar öðrum í námsárangri miðað við félagslegan bakgrunn Ásmundur segir að úr gögnum, til dæmis Pisa rannsókninni, megi lesa það að Ísland hafi verið framar heldur en hin Norðurlöndin þegar kemur að jöfnuði miðað við félagslegan bakgrunn. „Þar hefur okkur verið að hraka á undanförnum árum. Við erum komin á sama stað og Norðurlöndin hvað það snertir, og það kallar á að við hugum að félagslegu hliðinni samhliða,“ segir hann. Hann sé því mjög fylgjandi gjaldfrjálsum skólamáltíðum og námsgögnum. Stíga skref inn í framhaldsskólakerfið Ásmundur segir að verið sé að vinna að því núna að stíga skref inn í framhaldsskólakerfið sem miðar að því að gera námsgögn gjaldfrjáls fyrir átján ára og yngri. Áformin um það séu í samráðsgáttinni og frumvarpið verði lagt fram á fyrstu dögum þingsins. Hann segir að það sé pólitískur skoðanamunur í þessu máli milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. „En ég er algjörlega sannfærður um að þetta sé rétt skref.“ Hann nefnir það að varaforsetaefni Kamölu Harris hafi gert skólamáltíðir gjaldfrjálsar í Minnesota og hann sé þekktur fyrir það. „Hann sagði þar að ef það ætti að kalla þetta vonda pólitík, þá myndi hann glaður bera þá orðu,“ segir Ásmundur. Skóla- og menntamál Sprengisandur Grunnskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir „Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engan stjórnmálamann í samtímasögu Íslands hafa komið fjölskyldufólki í jafnmikil vandræði og Dagur B. Eggertsson. 10. ágúst 2024 10:52 Krakkar beri ekki heldur virðingu fyrir eigin úlpum og Airpods „Einkaeignin kennir virðingu og kemur í veg fyrir sóun. Eða hvað?“ spyr Ragnar Þór Pétursson kennari. Hann segir að einkaeign upp á tugi- eða hundruði milljóna á ári verði eftir í skólum ár hvert. 10. ágúst 2024 15:03 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Sjá meira
Ásmundur segir að umræða síðustu daga um gjaldfrjáls námsgögn og skólamáltíðir snúist um kjarnann í pólitískri umræðu. „Þetta er bara munur á til að mynda mínum flokki Framsókn annars vegar og Sjálfstæðisflokknum hins vegar þegar kemur að því hvernig við viljum sjá menntakerfið halda utan um börnin,“ segir hann. Töluvert hefur verið rætt og ritað um gjaldfrjáls námsgögn og skólamáltíðir í grunnskólum, eftir að Áslaug Arna birti grein í Morgunblaðinu undir yfirskriftinni „Hvað verður frítt næst?“ Þar sagði hún að ókeypis námsgögn væru kostnaðarsöm sóun á fjármunum, og sömuleiðis þyrftu fæstir foreldrar á fríum skólamáltíðum fyrir börn sín að halda. Ásmundur er ósammála þessu. „Við viljum gæðamenntun, en svo nefndi ég þessar félagslegu aðstæður, það er hvað þarf barn til að geta öðlast gæðamenntun,“ segir hann. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna komi inn á þetta, að grunnmenntun eigi að vera gjaldfrjáls. Eitt af því séu námsgögn, og að menntunin sé gjaldfrjáls með öllu. Það séu réttindi barna að svo sé. Ásmundur var í Sprengisandi í morgun, en umræða um námsgögnin hófst eftir rúmlega 20 mínútur. Þar á undan var staða menntakerfisins og hinn nýi Matsferill til umræðu. Ísland framar öðrum í námsárangri miðað við félagslegan bakgrunn Ásmundur segir að úr gögnum, til dæmis Pisa rannsókninni, megi lesa það að Ísland hafi verið framar heldur en hin Norðurlöndin þegar kemur að jöfnuði miðað við félagslegan bakgrunn. „Þar hefur okkur verið að hraka á undanförnum árum. Við erum komin á sama stað og Norðurlöndin hvað það snertir, og það kallar á að við hugum að félagslegu hliðinni samhliða,“ segir hann. Hann sé því mjög fylgjandi gjaldfrjálsum skólamáltíðum og námsgögnum. Stíga skref inn í framhaldsskólakerfið Ásmundur segir að verið sé að vinna að því núna að stíga skref inn í framhaldsskólakerfið sem miðar að því að gera námsgögn gjaldfrjáls fyrir átján ára og yngri. Áformin um það séu í samráðsgáttinni og frumvarpið verði lagt fram á fyrstu dögum þingsins. Hann segir að það sé pólitískur skoðanamunur í þessu máli milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. „En ég er algjörlega sannfærður um að þetta sé rétt skref.“ Hann nefnir það að varaforsetaefni Kamölu Harris hafi gert skólamáltíðir gjaldfrjálsar í Minnesota og hann sé þekktur fyrir það. „Hann sagði þar að ef það ætti að kalla þetta vonda pólitík, þá myndi hann glaður bera þá orðu,“ segir Ásmundur.
Skóla- og menntamál Sprengisandur Grunnskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir „Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engan stjórnmálamann í samtímasögu Íslands hafa komið fjölskyldufólki í jafnmikil vandræði og Dagur B. Eggertsson. 10. ágúst 2024 10:52 Krakkar beri ekki heldur virðingu fyrir eigin úlpum og Airpods „Einkaeignin kennir virðingu og kemur í veg fyrir sóun. Eða hvað?“ spyr Ragnar Þór Pétursson kennari. Hann segir að einkaeign upp á tugi- eða hundruði milljóna á ári verði eftir í skólum ár hvert. 10. ágúst 2024 15:03 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Sjá meira
„Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engan stjórnmálamann í samtímasögu Íslands hafa komið fjölskyldufólki í jafnmikil vandræði og Dagur B. Eggertsson. 10. ágúst 2024 10:52
Krakkar beri ekki heldur virðingu fyrir eigin úlpum og Airpods „Einkaeignin kennir virðingu og kemur í veg fyrir sóun. Eða hvað?“ spyr Ragnar Þór Pétursson kennari. Hann segir að einkaeign upp á tugi- eða hundruði milljóna á ári verði eftir í skólum ár hvert. 10. ágúst 2024 15:03