Ósátt við skógrækt í mólendi fyrir utan Húsavík Kjartan Kjartansson skrifar 15. ágúst 2024 15:31 Svon er umhorfs í Saltvíkurbrekkum eftir jarðvinnslu í tengslum við skógrækt á landi Norðurþings. Selja á kolefnisbindingareiningar út á skógræktina. Áskell Jónsson Rásir sem voru herfaðar í mólendi fyrir utan Húsavík til að undirbúa kolefnisbindingarverkefni eru nú áberandi í landinu og sæta gagnrýni. Sérfræðingur í skógrækt segir jarðvinnsluna nauðsynlega og skila kolefnisbindingu til lengri tíma litið. Myndum af sárunum í landi Saltvíkur rétt utan við Húsavík hefur verið dreift á samfélagsmiðlum í vikunni. Furða sumir notendur sig á því að gróið land skuli rifið upp til þess að rækta upp skóg og telja það umhverfisspjöll. Drónamyndband sem Sigurjón Jónsson tók af svæðinu á þriðjudag sýnir vel umfang jarðvinnslunnar á svæðinu. Í samtali við Vísi segist hann telja jarðvinnsluna stórkostleg náttúruspjöll á vel grónu mólendi í Saltvíkurbrekkum þar sem fjölbreytt lífríki sé til staðar. Rétt norðan við raskið séu ríkulegar berjabrekkur sem margir Húsvíkingar sæki á haustin. „Þetta er bara mjög frek landnýting sem breytir lífríkinu algerlega. Svoleiðis á auðvitað bara að fara í umhverfismat og á að vera á mjög afmörkuðum og vel skilgreindum svæðum að mínu mati,“ segir Sigurjón sem telur enga þörf á skógi á svo vel grónu landi. Klippa: Jarðvinnsla fyrir skógrækt í Saltvíkurbrekkum utan við Húsavík Nauðsynleg aðgerð fyrir skógræktina Fyrirtækið Yggdrasill Carbon stóð að jarðvinnslunni fyrir sveitarfélagið Norðurþing sem á landið. Það sérhæfir sig í skógrækt til kolefnisbindingar og selur vottaðar kolefniseiningar sem aðilar sem þurfa að standa skil á losunarbókhaldi geta keypt. Eigandi landsins fær hlutdeild í gróðanum af sölunni á einingunum. Valdimar Reynisson, skógfræðingur hjá Yggdrasil segir að jarðvinnslan hafi farið fram á um 97 hektara svæði í júní. Byrjað hafi verið að planta trjám í rásirnar fljótlega eftir það en gróðursetningunni ljúki væntanlega í haust. Aðallega er plantað stafafuru og lerki. „Til að geta komið plöntum í svona land sem er með svona miklum gróðri eins og þetta verðum við bara að jarðvinna, annað er ekki hægt. Það myndi bæði drepa gróðursetningarmanninn og plöntuna að reyna að gera það hinsegin,“ segir hann við Vísi. Skógræktin á að binda um 45.000 tonn koltvísýrings yfir fimmtíu ára tímabil samkvæmt umsögn sem Yggdrasill lagði fram með umsókn um framkvæmdaleyfi í Saltvík. Valdimar Reynisson, skógfræðingur hjá Yggdrasil Carbon.Yggdrasill Carbon Hjálpar trjám ótvírætt að komast á legg Þó nokkrar rannsóknir eru til um jákvæð áhrif jarðvinnslu af þessu tagi á lifun og vöxt plantna, að sögn Úlfs Óskarssonar, verkefnastjóra kolefnismála hjá Landi og skógi, stofnuninni sem varð til við samruna Skógræktar og Landgræðslu ríkisins um áramótin. „Það er alveg ótvírætt að þetta flýtir því að trén komist á legg og til langtíma eykur kolefnisbindingu,“ segir Úlfur við Vísi. Jarðvinnslan hjálpar vexti trjánna með því að draga úr vexti annars gróðurs, auðvelda aðgengi þeirra að vatni og næringu og hækka hita jarðvegsins. „Við erum að hjálpa plöntunni. Við erum að gera eins vel fyrir plöntuna og við mögulega getum. Við erum að losa hana við samkeppni við hinn gróðurinn, við erum að gera henni kleift að koma rótarkerfinu alveg ofan í jörðina sem er erfitt þegar er svona þykkur gróðurmassi ofan á jörðinni,“ segir Valdimar frá Yggdrasil. Rásirnar eru gerðar með svonefndu hjólherfi sem skafa gróður ofan af jarðveginum. Jarðvinnslan hjálpar trjám að ná fótfestu og dafna.Áskell Jónsson Herfingin losar einnig um næringarefni í jarðveginum sem auðveldar plöntum að vaxa og dafna. Dökkt yfirborðið í rásunum drekkur svo í sig meira sólarljós og hitnar hraðar en landið hefði ella gert þegar sól tekur að rísa á himninum á vorin. Þannig losnar jarðvegurinn fyrr úr frosti á vorin. „Það gerir það að verkum að plantan nær að byrja vöxt fyrr að vori en ella þannig að hún á meiri möguleika til að komast á legg þegar við gerum þetta svona heldur en ef við gerðum þetta ekki,“ segir Valdimar. Rásirnar auðvelda auk þess gróðursetninguna sjálfa í landinu. Skammtímalosun en langtímabinding Rannsóknir erlendis frá á áhrifum jarðvinnslu af þessu tagi á kolefnisbúskap jarðvegsins bendir til þess að hún geti aukið losun kolefnis tímabundið. Það eigi þó einkum við um jarðveg með lítið rotnuðum gróðurleifum. Úlfur hjá Landi og Skógi segir að tímabundna losunin helgist fyrst og fremst af gróðrinum sem sé fjarlægður. Jarðvinnslan virðist ekki auka rotnunarhraða gróðurs neitt af ráði í landinu eins og í Saltvík. „Ef þetta væri gert í landi þar sem er mikið af auðrotnanlegu efni eins og votlendisjarðvegi þá náttúrulega eykst rotnunarhraðinn mjög mikið,“ segir hann. Losunin er þó lítil í samanburði við þá kolefnisbindingu sem næst fram þegar skógurinn vex upp. Valdimar hjá Yggdrasil segir að miðað sé við að nettóbinding sé engin fyrstu fimm árin eftir gróðursetninguna. Eftir það ættu plönturnar að vera orðnar nógu stöndugar til þess að bindingin sé orðin meiri en losunin sem hlaust af jarðvinnslunni. „Svo er bindingin náttúrulega bara margföld á við þessa losun sem varð í framhaldinu,“ segir hann. Kolefni losnar þegar gróður er fjarlægður við jarðvinnslu fyrir skógrækt. Það tekur um fimm ár að ná fram nettóbindingu samkvæmt mati Yggdrasils.Áskell Jónsson Hverfur á nokkrum árum Valdimar frá Yggdrasil segir rásirnar sem eru herfaðar séu frekar grunnar og þær loki sér tiltölulega fljótt þótt þær séu vissulega áberandi þegar nýbúið er að herfa. Að um fimm árum liðnum séu rásirnar yfirleitt grónar og ruðningur siginn niður. Hann hafi sjálfur séð ummerki um gamlar rásir af þessu tagi víða í kringum Húsavík. Jarðvinnslan er lausn sem virkar en getur truflað fólk sjónrænt, að sögn Úlfs hjá Landi og skógi. „Ég hef stundum líkt þessu við að grafa grunn fyrir hús. Það er aldrei fallegt en það er svona undirbúningur sem er ill nauðsyn,“ segir hann. Sums staðar erlendis sé byrjað að nota aðrar aðferðir við jarðvinnslu af þessu tagi vegna gagnrýni á að rásirnar séu lýti á landi. Úlfur nefnir svonefnda blettajarðvinnslu þar sem litlar gröfur eru notaðar til þess að undirbúa minni bletti sem eru ekki samhangandi, ólíkt rásunum. Sú aðferð geti verið jafnárangursrík og að herfa en hún sé mjög seinleg. Hann útilokar þó ekki að þeirri aðferð verði beitt hér á landi í meira mæli í framtíðinni. Ein gagnrýni á jarðvinnsluna í Saltvík er að þar hafi lyngbreiður verið eyðilagðar. Valdirmar hjá Yggdrasil segir að fyrirtækið hafi skilið eftir töluvert mikið af berjabrekkum sem hefði verið hægt að planta trjám í. Það sé hluti af reglum sem fyrirtækið þarf að fylgja til þess að fá vottun á kolefniseiningar sínar að skilja eftir svæði fyrir náttúrulegan gróður. Úlfur segir að margt af því sem lifir núna á svæðinu geri það áfram, sérstaklega lyngtegundir sem eru aðlagaðar skógi og eru þar vegna þess að þar stóð eitt sinn skógur. Frekari skógrækt á svæðinu fyrirhuguð Yggdrasill er með fleiri járn í eldinum í Norðunþingi. Sveitarstjórnin þar samþykkti framvæmdaleyfi fyrir skógrækt á 128 hekturum í landi Þverár í júní. Nú liggur fyrir hjá sveitarfélaginu umsókn frá fyrirtækinu um að stækka svæðið um 36 hektara. Skógrækt og landgræðsla Loftslagsmál Umhverfismál Norðurþing Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Myndum af sárunum í landi Saltvíkur rétt utan við Húsavík hefur verið dreift á samfélagsmiðlum í vikunni. Furða sumir notendur sig á því að gróið land skuli rifið upp til þess að rækta upp skóg og telja það umhverfisspjöll. Drónamyndband sem Sigurjón Jónsson tók af svæðinu á þriðjudag sýnir vel umfang jarðvinnslunnar á svæðinu. Í samtali við Vísi segist hann telja jarðvinnsluna stórkostleg náttúruspjöll á vel grónu mólendi í Saltvíkurbrekkum þar sem fjölbreytt lífríki sé til staðar. Rétt norðan við raskið séu ríkulegar berjabrekkur sem margir Húsvíkingar sæki á haustin. „Þetta er bara mjög frek landnýting sem breytir lífríkinu algerlega. Svoleiðis á auðvitað bara að fara í umhverfismat og á að vera á mjög afmörkuðum og vel skilgreindum svæðum að mínu mati,“ segir Sigurjón sem telur enga þörf á skógi á svo vel grónu landi. Klippa: Jarðvinnsla fyrir skógrækt í Saltvíkurbrekkum utan við Húsavík Nauðsynleg aðgerð fyrir skógræktina Fyrirtækið Yggdrasill Carbon stóð að jarðvinnslunni fyrir sveitarfélagið Norðurþing sem á landið. Það sérhæfir sig í skógrækt til kolefnisbindingar og selur vottaðar kolefniseiningar sem aðilar sem þurfa að standa skil á losunarbókhaldi geta keypt. Eigandi landsins fær hlutdeild í gróðanum af sölunni á einingunum. Valdimar Reynisson, skógfræðingur hjá Yggdrasil segir að jarðvinnslan hafi farið fram á um 97 hektara svæði í júní. Byrjað hafi verið að planta trjám í rásirnar fljótlega eftir það en gróðursetningunni ljúki væntanlega í haust. Aðallega er plantað stafafuru og lerki. „Til að geta komið plöntum í svona land sem er með svona miklum gróðri eins og þetta verðum við bara að jarðvinna, annað er ekki hægt. Það myndi bæði drepa gróðursetningarmanninn og plöntuna að reyna að gera það hinsegin,“ segir hann við Vísi. Skógræktin á að binda um 45.000 tonn koltvísýrings yfir fimmtíu ára tímabil samkvæmt umsögn sem Yggdrasill lagði fram með umsókn um framkvæmdaleyfi í Saltvík. Valdimar Reynisson, skógfræðingur hjá Yggdrasil Carbon.Yggdrasill Carbon Hjálpar trjám ótvírætt að komast á legg Þó nokkrar rannsóknir eru til um jákvæð áhrif jarðvinnslu af þessu tagi á lifun og vöxt plantna, að sögn Úlfs Óskarssonar, verkefnastjóra kolefnismála hjá Landi og skógi, stofnuninni sem varð til við samruna Skógræktar og Landgræðslu ríkisins um áramótin. „Það er alveg ótvírætt að þetta flýtir því að trén komist á legg og til langtíma eykur kolefnisbindingu,“ segir Úlfur við Vísi. Jarðvinnslan hjálpar vexti trjánna með því að draga úr vexti annars gróðurs, auðvelda aðgengi þeirra að vatni og næringu og hækka hita jarðvegsins. „Við erum að hjálpa plöntunni. Við erum að gera eins vel fyrir plöntuna og við mögulega getum. Við erum að losa hana við samkeppni við hinn gróðurinn, við erum að gera henni kleift að koma rótarkerfinu alveg ofan í jörðina sem er erfitt þegar er svona þykkur gróðurmassi ofan á jörðinni,“ segir Valdimar frá Yggdrasil. Rásirnar eru gerðar með svonefndu hjólherfi sem skafa gróður ofan af jarðveginum. Jarðvinnslan hjálpar trjám að ná fótfestu og dafna.Áskell Jónsson Herfingin losar einnig um næringarefni í jarðveginum sem auðveldar plöntum að vaxa og dafna. Dökkt yfirborðið í rásunum drekkur svo í sig meira sólarljós og hitnar hraðar en landið hefði ella gert þegar sól tekur að rísa á himninum á vorin. Þannig losnar jarðvegurinn fyrr úr frosti á vorin. „Það gerir það að verkum að plantan nær að byrja vöxt fyrr að vori en ella þannig að hún á meiri möguleika til að komast á legg þegar við gerum þetta svona heldur en ef við gerðum þetta ekki,“ segir Valdimar. Rásirnar auðvelda auk þess gróðursetninguna sjálfa í landinu. Skammtímalosun en langtímabinding Rannsóknir erlendis frá á áhrifum jarðvinnslu af þessu tagi á kolefnisbúskap jarðvegsins bendir til þess að hún geti aukið losun kolefnis tímabundið. Það eigi þó einkum við um jarðveg með lítið rotnuðum gróðurleifum. Úlfur hjá Landi og Skógi segir að tímabundna losunin helgist fyrst og fremst af gróðrinum sem sé fjarlægður. Jarðvinnslan virðist ekki auka rotnunarhraða gróðurs neitt af ráði í landinu eins og í Saltvík. „Ef þetta væri gert í landi þar sem er mikið af auðrotnanlegu efni eins og votlendisjarðvegi þá náttúrulega eykst rotnunarhraðinn mjög mikið,“ segir hann. Losunin er þó lítil í samanburði við þá kolefnisbindingu sem næst fram þegar skógurinn vex upp. Valdimar hjá Yggdrasil segir að miðað sé við að nettóbinding sé engin fyrstu fimm árin eftir gróðursetninguna. Eftir það ættu plönturnar að vera orðnar nógu stöndugar til þess að bindingin sé orðin meiri en losunin sem hlaust af jarðvinnslunni. „Svo er bindingin náttúrulega bara margföld á við þessa losun sem varð í framhaldinu,“ segir hann. Kolefni losnar þegar gróður er fjarlægður við jarðvinnslu fyrir skógrækt. Það tekur um fimm ár að ná fram nettóbindingu samkvæmt mati Yggdrasils.Áskell Jónsson Hverfur á nokkrum árum Valdimar frá Yggdrasil segir rásirnar sem eru herfaðar séu frekar grunnar og þær loki sér tiltölulega fljótt þótt þær séu vissulega áberandi þegar nýbúið er að herfa. Að um fimm árum liðnum séu rásirnar yfirleitt grónar og ruðningur siginn niður. Hann hafi sjálfur séð ummerki um gamlar rásir af þessu tagi víða í kringum Húsavík. Jarðvinnslan er lausn sem virkar en getur truflað fólk sjónrænt, að sögn Úlfs hjá Landi og skógi. „Ég hef stundum líkt þessu við að grafa grunn fyrir hús. Það er aldrei fallegt en það er svona undirbúningur sem er ill nauðsyn,“ segir hann. Sums staðar erlendis sé byrjað að nota aðrar aðferðir við jarðvinnslu af þessu tagi vegna gagnrýni á að rásirnar séu lýti á landi. Úlfur nefnir svonefnda blettajarðvinnslu þar sem litlar gröfur eru notaðar til þess að undirbúa minni bletti sem eru ekki samhangandi, ólíkt rásunum. Sú aðferð geti verið jafnárangursrík og að herfa en hún sé mjög seinleg. Hann útilokar þó ekki að þeirri aðferð verði beitt hér á landi í meira mæli í framtíðinni. Ein gagnrýni á jarðvinnsluna í Saltvík er að þar hafi lyngbreiður verið eyðilagðar. Valdirmar hjá Yggdrasil segir að fyrirtækið hafi skilið eftir töluvert mikið af berjabrekkum sem hefði verið hægt að planta trjám í. Það sé hluti af reglum sem fyrirtækið þarf að fylgja til þess að fá vottun á kolefniseiningar sínar að skilja eftir svæði fyrir náttúrulegan gróður. Úlfur segir að margt af því sem lifir núna á svæðinu geri það áfram, sérstaklega lyngtegundir sem eru aðlagaðar skógi og eru þar vegna þess að þar stóð eitt sinn skógur. Frekari skógrækt á svæðinu fyrirhuguð Yggdrasill er með fleiri járn í eldinum í Norðunþingi. Sveitarstjórnin þar samþykkti framvæmdaleyfi fyrir skógrækt á 128 hekturum í landi Þverár í júní. Nú liggur fyrir hjá sveitarfélaginu umsókn frá fyrirtækinu um að stækka svæðið um 36 hektara.
Skógrækt og landgræðsla Loftslagsmál Umhverfismál Norðurþing Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira