Áttar sig ekki á ákalli formanns VG Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2024 19:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segist ekki átta sig á gagnrýni formanns VG. Vísir/Vilhelm Umverfis-, orku- og loftslagsráðherra segist ekki átta sig á ákalli formanns VG um að gengið verði lengra í stefnumörkun í vindorkumálum. Stefnumörkun í málaflokknum hafi verið í undirbúningi mjög lengi og nú sé kominn tími til að framkvæma. Mikil umræða hefur skapast um vindorkumál í vikunni eftir að Orkustofnun gaf út virkjanaleyfi fyrir fyrirhuguðum vindmyllugarði í Búrfellslundi. Forysta Landverndar hefur meðal annars lýst yfir áhyggjum og kallað eftir heildrænni stefnumörkun. „Það er erfitt að skilja það því þetta kemur ekki úr neinu. Hins vegar eru bæði Búrfellslundur og Blöndulundur í því umhverfi sem vindorkan er núna og var samþykkt í Rammanum, sem var eitt af fyrstu verkum þessarar ríkisstjórnar. Þannig að þetta hefur legið fyrir mjög lengi og hefur farið í gegn um öll þau ferli sem um er að ræða,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Hann nefnir að starfshópur, skipaður Hilmari Gunnlaugssyni, Björt Ólafsdóttur og Kolbeini Proppé, hafi unnið yfirgripsmikla vinnu í samstarfi við fjölda hagsmunaaðila og skilað tillögum um málaflokkinn í fyrra. Um þetta hafi verið mikil sátt í ríkisstjórn og tillögurnar verið lagðar fyrir þingið - þó þær hafi ekki náð fram að ganga. Guðmundur Ingi Guðbrandsson formaður Vinstri grænna kallaði eftir því, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, að Guðlaugur legði tillögurnar fram að nýju á haustþingi og jafnframt að gengið yrði lengra í þeim. „Ég átta mig ekki alveg á þessu vegna þess að auðvitað var þetta samþykkt í ríkisstjórn og ríkisstjórnin hefur fylgst mjög vel með þessu á öllum stigum máls. Undirbúningurinn er mjög langur og það var ekki út af efni máls heldur út af því hvernig Alþingi virkar stundum á síðustu dögum sem gerir það að verkum að þetta varð ekki að lögum,“ segir Guðlaugur. Hann muni leggja tillöguna aftur fyrir ríkisstjórn og svo þing i haust. „Það er enginn vafi að það umhverfi sem er núna verður ennþá betra þegar þetta frumvarp og þingsályktun verður samþykkt.“ Guðlaugur segir komið að skuldadögum. Lítið hafi verið gert í grænorkumálum síðustu fimmtán, tuttugu ár og því þurfi að ræða þessi mál, komast að niðurstöðu og framkvæma. Hann fellst á að fara þurfi varlega, enda mikið í húfi. „Níutíu og átta prósent ferðamanna koma hingað vegna ósnortinnar náttúru. Það eru raunveruleg verðmæti, ekki bara tilfinningaleg fyrir okkur, heldur líka efnahagsleg verðmæti. Við verðum alltaf að líta til þess. Þess vegna þurfum við að vanda okkur en við verðum að framkvæma.“ Vindorka Orkumál Orkuskipti Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Tryggja þurfi að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar Formaður Vinstri grænna kallar eftir því að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra leggi fram stefnumörkun um vindorkumál á haustþingi. Hann telur að gera þurfi breytingar á tillögum sem lagðar voru fram á síðasta þingi. Tryggja þurfi að auðlindin haldist í höndum þjóðarinnar. 14. ágúst 2024 19:00 Stíga annað stórt skref að virkjun við Búrfell Samningur er í höfn milli Landsvirkjunar og íslenska ríkisins um lands- og vindorkuréttindi vegna Búrfellslundar. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur er gerður en Búrfellslundur liggur innan þjóðlendu. Gildistími samningsins er 35 ár með möguleika á framlengingu um 15 ár. 14. ágúst 2024 15:07 Nauðsynlegt að sameina verndun og nýtingu orku með stuðningi staðla Deilur um vindorkugarða og virkjanaframkvæmdir á Íslandi hafa lengi verið áberandi í þjóðfélaginu, en mikilvægi þeirra hefur aukist í ljósi loftslagsvandans sem kallar á tafarlausar aðgerðir. 14. ágúst 2024 14:01 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast um vindorkumál í vikunni eftir að Orkustofnun gaf út virkjanaleyfi fyrir fyrirhuguðum vindmyllugarði í Búrfellslundi. Forysta Landverndar hefur meðal annars lýst yfir áhyggjum og kallað eftir heildrænni stefnumörkun. „Það er erfitt að skilja það því þetta kemur ekki úr neinu. Hins vegar eru bæði Búrfellslundur og Blöndulundur í því umhverfi sem vindorkan er núna og var samþykkt í Rammanum, sem var eitt af fyrstu verkum þessarar ríkisstjórnar. Þannig að þetta hefur legið fyrir mjög lengi og hefur farið í gegn um öll þau ferli sem um er að ræða,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Hann nefnir að starfshópur, skipaður Hilmari Gunnlaugssyni, Björt Ólafsdóttur og Kolbeini Proppé, hafi unnið yfirgripsmikla vinnu í samstarfi við fjölda hagsmunaaðila og skilað tillögum um málaflokkinn í fyrra. Um þetta hafi verið mikil sátt í ríkisstjórn og tillögurnar verið lagðar fyrir þingið - þó þær hafi ekki náð fram að ganga. Guðmundur Ingi Guðbrandsson formaður Vinstri grænna kallaði eftir því, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, að Guðlaugur legði tillögurnar fram að nýju á haustþingi og jafnframt að gengið yrði lengra í þeim. „Ég átta mig ekki alveg á þessu vegna þess að auðvitað var þetta samþykkt í ríkisstjórn og ríkisstjórnin hefur fylgst mjög vel með þessu á öllum stigum máls. Undirbúningurinn er mjög langur og það var ekki út af efni máls heldur út af því hvernig Alþingi virkar stundum á síðustu dögum sem gerir það að verkum að þetta varð ekki að lögum,“ segir Guðlaugur. Hann muni leggja tillöguna aftur fyrir ríkisstjórn og svo þing i haust. „Það er enginn vafi að það umhverfi sem er núna verður ennþá betra þegar þetta frumvarp og þingsályktun verður samþykkt.“ Guðlaugur segir komið að skuldadögum. Lítið hafi verið gert í grænorkumálum síðustu fimmtán, tuttugu ár og því þurfi að ræða þessi mál, komast að niðurstöðu og framkvæma. Hann fellst á að fara þurfi varlega, enda mikið í húfi. „Níutíu og átta prósent ferðamanna koma hingað vegna ósnortinnar náttúru. Það eru raunveruleg verðmæti, ekki bara tilfinningaleg fyrir okkur, heldur líka efnahagsleg verðmæti. Við verðum alltaf að líta til þess. Þess vegna þurfum við að vanda okkur en við verðum að framkvæma.“
Vindorka Orkumál Orkuskipti Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Tryggja þurfi að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar Formaður Vinstri grænna kallar eftir því að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra leggi fram stefnumörkun um vindorkumál á haustþingi. Hann telur að gera þurfi breytingar á tillögum sem lagðar voru fram á síðasta þingi. Tryggja þurfi að auðlindin haldist í höndum þjóðarinnar. 14. ágúst 2024 19:00 Stíga annað stórt skref að virkjun við Búrfell Samningur er í höfn milli Landsvirkjunar og íslenska ríkisins um lands- og vindorkuréttindi vegna Búrfellslundar. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur er gerður en Búrfellslundur liggur innan þjóðlendu. Gildistími samningsins er 35 ár með möguleika á framlengingu um 15 ár. 14. ágúst 2024 15:07 Nauðsynlegt að sameina verndun og nýtingu orku með stuðningi staðla Deilur um vindorkugarða og virkjanaframkvæmdir á Íslandi hafa lengi verið áberandi í þjóðfélaginu, en mikilvægi þeirra hefur aukist í ljósi loftslagsvandans sem kallar á tafarlausar aðgerðir. 14. ágúst 2024 14:01 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Tryggja þurfi að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar Formaður Vinstri grænna kallar eftir því að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra leggi fram stefnumörkun um vindorkumál á haustþingi. Hann telur að gera þurfi breytingar á tillögum sem lagðar voru fram á síðasta þingi. Tryggja þurfi að auðlindin haldist í höndum þjóðarinnar. 14. ágúst 2024 19:00
Stíga annað stórt skref að virkjun við Búrfell Samningur er í höfn milli Landsvirkjunar og íslenska ríkisins um lands- og vindorkuréttindi vegna Búrfellslundar. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur er gerður en Búrfellslundur liggur innan þjóðlendu. Gildistími samningsins er 35 ár með möguleika á framlengingu um 15 ár. 14. ágúst 2024 15:07
Nauðsynlegt að sameina verndun og nýtingu orku með stuðningi staðla Deilur um vindorkugarða og virkjanaframkvæmdir á Íslandi hafa lengi verið áberandi í þjóðfélaginu, en mikilvægi þeirra hefur aukist í ljósi loftslagsvandans sem kallar á tafarlausar aðgerðir. 14. ágúst 2024 14:01
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent