„Þeim mun líða illa þegar þeir horfa á þetta aftur“ Atli Arason skrifar 11. ágúst 2024 22:42 Halldór Árnason er þjálfari Breiðabliks Vísir/Pawel Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var verulega svekktur með 2-2 jafnteflið gegn Stjörnunni í kvöld en Halldór var allt annað en sáttur við dómgæsluna í kvöld. „Gríðarleg vonbrigði að vinna ekki leikinn. Mér fannst við miklu betra lið í leiknum og sérstaklega í seinni hálfleik. Við vorum miklu líklegri til að fara með leikinn í þrjú eða fjögur eitt frekar en að fá þetta jöfnunar mark á okkur. Ég er mjög stoltur af frammistöðu liðsins og sérstaklega í seinni hálfleik þar sem mér fannst hún frábær. Þá vorum við virkilega góðir, bæði varnarlega og sóknarlega,“ sagði Halldór áður en hann bætti við: „Önnur viðbrögð sem mér leiðist að þurfa að nefna en dómgæslan hér í dag hefur rosaleg áhrif á það sem gerist í leiknum. Fyrri hálfleikurinn, sem var ákveðin skák, þá fannst mér eins og við værum með þá en þeir voru bara að beita löngum boltum frá Árna [Snæ Ólafssyni] og Gumma [Kristjánssyni] upp á Emil [Atlason]. Boltar sem mér fannst Damir [Muminovic] og Viktor [Örn Margeirsson] díla mjög vel við.“ „Samt förum við inn í hálfleikinn 1-0 undir vegna þess að þeir fá vítaspyrnu, þar sem Davíð Ingvars stendur inn í teig, ég held það hafi verið Emil, sem setur báðar hendur á hann og grýtir honum í jörðina og það er nær því að vera gult spjald frekar en eitthvað annað. Svo stendur hann upp, snýr baki í leikinn og snýr sér við með höndina alveg upp við fótinn á sér. Boltinn skoppar upp í höndina á honum og þá er dæmd vítaspyrna,“ sagði Halldór áður en hann hélt áfram aðspurður nánar út í málið. „Boltinn fór í höndina á honum og allt það en það sem gerist á undan, að enginn af þessum fjórum ágætu dómurum hafi séð það er ótrúlegt. Það sem er enn þá ótrúlegra er að þegar ég ræði við þá, þá fæ ég einhverja söguskýringu um eitthvað atvik sem átti sér stað sennilega í einhverjum öðrum heimi eða í einhverjum öðrum leik. Lýsingar að Davíð hefði brotið á sér, það er ótrúlegt. Það verður erfitt fyrir þá, dómarana, að sjá þetta aftur. Svo þegar ég spurði aftur þá fékk ég þau skilaboð að ef ég myndi spyrja aftur þá fengi ég rautt spjald. Þannig gengum við frá málinu.“ Halldór fékk síðar gult spjald frá Sigurði Hirti dómara, spjald sem hann telur að hafi alltaf verið á leiðinni sama hvað en spjaldið fékk Halldór fyrir að skamma sinn eigin leikmann. „Ég sagði við Viktor Örn að hann mætti ekki brjóta, hann var að pressa Helga Fróða upp og pressaði með til baka. Mér fannst við vera með þá, svo fer Viktor aftan í hann Helga og ég sýni eitthvað látbragð í áttina að Viktori og lét hann vita að hann ætti ekki að brjóta. Dómarinn var bara búinn að bíða eftir því að spjalda mig frá því í fyrri hálfleik,“ sagði Halldór „Svo er sparkað í andlitið á Höskuldi þegar hann er að reyna að skalla boltann í netið nánast frá marklínu, þá er enginn vítaspyrna í því auðvitað. Það er ógeðslega leiðinlegt að þurfa að tala um þetta og ég veit að þeim mun líða illa þegar þeir horfa á þetta aftur, sérstaklega þegar þeir fara yfir skýringarnar sem fylgdu,“ sagði Halldór Árnason að endingu. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira
„Gríðarleg vonbrigði að vinna ekki leikinn. Mér fannst við miklu betra lið í leiknum og sérstaklega í seinni hálfleik. Við vorum miklu líklegri til að fara með leikinn í þrjú eða fjögur eitt frekar en að fá þetta jöfnunar mark á okkur. Ég er mjög stoltur af frammistöðu liðsins og sérstaklega í seinni hálfleik þar sem mér fannst hún frábær. Þá vorum við virkilega góðir, bæði varnarlega og sóknarlega,“ sagði Halldór áður en hann bætti við: „Önnur viðbrögð sem mér leiðist að þurfa að nefna en dómgæslan hér í dag hefur rosaleg áhrif á það sem gerist í leiknum. Fyrri hálfleikurinn, sem var ákveðin skák, þá fannst mér eins og við værum með þá en þeir voru bara að beita löngum boltum frá Árna [Snæ Ólafssyni] og Gumma [Kristjánssyni] upp á Emil [Atlason]. Boltar sem mér fannst Damir [Muminovic] og Viktor [Örn Margeirsson] díla mjög vel við.“ „Samt förum við inn í hálfleikinn 1-0 undir vegna þess að þeir fá vítaspyrnu, þar sem Davíð Ingvars stendur inn í teig, ég held það hafi verið Emil, sem setur báðar hendur á hann og grýtir honum í jörðina og það er nær því að vera gult spjald frekar en eitthvað annað. Svo stendur hann upp, snýr baki í leikinn og snýr sér við með höndina alveg upp við fótinn á sér. Boltinn skoppar upp í höndina á honum og þá er dæmd vítaspyrna,“ sagði Halldór áður en hann hélt áfram aðspurður nánar út í málið. „Boltinn fór í höndina á honum og allt það en það sem gerist á undan, að enginn af þessum fjórum ágætu dómurum hafi séð það er ótrúlegt. Það sem er enn þá ótrúlegra er að þegar ég ræði við þá, þá fæ ég einhverja söguskýringu um eitthvað atvik sem átti sér stað sennilega í einhverjum öðrum heimi eða í einhverjum öðrum leik. Lýsingar að Davíð hefði brotið á sér, það er ótrúlegt. Það verður erfitt fyrir þá, dómarana, að sjá þetta aftur. Svo þegar ég spurði aftur þá fékk ég þau skilaboð að ef ég myndi spyrja aftur þá fengi ég rautt spjald. Þannig gengum við frá málinu.“ Halldór fékk síðar gult spjald frá Sigurði Hirti dómara, spjald sem hann telur að hafi alltaf verið á leiðinni sama hvað en spjaldið fékk Halldór fyrir að skamma sinn eigin leikmann. „Ég sagði við Viktor Örn að hann mætti ekki brjóta, hann var að pressa Helga Fróða upp og pressaði með til baka. Mér fannst við vera með þá, svo fer Viktor aftan í hann Helga og ég sýni eitthvað látbragð í áttina að Viktori og lét hann vita að hann ætti ekki að brjóta. Dómarinn var bara búinn að bíða eftir því að spjalda mig frá því í fyrri hálfleik,“ sagði Halldór „Svo er sparkað í andlitið á Höskuldi þegar hann er að reyna að skalla boltann í netið nánast frá marklínu, þá er enginn vítaspyrna í því auðvitað. Það er ógeðslega leiðinlegt að þurfa að tala um þetta og ég veit að þeim mun líða illa þegar þeir horfa á þetta aftur, sérstaklega þegar þeir fara yfir skýringarnar sem fylgdu,“ sagði Halldór Árnason að endingu.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira