Telja áform um uppbyggingu vindmyllugarða verulegt áhyggjuefni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. ágúst 2024 12:51 Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Framkvæmdastjóri Landverndar segir að leyfi Orkustofnunar til vindorkuvers sé mikið áhyggjuefni. Nú þurfi að þrýsta á stjórnvöld að móta framtíðarstefnu í vindorkumálum áður en lengra er haldið. Orkustofnun gaf Landsvirkjun í gær virkjunarleyfi fyrir vindorkuver við Búrfell. Þar stendur til að reisa um þrjátíu vindmyllur sem ná allt að hundrað og fimmtíu metra upp í loft. Þetta þykja nokkur tíðindi því þetta er í fyrsta sinn sem leyfi er gefið út til vindorkuvirkjunar hér á landi. Björg Eva Erlendsdóttir er framkvæmdastjóri Landverndar. „Landvernd telur alls ekki tímabært að gefa út virkjanaleyfi fyrir vindorku á Íslandi því stefna um vinnslu vindorku og framtíð hennar er bara ennþá óunnin og það er bara alls ekki gott. Þetta fyrsta leyfi Orkustofnunar til vindorkustofnunar er mikið áhyggjuefni en um leið mjög mikil hvatning til náttúruverndarsinna og til alls almennings um að þrýsta á stjórnvöld um að móta nú einu sinni stefnu í tæka tíð en ekki eftir að framkvæmdir sem nú eru á teikniborðinu á tugum svæða úti um Ísland verða komnar of langt til þess að hægt sé að hafa áhrif á þær.“Björg Eva segir átak í vitundarvakningu hafið. „Við sjáum tilefni til að fara núna í mjög öfluga kynningarherferð á landi sem er undir á teikniborði vindorkuframleiðenda og við vorum nú með stóreflisgöngu um Grjótháls í Borgarfirði um síðustu helgi og tóku þar þátt margir tugir manna og kvenna, það voru 70 manns í göngunni og það markar upphafið að þeirri kynningu á landsvæðum, heiðum í háska, sem við köllum, þannig að fólk þarf núna bara að fá almennilegar upplýsingar um þetta allt saman og það þarf að móta stefnu í samvinnu við almenning um hvernig við ætlum að hafa þessa hluti og hvort við ætlum að hafa þá.“Fjölmargir hafa áhuga á að ráðast í uppbyggingu slíkra vindmyllugarða.„Ég held það sé í kringum fimmtíu hugmyndir á einhverju skipulagsplani eða hugmyndastigi og sumar komnar mun lengra en það, maður heyrir af því að það sé búið að flytja inn einhver tilraunamöstur fyrir framkvæmdum og að þetta sé bara að læðast að úr öllum áttum og það er bara verulegt áhyggjuefni.“ Vindorka Tengdar fréttir Þurfi að sýna skynsemi við uppbyggingu vindorkuvera Fyrsta leyfið fyrir vindorkuver á Íslandi var veitt í dag. Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun virkjanaleyfi fyrir Búrfellslundi þar sem stefnt er að því að reisa þrjátíu vindmyllur. 12. ágúst 2024 23:05 Landsvirkjun skrefi nær því að reisa fyrsta vindorkuverið Orkustofnun veitti í dag virkjunarleyfi fyrir vindorkuverið Búrfellslund við Vaðöldu í Rangárþingi ytra. Landsvirkjun hyggst þar byggja upp fyrsta vindorkuver landsins. Gert er ráð fyrir að 28 til 30 vindmyllur rísi sunnan Sultartangastíflu á 17 ferkílómetra svæði og uppsett afl verði um 120 megavött. 12. ágúst 2024 17:32 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Orkustofnun gaf Landsvirkjun í gær virkjunarleyfi fyrir vindorkuver við Búrfell. Þar stendur til að reisa um þrjátíu vindmyllur sem ná allt að hundrað og fimmtíu metra upp í loft. Þetta þykja nokkur tíðindi því þetta er í fyrsta sinn sem leyfi er gefið út til vindorkuvirkjunar hér á landi. Björg Eva Erlendsdóttir er framkvæmdastjóri Landverndar. „Landvernd telur alls ekki tímabært að gefa út virkjanaleyfi fyrir vindorku á Íslandi því stefna um vinnslu vindorku og framtíð hennar er bara ennþá óunnin og það er bara alls ekki gott. Þetta fyrsta leyfi Orkustofnunar til vindorkustofnunar er mikið áhyggjuefni en um leið mjög mikil hvatning til náttúruverndarsinna og til alls almennings um að þrýsta á stjórnvöld um að móta nú einu sinni stefnu í tæka tíð en ekki eftir að framkvæmdir sem nú eru á teikniborðinu á tugum svæða úti um Ísland verða komnar of langt til þess að hægt sé að hafa áhrif á þær.“Björg Eva segir átak í vitundarvakningu hafið. „Við sjáum tilefni til að fara núna í mjög öfluga kynningarherferð á landi sem er undir á teikniborði vindorkuframleiðenda og við vorum nú með stóreflisgöngu um Grjótháls í Borgarfirði um síðustu helgi og tóku þar þátt margir tugir manna og kvenna, það voru 70 manns í göngunni og það markar upphafið að þeirri kynningu á landsvæðum, heiðum í háska, sem við köllum, þannig að fólk þarf núna bara að fá almennilegar upplýsingar um þetta allt saman og það þarf að móta stefnu í samvinnu við almenning um hvernig við ætlum að hafa þessa hluti og hvort við ætlum að hafa þá.“Fjölmargir hafa áhuga á að ráðast í uppbyggingu slíkra vindmyllugarða.„Ég held það sé í kringum fimmtíu hugmyndir á einhverju skipulagsplani eða hugmyndastigi og sumar komnar mun lengra en það, maður heyrir af því að það sé búið að flytja inn einhver tilraunamöstur fyrir framkvæmdum og að þetta sé bara að læðast að úr öllum áttum og það er bara verulegt áhyggjuefni.“
Vindorka Tengdar fréttir Þurfi að sýna skynsemi við uppbyggingu vindorkuvera Fyrsta leyfið fyrir vindorkuver á Íslandi var veitt í dag. Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun virkjanaleyfi fyrir Búrfellslundi þar sem stefnt er að því að reisa þrjátíu vindmyllur. 12. ágúst 2024 23:05 Landsvirkjun skrefi nær því að reisa fyrsta vindorkuverið Orkustofnun veitti í dag virkjunarleyfi fyrir vindorkuverið Búrfellslund við Vaðöldu í Rangárþingi ytra. Landsvirkjun hyggst þar byggja upp fyrsta vindorkuver landsins. Gert er ráð fyrir að 28 til 30 vindmyllur rísi sunnan Sultartangastíflu á 17 ferkílómetra svæði og uppsett afl verði um 120 megavött. 12. ágúst 2024 17:32 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Þurfi að sýna skynsemi við uppbyggingu vindorkuvera Fyrsta leyfið fyrir vindorkuver á Íslandi var veitt í dag. Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun virkjanaleyfi fyrir Búrfellslundi þar sem stefnt er að því að reisa þrjátíu vindmyllur. 12. ágúst 2024 23:05
Landsvirkjun skrefi nær því að reisa fyrsta vindorkuverið Orkustofnun veitti í dag virkjunarleyfi fyrir vindorkuverið Búrfellslund við Vaðöldu í Rangárþingi ytra. Landsvirkjun hyggst þar byggja upp fyrsta vindorkuver landsins. Gert er ráð fyrir að 28 til 30 vindmyllur rísi sunnan Sultartangastíflu á 17 ferkílómetra svæði og uppsett afl verði um 120 megavött. 12. ágúst 2024 17:32