„Þetta gæti bara byrjað hvenær sem er“ Eiður Þór Árnason og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 13. ágúst 2024 21:25 Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofunni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir Kvikumagnið undir Svartsengi er orðið meira en fyrir síðasta eldgos og gögn benda til þess að þrýstingur sé að aukast. Töluvert hefur verið um skjálfta á svæðinu í dag og telja þeir nú hátt í hundrað á sólarhring. Náttúruvársérfræðingur segir að gos gæti í raun byrjað hvenær sem er en líka teygst fram í september. „Í morgun var hrina við Reykjanestánna og hún spilaði aðeins inn í þetta en virknin á Sundhnjúkagígaröðinni og í kringum Svartsengi hefur verið að vaxa síðustu vikur hægt og rólega samfara þessu landrisi sem er í gangi,“ sagði Benedikt Gunnar Ófeigsson, náttúruvársérfræðingur og fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofunni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þetta bendi til að það styttist í gos en rúmmál kvikunnar sem er komið inn í Svartsengi frá síðasta atburði er komið yfir þau mörk sem sáust fyrir síðasta eldgos. „Með vaxandi skjálftavirkni gerum við ráð fyrir að þetta sé komið á einhver mörk þar sem þetta getur farið af stað hvenær sem er,“ segir Benedikt. Aðdragandinn að eldgosum hefur tekið að lengjast. „Ef við horfum á síðasta atburð þá fór hann alveg tvær vikur að minnsta kosti fram yfir áður en að gos fór í gang. Þannig við erum alveg að gera ráð fyrir að það gerist núna. Þetta gæti alveg teygst inn í september en við erum samt sem áður á tánum núna með að þetta gæti bara byrjað hvenær sem er.“ Hraun gæti runnið til Grindavíkur Hættumat fyrir svæðið var endurnýjað í dag en samkvæmt því eru einhverjar líkur á því að hraun fari inn fyrir bæjarmörk Grindavíkur. „Líkurnar á því að það renni hraun inn fyrir Grindavík eru kannski ekkert rosalega miklar en þetta er aftur á móti atburður sem verður að hafa í huga vegna stöðunnar, þetta er bær. Við ýtum honum fram sem möguleika sem þarf að hafa í huga þegar gosið byrjar en það er ekki líklegur möguleiki. En hann er alls ekki útilokaður því miður.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
„Í morgun var hrina við Reykjanestánna og hún spilaði aðeins inn í þetta en virknin á Sundhnjúkagígaröðinni og í kringum Svartsengi hefur verið að vaxa síðustu vikur hægt og rólega samfara þessu landrisi sem er í gangi,“ sagði Benedikt Gunnar Ófeigsson, náttúruvársérfræðingur og fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofunni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þetta bendi til að það styttist í gos en rúmmál kvikunnar sem er komið inn í Svartsengi frá síðasta atburði er komið yfir þau mörk sem sáust fyrir síðasta eldgos. „Með vaxandi skjálftavirkni gerum við ráð fyrir að þetta sé komið á einhver mörk þar sem þetta getur farið af stað hvenær sem er,“ segir Benedikt. Aðdragandinn að eldgosum hefur tekið að lengjast. „Ef við horfum á síðasta atburð þá fór hann alveg tvær vikur að minnsta kosti fram yfir áður en að gos fór í gang. Þannig við erum alveg að gera ráð fyrir að það gerist núna. Þetta gæti alveg teygst inn í september en við erum samt sem áður á tánum núna með að þetta gæti bara byrjað hvenær sem er.“ Hraun gæti runnið til Grindavíkur Hættumat fyrir svæðið var endurnýjað í dag en samkvæmt því eru einhverjar líkur á því að hraun fari inn fyrir bæjarmörk Grindavíkur. „Líkurnar á því að það renni hraun inn fyrir Grindavík eru kannski ekkert rosalega miklar en þetta er aftur á móti atburður sem verður að hafa í huga vegna stöðunnar, þetta er bær. Við ýtum honum fram sem möguleika sem þarf að hafa í huga þegar gosið byrjar en það er ekki líklegur möguleiki. En hann er alls ekki útilokaður því miður.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira