Ert þú „svolítið OCD“? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar 13. ágúst 2024 08:30 Stundum lætur fólk þau orð falla að það sé „svolítið OCD“ og á þá við að það vilji hafa allt í röð og reglu eða séu miklir snyrtipinnar. Þótt því beri að fagna að fólk gangi vel um og þyki það hið eðlilegasta mál að vera með þráhyggju og áráttu (OCD), geta slík ummæli grafið undan skilningi á vandanum. Þráhyggja og árátta telst nefnilega til tíu mest hamlandi kvilla sem hrjáð geta manninn og heldur fólki í heljargreipum svo árum eða áratugum skiptir. Einkennin sem teljast til þráhyggju og áráttu eru tvíþætt: Annars vegar fær fólk áleitnar og óboðnar hugsanir, hugsýnir eða hvatir um hið versta sem það getur ímyndað sér, eins og það að misnota barn, hrinda einhverjum fyrir bíl eða valda eldsvoða. Hins vegar leiðist fólk út í áráttur sem koma eiga í veg fyrir það versta eða draga úr þjáningunni sem þráhyggjan skapar. Áráttur geta átt sér stað í huganum, eins og þegar talið er í hljóði eða óþægilegar hugsanir jafnaðar út. Þær gera einnig verið sýnilegar, endurteknar athafnir eins og það að þvo sér í sífellu um hendurnar eða margyfirfara læsingar. Til að fólk teljist vera með þráhyggju og áráttu þarf vandinn að taka upp að minnsta kosti klukkustund dag, valda vanlíðan eða skerða lífsgæði. Um 70% fólks í þessum hópi þróar með sér aðrar geðraskanir og fer þunglyndi þar fremst í flokki. Skiljanlega dregur vandinn úr fólki, enda má vel ímynda sér að það sé lýjandi að eyða fleiri tímum á dag í það sem aðrir telja óþarft. Eins og það að margyfirfara heimilissorpið til að tryggja að engin verðmæti hafi slæðst í ruslið eða að sótthreinsa allt sem fer inn fyrir hússins dyr. Stundum fer fjölskyldan að taka þátt í áráttum til að létta undir með þeim sem um ræðir. Flestir hafa reynt að brjótast úr viðjum þráhyggjunnar á einhverjum tímapunkti en ekki haft erindi sem erfiði. Meðferðarárangur góður Góðu fréttirnar eru þær að til eru öflug meðferðarúrræði við þráhyggju og áráttu. Öflugasta úrræðið er hugræn atferlismeðferð en þar er unnið markvisst að því að uppræta vítahringinn sem myndast hefur. Þá meðferð má bæði fá í formi einstaklings- og hópmeðferðar og er lítill munur á árangrinum. Meðferðartímar geta verið með ýmsu sniði; þeir geta staðið yfir í klukkutíma eða lengur og átt sér stað vikulega eða með styttra millibili. Hérlendis má líka fá svokallaða „fjögurra daga meðferð“ sem líkja má við OCD-vinnubúðir. Sú meðferð fer fram í litlum hópum þar sem hver og einn vinnur lungað úr deginum með sínum sálfræðingi milli þess sem hann hittir hópinn og fær fregnir af afrekum hans. Að þessum dögum loknum eru um 70% þátttakenda lausir úr greipum þráhyggjunnar og 90% betri en áður var. Árangurinn virðist haldast í einhver ár hið minnsta, ef marka má eftirfylgdarrannsóknir sem gerðar hafa verið. Eins og sjá má er heilmikil von um bata og er um að gera að leita sér aðstoðar og segja starfinu hjá OCD hf lausu. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Sóley Dröfn Davíðsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Stundum lætur fólk þau orð falla að það sé „svolítið OCD“ og á þá við að það vilji hafa allt í röð og reglu eða séu miklir snyrtipinnar. Þótt því beri að fagna að fólk gangi vel um og þyki það hið eðlilegasta mál að vera með þráhyggju og áráttu (OCD), geta slík ummæli grafið undan skilningi á vandanum. Þráhyggja og árátta telst nefnilega til tíu mest hamlandi kvilla sem hrjáð geta manninn og heldur fólki í heljargreipum svo árum eða áratugum skiptir. Einkennin sem teljast til þráhyggju og áráttu eru tvíþætt: Annars vegar fær fólk áleitnar og óboðnar hugsanir, hugsýnir eða hvatir um hið versta sem það getur ímyndað sér, eins og það að misnota barn, hrinda einhverjum fyrir bíl eða valda eldsvoða. Hins vegar leiðist fólk út í áráttur sem koma eiga í veg fyrir það versta eða draga úr þjáningunni sem þráhyggjan skapar. Áráttur geta átt sér stað í huganum, eins og þegar talið er í hljóði eða óþægilegar hugsanir jafnaðar út. Þær gera einnig verið sýnilegar, endurteknar athafnir eins og það að þvo sér í sífellu um hendurnar eða margyfirfara læsingar. Til að fólk teljist vera með þráhyggju og áráttu þarf vandinn að taka upp að minnsta kosti klukkustund dag, valda vanlíðan eða skerða lífsgæði. Um 70% fólks í þessum hópi þróar með sér aðrar geðraskanir og fer þunglyndi þar fremst í flokki. Skiljanlega dregur vandinn úr fólki, enda má vel ímynda sér að það sé lýjandi að eyða fleiri tímum á dag í það sem aðrir telja óþarft. Eins og það að margyfirfara heimilissorpið til að tryggja að engin verðmæti hafi slæðst í ruslið eða að sótthreinsa allt sem fer inn fyrir hússins dyr. Stundum fer fjölskyldan að taka þátt í áráttum til að létta undir með þeim sem um ræðir. Flestir hafa reynt að brjótast úr viðjum þráhyggjunnar á einhverjum tímapunkti en ekki haft erindi sem erfiði. Meðferðarárangur góður Góðu fréttirnar eru þær að til eru öflug meðferðarúrræði við þráhyggju og áráttu. Öflugasta úrræðið er hugræn atferlismeðferð en þar er unnið markvisst að því að uppræta vítahringinn sem myndast hefur. Þá meðferð má bæði fá í formi einstaklings- og hópmeðferðar og er lítill munur á árangrinum. Meðferðartímar geta verið með ýmsu sniði; þeir geta staðið yfir í klukkutíma eða lengur og átt sér stað vikulega eða með styttra millibili. Hérlendis má líka fá svokallaða „fjögurra daga meðferð“ sem líkja má við OCD-vinnubúðir. Sú meðferð fer fram í litlum hópum þar sem hver og einn vinnur lungað úr deginum með sínum sálfræðingi milli þess sem hann hittir hópinn og fær fregnir af afrekum hans. Að þessum dögum loknum eru um 70% þátttakenda lausir úr greipum þráhyggjunnar og 90% betri en áður var. Árangurinn virðist haldast í einhver ár hið minnsta, ef marka má eftirfylgdarrannsóknir sem gerðar hafa verið. Eins og sjá má er heilmikil von um bata og er um að gera að leita sér aðstoðar og segja starfinu hjá OCD hf lausu. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun