Þurfi að sýna skynsemi við uppbyggingu vindorkuvera Margrét Helga Erlingsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 12. ágúst 2024 23:05 Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri. Vísir/Vilhelm Fyrsta leyfið fyrir vindorkuver á Íslandi var veitt í dag. Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun virkjanaleyfi fyrir Búrfellslundi þar sem stefnt er að því að reisa þrjátíu vindmyllur. Markar leyfið stóran áfanga í þessu verkefni Landsvirkjunar en í kjölfarið mun fyrirtækið sækja um framkvæmdaleyfi hjá sveitarstjórn Rangárþings ytra þar sem virkjunin mun rísa og verður málið til umfjöllunar þar. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir vindmyllurnar geta náð 150 metra hæð og því megi gera ráð fyrir að þær verði nokkuð sýnilegar á nærliggjandi svæði. Til samanburðar er turn Hallgrímskirkju 74,5 metra hár og munu vindmyllurnar því verða á við tvær Hallgrímskirkjur. Halla Hrund segir að verkefnið hafi farið í gegnum langt og strangt ferli og unnið hafi verið að því að takmarka áhrif vindorkuversins á nærumhverfi. „Þetta er verkefni á vegum Landsvirkjunar, fyrsta stóra vindorkuverið hér á landi og gefur okkur kannski tækifæri til þess að ræða um vindorkumál í stærra samhengi út frá raunverulegu verkefni. Það er sannarlega þörf á því. Það eru ákaflega mörg verkefni í undirbúningi og gríðarlega mikilvægt að hafa langtímastefnumörkun um þessi mál,“ sagði Halla Hrund í kvöldfréttum Stöðvar 2. Svipað og þriðjungur raforkuþarfar höfuðborgarsvæðisins Landsvirkjun hefur leyfi fyrir 120 megavatta raforkuframleiðslu í Búrfellslundi sem nemur um það bil þriðjungi allrar raforkunotkunar á höfuðborgarsvæðinu í dag, að sögn Höllu Hrundar. Það komi í hlut Landsvirkjunar að ákveða til hvaða aðila þessi orka yrði seld. „Við finnum á Íslandi að þetta er stór og mikil auðlind, vindorkan sem við eigum. Við erum að stíga þarna ákveðin skref. Ég held að það sé ótrúlega mikilvægt að horfa á það hvar við viljum sjá þessi mannvirki og vonandi mun þetta verkefni nýtast til þess að stjórnmálamenn, almenningur átti sig á því hvað þessi verkefni þýða svo við getum verið skynsöm í uppbyggingunni til framtíðar,“ segir Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri. Orkumál Landsvirkjun Rangárþing ytra Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Landsvirkjun skrefi nær því að reisa fyrsta vindorkuverið Orkustofnun veitti í dag virkjunarleyfi fyrir vindorkuverið Búrfellslund við Vaðöldu í Rangárþingi ytra. Landsvirkjun hyggst þar byggja upp fyrsta vindorkuver landsins. Gert er ráð fyrir að 28 til 30 vindmyllur rísi sunnan Sultartangastíflu á 17 ferkílómetra svæði og uppsett afl verði um 120 megavött. 12. ágúst 2024 17:32 Segir áætlaðan vindmyllugarð alfarið innan marka Rangárþings ytra Landsvirkjun segir greinilega einhvern misskilning á ferð hjá sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps um staðsetningu áætlaðrar uppbyggingar vindmyllugarðs. Fyrirhugaður Búrfellslundur sé alfarið innan marka nágrannasveitarfélagsins Rangárþings ytra. 19. janúar 2024 06:42 Útboð á vindmyllum í Búrfellslundi án þess að leyfi liggi fyrir Landsvirkjun hefur auglýst útboð á vindmyllum fyrir vindorkuver við Vaðöldu sem ber vinnuheitið Búrfellslundur. Verkefnið er boðið út með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál en sú óhefðbundna leið er farin til að flýta fyrir verkefninu. 17. janúar 2024 15:22 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Markar leyfið stóran áfanga í þessu verkefni Landsvirkjunar en í kjölfarið mun fyrirtækið sækja um framkvæmdaleyfi hjá sveitarstjórn Rangárþings ytra þar sem virkjunin mun rísa og verður málið til umfjöllunar þar. