„Þetta gæti bara byrjað hvenær sem er“ Eiður Þór Árnason og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 13. ágúst 2024 21:25 Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofunni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir Kvikumagnið undir Svartsengi er orðið meira en fyrir síðasta eldgos og gögn benda til þess að þrýstingur sé að aukast. Töluvert hefur verið um skjálfta á svæðinu í dag og telja þeir nú hátt í hundrað á sólarhring. Náttúruvársérfræðingur segir að gos gæti í raun byrjað hvenær sem er en líka teygst fram í september. „Í morgun var hrina við Reykjanestánna og hún spilaði aðeins inn í þetta en virknin á Sundhnjúkagígaröðinni og í kringum Svartsengi hefur verið að vaxa síðustu vikur hægt og rólega samfara þessu landrisi sem er í gangi,“ sagði Benedikt Gunnar Ófeigsson, náttúruvársérfræðingur og fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofunni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þetta bendi til að það styttist í gos en rúmmál kvikunnar sem er komið inn í Svartsengi frá síðasta atburði er komið yfir þau mörk sem sáust fyrir síðasta eldgos. „Með vaxandi skjálftavirkni gerum við ráð fyrir að þetta sé komið á einhver mörk þar sem þetta getur farið af stað hvenær sem er,“ segir Benedikt. Aðdragandinn að eldgosum hefur tekið að lengjast. „Ef við horfum á síðasta atburð þá fór hann alveg tvær vikur að minnsta kosti fram yfir áður en að gos fór í gang. Þannig við erum alveg að gera ráð fyrir að það gerist núna. Þetta gæti alveg teygst inn í september en við erum samt sem áður á tánum núna með að þetta gæti bara byrjað hvenær sem er.“ Hraun gæti runnið til Grindavíkur Hættumat fyrir svæðið var endurnýjað í dag en samkvæmt því eru einhverjar líkur á því að hraun fari inn fyrir bæjarmörk Grindavíkur. „Líkurnar á því að það renni hraun inn fyrir Grindavík eru kannski ekkert rosalega miklar en þetta er aftur á móti atburður sem verður að hafa í huga vegna stöðunnar, þetta er bær. Við ýtum honum fram sem möguleika sem þarf að hafa í huga þegar gosið byrjar en það er ekki líklegur möguleiki. En hann er alls ekki útilokaður því miður.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira
„Í morgun var hrina við Reykjanestánna og hún spilaði aðeins inn í þetta en virknin á Sundhnjúkagígaröðinni og í kringum Svartsengi hefur verið að vaxa síðustu vikur hægt og rólega samfara þessu landrisi sem er í gangi,“ sagði Benedikt Gunnar Ófeigsson, náttúruvársérfræðingur og fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofunni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þetta bendi til að það styttist í gos en rúmmál kvikunnar sem er komið inn í Svartsengi frá síðasta atburði er komið yfir þau mörk sem sáust fyrir síðasta eldgos. „Með vaxandi skjálftavirkni gerum við ráð fyrir að þetta sé komið á einhver mörk þar sem þetta getur farið af stað hvenær sem er,“ segir Benedikt. Aðdragandinn að eldgosum hefur tekið að lengjast. „Ef við horfum á síðasta atburð þá fór hann alveg tvær vikur að minnsta kosti fram yfir áður en að gos fór í gang. Þannig við erum alveg að gera ráð fyrir að það gerist núna. Þetta gæti alveg teygst inn í september en við erum samt sem áður á tánum núna með að þetta gæti bara byrjað hvenær sem er.“ Hraun gæti runnið til Grindavíkur Hættumat fyrir svæðið var endurnýjað í dag en samkvæmt því eru einhverjar líkur á því að hraun fari inn fyrir bæjarmörk Grindavíkur. „Líkurnar á því að það renni hraun inn fyrir Grindavík eru kannski ekkert rosalega miklar en þetta er aftur á móti atburður sem verður að hafa í huga vegna stöðunnar, þetta er bær. Við ýtum honum fram sem möguleika sem þarf að hafa í huga þegar gosið byrjar en það er ekki líklegur möguleiki. En hann er alls ekki útilokaður því miður.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira