Opið bréf til stjórnarformanns Haga Björn Sævar Einarsson skrifar 15. ágúst 2024 12:30 Ágæti Eiríkur. Bakkar þú upp þá frétt sem fór í loftið á visir.is í fyrradag, um að Hagkaup ætli að hefja sölu áfengis á næstu dögum? Ætla Hagar að horfa upp á að áfengissalan hefjist óháð því að ríkissaksóknari er farinn að reka á eftir lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins með að klára kæru ÁTVR á hendur slíkri sölu? Á að hefja söluna óháð því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sé nú að skoða hvort slík sala standist lög? Við hlýddum ráðleggingum Gildis Ágæti Eiríkur. Þann 8 júlí sl. barst þér bréf þar sem beðið var um fund með Högum í takt við ráðleggingar lífeyrissjóðsins Gildis sem á mestan hlut allra í Högum eða nú um 18%. Bréfið var svohljóðandi: Til stjórnarformanns Haga, Eiríks S. Jóhannssonar. Fram hefur komið í fjölmiðlum að Hagar hyggist hefja áfengissölu í júní 2024. Nú tilheyri ég hópi forsvarsmanna forvarnarsamtaka og lýðheilsuþenkjandi fólks sem er algerlega ósammála því að netsalan sem nú fer fram á Íslandi, og Hagar áforma, geti talist lögleg. Það getur hún ekki óháð því hvort um innlent, eða erlent fyrirtæki (skúffufyrirtæki) sé að ræða. Það er vegna þess að því í báðum tilvikum er áfengið, sem selt er og afhent í smásölu til neytenda, afgreitt af lager sem er staðsettur innanlands, en ekki erlendis. Sala þessi fer á svig við lög sem gilda um ÁTVR. Um þetta hefur einmitt verið fjallað í hæstaréttardómi sem féll í Svíþjóð 7. júlí 2023, en þar eins og hér er viðhöfð einkasala ríkis á áfengi samkvæmt lögum. Höfum við kynnt okkur sænska hæstaréttardóminn. Hópurinn sem ég tilheyri hefur óskað eftir fundi með stjórnarformanni og framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins Gildi, sem er stærsti hluthafinn í Högum með tæp 20% hlutafjár, til að ræða ofangreinda áfengissölu. Teljum við hana vera á svig við starfs- og siðareglur Gildis sem og 4. gr. stefnu sjóðsins um ábyrgar fjárfestingar. Gildi hafnar því að hitta okkur á grundvelli þess að á aðalfundi Haga 30. maí sl. hafi komið fram að ekki komi annað til greina en að Hagar og dótturfélög fari í einu og öllu að lögum og reglum og að áform þeirra væru vel undirbúin. Í svari Gildis segir: „Eins og fram kom í svörum forsvarsmanna Haga á aðalfundi félagsins þá hefur félagið aflað sér lögfræðiálits vegna málsins. Gildi hefur ekki óskað eftir því áliti og hyggst ekki gera það sem hluthafi í félaginu, enda eru slík mál ekki á forræði hluthafa og um að ræða gögn stjórnar og stjórnenda Haga er varðar rekstrarleg og samkeppnisleg áform félagsins.“ Þá bendir Gildi á að við getum haft samband við félagið sjálft, þ.e. ykkur varðandi þessi mál. Hér með fer ég að ábendingu Gildis og óska eftir tvennu, a) Að fá fund með stjórnarformanni og forstjóra Haga núna í annarri eða þriðju viku júlí ásamt öðrum þeim sem þið teljið rétt að sæki slíkan fund fyrir ykkar hönd b) Að fá sent lögfræðiálit það sem Hagar byggja á um lögmæti fyrirhugaðrar áfengissölu. Ekki er óskað eftir þeim hluta sem gæti varðað samkeppnisupplýsingar, einungis lögfræðihlutann þar sem fram kemur að áformin standist lög. Af okkar hálfu sæki ég fundinn og aðrir þeir aðilar í okkar hópi sem eru lausir á þessum tíma. Við verðum sirka 3-4 býst ég við. Með ósk um svar hið fyrsta. Kveðja, Björn Sævar Einarsson, formaður IOGT á Íslandi Við viljum svör Ágæti Eiríkur. Þar sem ekki hafa borist svör við bréfi þessu fer ég fram á að þú svarir mér hið fyrsta og áður en Hagkaup hefja áfengissöluna, helst hér á þessum sama vettvangi, visir.is. Höfundur er formaður IOGT á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netsala á áfengi Hagar Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Hefja sölu áfengis á næstu tveimur vikum Undirbúningur Hagkaupa á netsölu áfengis er á lokametrunum og er búist við að hún hefjist á næstu tveimur vikum. Meiri tíma hefur tekið að hefja söluna en búist var við í upphafi að sögn framkvæmdastjóra. Ósætti ráðherra vegna málsins hafði ekki áhrif þar á. 13. ágúst 2024 07:01 Mest lesið Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Ágæti Eiríkur. Bakkar þú upp þá frétt sem fór í loftið á visir.is í fyrradag, um að Hagkaup ætli að hefja sölu áfengis á næstu dögum? Ætla Hagar að horfa upp á að áfengissalan hefjist óháð því að ríkissaksóknari er farinn að reka á eftir lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins með að klára kæru ÁTVR á hendur slíkri sölu? Á að hefja söluna óháð því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sé nú að skoða hvort slík sala standist lög? Við hlýddum ráðleggingum Gildis Ágæti Eiríkur. Þann 8 júlí sl. barst þér bréf þar sem beðið var um fund með Högum í takt við ráðleggingar lífeyrissjóðsins Gildis sem á mestan hlut allra í Högum eða nú um 18%. Bréfið var svohljóðandi: Til stjórnarformanns Haga, Eiríks S. Jóhannssonar. Fram hefur komið í fjölmiðlum að Hagar hyggist hefja áfengissölu í júní 2024. Nú tilheyri ég hópi forsvarsmanna forvarnarsamtaka og lýðheilsuþenkjandi fólks sem er algerlega ósammála því að netsalan sem nú fer fram á Íslandi, og Hagar áforma, geti talist lögleg. Það getur hún ekki óháð því hvort um innlent, eða erlent fyrirtæki (skúffufyrirtæki) sé að ræða. Það er vegna þess að því í báðum tilvikum er áfengið, sem selt er og afhent í smásölu til neytenda, afgreitt af lager sem er staðsettur innanlands, en ekki erlendis. Sala þessi fer á svig við lög sem gilda um ÁTVR. Um þetta hefur einmitt verið fjallað í hæstaréttardómi sem féll í Svíþjóð 7. júlí 2023, en þar eins og hér er viðhöfð einkasala ríkis á áfengi samkvæmt lögum. Höfum við kynnt okkur sænska hæstaréttardóminn. Hópurinn sem ég tilheyri hefur óskað eftir fundi með stjórnarformanni og framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins Gildi, sem er stærsti hluthafinn í Högum með tæp 20% hlutafjár, til að ræða ofangreinda áfengissölu. Teljum við hana vera á svig við starfs- og siðareglur Gildis sem og 4. gr. stefnu sjóðsins um ábyrgar fjárfestingar. Gildi hafnar því að hitta okkur á grundvelli þess að á aðalfundi Haga 30. maí sl. hafi komið fram að ekki komi annað til greina en að Hagar og dótturfélög fari í einu og öllu að lögum og reglum og að áform þeirra væru vel undirbúin. Í svari Gildis segir: „Eins og fram kom í svörum forsvarsmanna Haga á aðalfundi félagsins þá hefur félagið aflað sér lögfræðiálits vegna málsins. Gildi hefur ekki óskað eftir því áliti og hyggst ekki gera það sem hluthafi í félaginu, enda eru slík mál ekki á forræði hluthafa og um að ræða gögn stjórnar og stjórnenda Haga er varðar rekstrarleg og samkeppnisleg áform félagsins.“ Þá bendir Gildi á að við getum haft samband við félagið sjálft, þ.e. ykkur varðandi þessi mál. Hér með fer ég að ábendingu Gildis og óska eftir tvennu, a) Að fá fund með stjórnarformanni og forstjóra Haga núna í annarri eða þriðju viku júlí ásamt öðrum þeim sem þið teljið rétt að sæki slíkan fund fyrir ykkar hönd b) Að fá sent lögfræðiálit það sem Hagar byggja á um lögmæti fyrirhugaðrar áfengissölu. Ekki er óskað eftir þeim hluta sem gæti varðað samkeppnisupplýsingar, einungis lögfræðihlutann þar sem fram kemur að áformin standist lög. Af okkar hálfu sæki ég fundinn og aðrir þeir aðilar í okkar hópi sem eru lausir á þessum tíma. Við verðum sirka 3-4 býst ég við. Með ósk um svar hið fyrsta. Kveðja, Björn Sævar Einarsson, formaður IOGT á Íslandi Við viljum svör Ágæti Eiríkur. Þar sem ekki hafa borist svör við bréfi þessu fer ég fram á að þú svarir mér hið fyrsta og áður en Hagkaup hefja áfengissöluna, helst hér á þessum sama vettvangi, visir.is. Höfundur er formaður IOGT á Íslandi.
Hefja sölu áfengis á næstu tveimur vikum Undirbúningur Hagkaupa á netsölu áfengis er á lokametrunum og er búist við að hún hefjist á næstu tveimur vikum. Meiri tíma hefur tekið að hefja söluna en búist var við í upphafi að sögn framkvæmdastjóra. Ósætti ráðherra vegna málsins hafði ekki áhrif þar á. 13. ágúst 2024 07:01
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun