Leiðin til að elska mig Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar 14. ágúst 2024 14:30 Kvíði og streita er nánast orðið normið í samfélaginu í dag og það er að gera útaf við okkur manneskjurnar, bæði sem einstaklinga og pör. Við ölum börnin okkar upp þegar við erum þreytt og uppgefin og því við höfum ekki stjórn á neinu að okkur finnst. Vextir hækka og verðlag samhliða, allt verður dýrara og við eigum erfiðara með að ná endum saman. Allt þetta og uppeldi á börnum okkar vex okkur í augum og við fáum tilfinningu fyrir að við getum ekki andað og öll plönin okkar um stóra húsið, flotta bílinn, utanlandsferðirnar verða að dufti og við upplifum vonbrigði. Við upplifum að stjórnvöld eru ómöguleg, óheiðaleg, allt of mikið af innflytjendum og flóttafólki sem sprengir innviði landsins. Allt er þetta syngjandi í fréttum ásamt fréttum af stríði og þjóðarmorði og hvað allt er ómögulegt. Ekki batnar söngurinn á Facebook, þar sem fólk er að senda út allskyns bæði gott og neikvætt og fólk að rífast yfir öllu og engu. En ef þetta er það sem við ætlum að gera að okkar áhyggjum og lifa áfram í þessu styrjaldar og kvíða umhverfi, náum við aldrei að slaka á því við erum endalaust í flótta modus. En hvað gerist í líkamanum þegar við erum í flóttamódus? Einfalda útgáfan er að nýrun sendir frá sér streitu og sterahormón sem heitir Cortisol. Cortisol vekur upp heilann og skerpir sjón og athygli, öndun verður hraðari og grynnri og meltingarstarfsemin dregst saman. Við erum tilbúin að taka slaginn, hlaupa í burtu eða frjósa ef hættan nálgast(tekið af Heilsuvera.is 29.07). Í dag eru sumir fastir í þessu ástandi án þess að vita það eða geta skynjað það, því þeir þekkja ekki neitt annað. Eiga erfitt með að einbeita sér, eru óróleg, þurfa alltaf að vera að, geta ekki tekið það rólega og slakað á og leyft sér bara að vera. Oft þjáist þetta fólk af einhverskonar veikindum, gigt, astma eða verður oft veikt af umgangspestum. Lífið virðist bara einhvern veginn ekki ætla að ganga upp fyrir þetta fólk og það skilur bara ekkert hvers vegna ekki. Allt er í óreiðu, heimilið, fjármálin, hjónabandið og heilsa. Fyrir allt of marga er þetta venjulegt ástand. Sumum gengur ágætlega í þessu ástandi, en það bitnar á einhverju mikilvægu í lífinu. Gæti verið heilsan, börnin, sambandið við makann eða bara hvað sem er. Dr.Gabor Maté skrifaði bók um “Goðsögn um það sem er eðlilegt: áföll, veikindi og heilun í eitraðri menningu (mín þýðing á bókinni; The Myth of Normal: Trauma,Illness,& healing in a toxic culture). Þar talar hann um aukningu á sjálfsofnæmissjúkdómum og almennt verri heilsu, þrátt fyrir betri þekkingu í almennri læknisfræði. Ég upplifði í mörg ár að allt sem ég gerði, var ekki nóg. Ég kunni ekki að meta hver ég var og var alltaf að reyna að afsanna þá sannleika sem ég fékk á mig sem barn. Ég trúði því að ég var ljót, heimsk og gæti og kynni ekkert. Ég passaði ekki inn í kassana sem fólk hafði um “velgengni”. Ég eignaðist 5 börn, menntaði mig sem leik-og grunnskóla sérkennari. Ég hélt að ég væri að gera allt rétt en alltaf var ég í einhverjum vandræðum, ef það var ekki peningar var það heilsan mín eða hjónabandið Eftir hrunið, sem fór mjög illa með marga, ákvað ég 2015 að flytja til Noregs til að leita að betra lífi. En erfitt er að flýja erfiðleikana ef þeir eru hjá einstaklingnum. Löng saga stutt, þá missti ég húsið mitt á Íslandi, heilsuna, hjónabandið, mömmu og tengdamömmu. En ég trúi og hef alltaf trúað því að ekki sé svo með öllu illt, að það boði ekki eitthvað gott. Eftir að èg veiktist 2019 skráði ég mig í nám í EQ Institute í Osló sem EQ-þerapist, byrjaði þar í janúar 2020 og lauk náminu núna í mars s.l. EQ stendur fyrir Emotional Intelligence eða tilfinningagreind. Eftir að hafa kafað ofan í sjálfa mig og skoðað áföllin sem ég hef orðið fyrir í lífinu, skildi ég líf mitt betur. Ég flutti til baka til Íslands 30.apríl s.l. og ætla að bjóða upp á námskeið, fyrirlestra og vinnustofur fyrir félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir. Mér þykir það mikilvægt að fræða um mikilvægi þess að þekkja og skilja sjálfan sig og núvitund. Koma með ólíkar leiðir til sjálfskoðunnar og frekari þroska. Það að vera innann þægindarammans síns án þess að upplifa nýjar áskoranir, hindrar okkur í að vaxa, læra og þroskast. Svo ég mæli sterklega með því að skoða mörkin á ykkar þægindaramma og læra að hemja streitu í amstri dagsins. Þakka ykkur sem lásuð. Höfundur er EQ-þerapisti Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Börn