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir vindmyllurnar geta náð 150 metra hæð og því megi gera ráð fyrir að þær verði nokkuð sýnilegar á nærliggjandi svæði. Til samanburðar er turn Hallgrímskirkju 74,5 metra hár og munu vindmyllurnar því verða á við tvær Hallgrímskirkjur. Halla Hrund segir að verkefnið hafi farið í gegnum langt og strangt ferli og unnið hafi verið að því að takmarka áhrif vindorkuversins á nærumhverfi. „Þetta er verkefni á vegum Landsvirkjunar, fyrsta stóra vindorkuverið hér á landi og gefur okkur kannski tækifæri til þess að ræða um vindorkumál í stærra samhengi út frá raunverulegu verkefni. Það er sannarlega þörf á því. Það eru ákaflega mörg verkefni í undirbúningi og gríðarlega mikilvægt að hafa langtímastefnumörkun um þessi mál,“ sagði Halla Hrund í kvöldfréttum Stöðvar 2. Svipað og þriðjungur raforkuþarfar höfuðborgarsvæðisins Landsvirkjun hefur leyfi fyrir 120 megavatta raforkuframleiðslu í Búrfellslundi sem nemur um það bil þriðjungi allrar raforkunotkunar á höfuðborgarsvæðinu í dag, að sögn Höllu Hrundar. Það komi í hlut Landsvirkjunar að ákveða til hvaða aðila þessi orka yrði seld. „Við finnum á Íslandi að þetta er stór og mikil auðlind, vindorkan sem við eigum. Við erum að stíga þarna ákveðin skref. Ég held að það sé ótrúlega mikilvægt að horfa á það hvar við viljum sjá þessi mannvirki og vonandi mun þetta verkefni nýtast til þess að stjórnmálamenn, almenningur átti sig á því hvað þessi verkefni þýða svo við getum verið skynsöm í uppbyggingunni til framtíðar,“ segir Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Orkumál Landsvirkjun Rangárþing ytra Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Landsvirkjun skrefi nær því að reisa fyrsta vindorkuverið Orkustofnun veitti í dag virkjunarleyfi fyrir vindorkuverið Búrfellslund við Vaðöldu í Rangárþingi ytra. Landsvirkjun hyggst þar byggja upp fyrsta vindorkuver landsins. Gert er ráð fyrir að 28 til 30 vindmyllur rísi sunnan Sultartangastíflu á 17 ferkílómetra svæði og uppsett afl verði um 120 megavött. 12. ágúst 2024 17:32 Segir áætlaðan vindmyllugarð alfarið innan marka Rangárþings ytra Landsvirkjun segir greinilega einhvern misskilning á ferð hjá sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps um staðsetningu áætlaðrar uppbyggingar vindmyllugarðs. Fyrirhugaður Búrfellslundur sé alfarið innan marka nágrannasveitarfélagsins Rangárþings ytra. 19. janúar 2024 06:42 Útboð á vindmyllum í Búrfellslundi án þess að leyfi liggi fyrir Landsvirkjun hefur auglýst útboð á vindmyllum fyrir vindorkuver við Vaðöldu sem ber vinnuheitið Búrfellslundur. Verkefnið er boðið út með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál en sú óhefðbundna leið er farin til að flýta fyrir verkefninu. 17. janúar 2024 15:22 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Landsvirkjun skrefi nær því að reisa fyrsta vindorkuverið Orkustofnun veitti í dag virkjunarleyfi fyrir vindorkuverið Búrfellslund við Vaðöldu í Rangárþingi ytra. Landsvirkjun hyggst þar byggja upp fyrsta vindorkuver landsins. Gert er ráð fyrir að 28 til 30 vindmyllur rísi sunnan Sultartangastíflu á 17 ferkílómetra svæði og uppsett afl verði um 120 megavött. 12. ágúst 2024 17:32
Segir áætlaðan vindmyllugarð alfarið innan marka Rangárþings ytra Landsvirkjun segir greinilega einhvern misskilning á ferð hjá sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps um staðsetningu áætlaðrar uppbyggingar vindmyllugarðs. Fyrirhugaður Búrfellslundur sé alfarið innan marka nágrannasveitarfélagsins Rangárþings ytra. 19. janúar 2024 06:42
Útboð á vindmyllum í Búrfellslundi án þess að leyfi liggi fyrir Landsvirkjun hefur auglýst útboð á vindmyllum fyrir vindorkuver við Vaðöldu sem ber vinnuheitið Búrfellslundur. Verkefnið er boðið út með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál en sú óhefðbundna leið er farin til að flýta fyrir verkefninu. 17. janúar 2024 15:22