Barnaníðingurinn brotnaði saman í fyrsta viðtali eftir baulið á ÓL Sindri Sverrisson skrifar 13. ágúst 2024 15:46 Steven van de Velde felldi tár þegar hann mætti í fyrsta viðtalið eftir Ólympíuleikana. Samsett/Getty Hollenski strandblaksspilarinn Steven van de Velde fékk að keppa á Ólympíuleikunum í París þrátt fyrir að vera með dóm á bakinu fyrir að nauðga barni. Hann hefur nú tjáð sig í fyrsta sinn um viðbrögðin sem hann fékk á leikunum. „Ég gerði mistök fyrir tíu árum síðan. Ég verð að taka afleiðingum þess,“ sagði Van de Velde í fyrsta viðtalinu eftir Ólympíuleikana, samkvæmt Telegraaf. Van de Velde var 19 ára gamall þegar hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga 12 ára breskri stúlku. Eftir að hann losnaði úr fangelsi hélt hann áfram að spila strandblak og komst inn á leikana í París. Ákvörðun Hollendinga um að leyfa Van de Velde að keppa hlaut mikla gagnrýni og baulað var kröftuglega á hann við keppni á leikunum. „Ef að íþróttamaður eða þjálfari væri með eitthvað svona mál á bakinu þá hefði hann ekki fengið að vera í okkar liði,“ sagði til að mynda Anna Meares, formaður ástralska ólympíusambandsins. Sobbing child rapist Steven van de Velde breaks silence after being booed at the Olympics https://t.co/YMBd0cUsdL— LBC News (@LBCNews) August 13, 2024 Van de Velde felldi tár í viðtalinu sem birt var í dag og sagði fólk hafa gengið of langt með því að ásækja fjölskyldumeðlimi hans. „Ég gerði mistök fyrir tíu árum og verð að taka afleiðingum þess. En það er of langt gengið að ráðast á fólkið í kringum mig, alveg sama hvort það er Matthew [Immer, liðsfélagi], konan mín eða barnið mitt,“ sagði Van de Velde og viðurkenndi að hafa íhugað að hætta við leikana. „Það komu svo sannarlega augnablik þar sem ég hugsaði með mér; er þetta virkilega þess virði?“ Van de Velde og Immer komust í 16-liða úrslit á leikunum en töpuðu þar fyrir Brasilíu. Van de Velde dvaldi ekki í ólympíuþorpinu líkt og langflestir keppendur heldur á ótilgreindum stað, og þá var hann ekki skyldaður til að mæta í viðtöl eins og aðrir. Ólympíuleikar 2024 í París Holland Tengdar fréttir Baulað á nauðgarann Van de Velde Baulað var á hinn hollenska Steven van de Velde þegar hann mætti til leiks í strandblaki karla á Ólympíuleikunum. Velde er dæmdur nauðgari eftir að hafa ferðast frá Hollandi til Englands til að nauðga 12 ára gamalli stelpu. 28. júlí 2024 13:30 Dæmdur nauðgari fær ekki að gista í Ólympíuþorpinu Hollenski blakarinn Steven Van de Velde mun taka þátt í Ólympíuleikunum í París en hann fær aftur á móti ekki leyfi til að gista í sjálfu Ólympíuþorpinu með hinu íþróttafólkinu á leikunum. 23. júlí 2024 06:31 Dæmdur barnaníðingur keppir fyrir hönd Hollands á Ólympíuleikunum Hollenski strandblakarinn Steven van de Velde játaði að hafa nauðgað 12 ára barni þrisvar sinnum. Hann hefur nú tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. 27. júní 2024 07:00 Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Sjá meira
„Ég gerði mistök fyrir tíu árum síðan. Ég verð að taka afleiðingum þess,“ sagði Van de Velde í fyrsta viðtalinu eftir Ólympíuleikana, samkvæmt Telegraaf. Van de Velde var 19 ára gamall þegar hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga 12 ára breskri stúlku. Eftir að hann losnaði úr fangelsi hélt hann áfram að spila strandblak og komst inn á leikana í París. Ákvörðun Hollendinga um að leyfa Van de Velde að keppa hlaut mikla gagnrýni og baulað var kröftuglega á hann við keppni á leikunum. „Ef að íþróttamaður eða þjálfari væri með eitthvað svona mál á bakinu þá hefði hann ekki fengið að vera í okkar liði,“ sagði til að mynda Anna Meares, formaður ástralska ólympíusambandsins. Sobbing child rapist Steven van de Velde breaks silence after being booed at the Olympics https://t.co/YMBd0cUsdL— LBC News (@LBCNews) August 13, 2024 Van de Velde felldi tár í viðtalinu sem birt var í dag og sagði fólk hafa gengið of langt með því að ásækja fjölskyldumeðlimi hans. „Ég gerði mistök fyrir tíu árum og verð að taka afleiðingum þess. En það er of langt gengið að ráðast á fólkið í kringum mig, alveg sama hvort það er Matthew [Immer, liðsfélagi], konan mín eða barnið mitt,“ sagði Van de Velde og viðurkenndi að hafa íhugað að hætta við leikana. „Það komu svo sannarlega augnablik þar sem ég hugsaði með mér; er þetta virkilega þess virði?“ Van de Velde og Immer komust í 16-liða úrslit á leikunum en töpuðu þar fyrir Brasilíu. Van de Velde dvaldi ekki í ólympíuþorpinu líkt og langflestir keppendur heldur á ótilgreindum stað, og þá var hann ekki skyldaður til að mæta í viðtöl eins og aðrir.
Ólympíuleikar 2024 í París Holland Tengdar fréttir Baulað á nauðgarann Van de Velde Baulað var á hinn hollenska Steven van de Velde þegar hann mætti til leiks í strandblaki karla á Ólympíuleikunum. Velde er dæmdur nauðgari eftir að hafa ferðast frá Hollandi til Englands til að nauðga 12 ára gamalli stelpu. 28. júlí 2024 13:30 Dæmdur nauðgari fær ekki að gista í Ólympíuþorpinu Hollenski blakarinn Steven Van de Velde mun taka þátt í Ólympíuleikunum í París en hann fær aftur á móti ekki leyfi til að gista í sjálfu Ólympíuþorpinu með hinu íþróttafólkinu á leikunum. 23. júlí 2024 06:31 Dæmdur barnaníðingur keppir fyrir hönd Hollands á Ólympíuleikunum Hollenski strandblakarinn Steven van de Velde játaði að hafa nauðgað 12 ára barni þrisvar sinnum. Hann hefur nú tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. 27. júní 2024 07:00 Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Sjá meira
Baulað á nauðgarann Van de Velde Baulað var á hinn hollenska Steven van de Velde þegar hann mætti til leiks í strandblaki karla á Ólympíuleikunum. Velde er dæmdur nauðgari eftir að hafa ferðast frá Hollandi til Englands til að nauðga 12 ára gamalli stelpu. 28. júlí 2024 13:30
Dæmdur nauðgari fær ekki að gista í Ólympíuþorpinu Hollenski blakarinn Steven Van de Velde mun taka þátt í Ólympíuleikunum í París en hann fær aftur á móti ekki leyfi til að gista í sjálfu Ólympíuþorpinu með hinu íþróttafólkinu á leikunum. 23. júlí 2024 06:31
Dæmdur barnaníðingur keppir fyrir hönd Hollands á Ólympíuleikunum Hollenski strandblakarinn Steven van de Velde játaði að hafa nauðgað 12 ára barni þrisvar sinnum. Hann hefur nú tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. 27. júní 2024 07:00