og uppeldi Noregur Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Kvíði og streita er nánast orðið normið í samfélaginu í dag og það er að gera útaf við okkur manneskjurnar, bæði sem einstaklinga og pör. Við ölum börnin okkar upp þegar við erum þreytt og uppgefin og því við höfum ekki stjórn á neinu að okkur finnst. Vextir hækka og verðlag samhliða, allt verður dýrara og við eigum erfiðara með að ná endum saman. Allt þetta og uppeldi á börnum okkar vex okkur í augum og við fáum tilfinningu fyrir að við getum ekki andað og öll plönin okkar um stóra húsið, flotta bílinn, utanlandsferðirnar verða að dufti og við upplifum vonbrigði. Við upplifum að stjórnvöld eru ómöguleg, óheiðaleg, allt of mikið af innflytjendum og flóttafólki sem sprengir innviði landsins. Allt er þetta syngjandi í fréttum ásamt fréttum af stríði og þjóðarmorði og hvað allt er ómögulegt. Ekki batnar söngurinn á Facebook, þar sem fólk er að senda út allskyns bæði gott og neikvætt og fólk að rífast yfir öllu og engu. En ef þetta er það sem við ætlum að gera að okkar áhyggjum og lifa áfram í þessu styrjaldar og kvíða umhverfi, náum við aldrei að slaka á því við erum endalaust í flótta modus. En hvað gerist í líkamanum þegar við erum í flóttamódus? Einfalda útgáfan er að nýrun sendir frá sér streitu og sterahormón sem heitir Cortisol. Cortisol vekur upp heilann og skerpir sjón og athygli, öndun verður hraðari og grynnri og meltingarstarfsemin dregst saman. Við erum tilbúin að taka slaginn, hlaupa í burtu eða frjósa ef hættan nálgast(tekið af Heilsuvera.is 29.07). Í dag eru sumir fastir í þessu ástandi án þess að vita það eða geta skynjað það, því þeir þekkja ekki neitt annað. Eiga erfitt með að einbeita sér, eru óróleg, þurfa alltaf að vera að, geta ekki tekið það rólega og slakað á og leyft sér bara að vera. Oft þjáist þetta fólk af einhverskonar veikindum, gigt, astma eða verður oft veikt af umgangspestum. Lífið virðist bara einhvern veginn ekki ætla að ganga upp fyrir þetta fólk og það skilur bara ekkert hvers vegna ekki. Allt er í óreiðu, heimilið, fjármálin, hjónabandið og heilsa. Fyrir allt of marga er þetta venjulegt ástand. Sumum gengur ágætlega í þessu ástandi, en það bitnar á einhverju mikilvægu í lífinu. Gæti verið heilsan, börnin, sambandið við makann eða bara hvað sem er. Dr.Gabor Maté skrifaði bók um “Goðsögn um það sem er eðlilegt: áföll, veikindi og heilun í eitraðri menningu (mín þýðing á bókinni; The Myth of Normal: Trauma,Illness,& healing in a toxic culture). Þar talar hann um aukningu á sjálfsofnæmissjúkdómum og almennt verri heilsu, þrátt fyrir betri þekkingu í almennri læknisfræði. Ég upplifði í mörg ár að allt sem ég gerði, var ekki nóg. Ég kunni ekki að meta hver ég var og var alltaf að reyna að afsanna þá sannleika sem ég fékk á mig sem barn. Ég trúði því að ég var ljót, heimsk og gæti og kynni ekkert. Ég passaði ekki inn í kassana sem fólk hafði um “velgengni”. Ég eignaðist 5 börn, menntaði mig sem leik-og grunnskóla sérkennari. Ég hélt að ég væri að gera allt rétt en alltaf var ég í einhverjum vandræðum, ef það var ekki peningar var það heilsan mín eða hjónabandið Eftir hrunið, sem fór mjög illa með marga, ákvað ég 2015 að flytja til Noregs til að leita að betra lífi. En erfitt er að flýja erfiðleikana ef þeir eru hjá einstaklingnum. Löng saga stutt, þá missti ég húsið mitt á Íslandi, heilsuna, hjónabandið, mömmu og tengdamömmu. En ég trúi og hef alltaf trúað því að ekki sé svo með öllu illt, að það boði ekki eitthvað gott. Eftir að èg veiktist 2019 skráði ég mig í nám í EQ Institute í Osló sem EQ-þerapist, byrjaði þar í janúar 2020 og lauk náminu núna í mars s.l. EQ stendur fyrir Emotional Intelligence eða tilfinningagreind. Eftir að hafa kafað ofan í sjálfa mig og skoðað áföllin sem ég hef orðið fyrir í lífinu, skildi ég líf mitt betur. Ég flutti til baka til Íslands 30.apríl s.l. og ætla að bjóða upp á námskeið, fyrirlestra og vinnustofur fyrir félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir. Mér þykir það mikilvægt að fræða um mikilvægi þess að þekkja og skilja sjálfan sig og núvitund. Koma með ólíkar leiðir til sjálfskoðunnar og frekari þroska. Það að vera innann þægindarammans síns án þess að upplifa nýjar áskoranir, hindrar okkur í að vaxa, læra og þroskast. Svo ég mæli sterklega með því að skoða mörkin á ykkar þægindaramma og læra að hemja streitu í amstri dagsins. Þakka ykkur sem lásuð. Höfundur er EQ-þerapisti
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun