Dóttir Thaksin verður yngsti forsætisráðherra Taílands Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. ágúst 2024 06:52 Paetongtarn Shinawatra bíða krefjandi verkefni en meðal þeirra er að halda embættinu, sem hefur reynst fjölskyldunni erfitt. AP/Sakchai Lalit Taílenska þingið hefur útnefnt Paetongtarn Shinawatra, dóttur milljarðamærings og fyrrverandi leiðtoga landsins, sem næsta forsætisráðherra. Paetongtarn, 37 ára, verður yngsti forsætisráðherrann í sögu landsins og önnur konan til að gegna embættinu. Alls greiddu 319 atkvæði með því að útnefna Paetontgtarn forsætisráðherra og 145 gegn. Hún er fjórða manneskjan úr Shinawatra fjölskyldunni til að setjast í embættið en hin þrjú, þeirra á meðal faðir hennar Thaksin og frænka hennar Yingluck, voru hrakin úr embætti í kjölfar valdaráns eða dómsúrskurða. Fráfarandi forsætisráðherra, Srettha Thavisin, var einnig hrakinn úr embætti með dómsúrskurði eftir að dómarar komust að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið af sér með því að skipa lögmann sem hafði setið í fangelsi í ríkisstjórn sína. Paetongtarn sagði í samtali við blaðamenn í gær að hún harmaði brotthvarf Srettha en þau tilheyra sama flokki. Paetongtarn ásamt föður sínum á flugvelli í Bangkok í fyrra.AP/Sakchai Lalit Paetongtarn gekk í einkaskóla í Taílandi og stundaði háskólanám í Bretlandi, áður en hún hóf störf hjá Rende hótelsamsteypunni, sem er í eigu fjölskyldunnar. Eiginmaður hennar starfar einnig hjá Rende. Hún gekk í Pheu Thai flokkinn árið 2021 og var útnefnd leiðtogi flokksins árið 2023. Thaksin var í júní ákærður fyrir að vanvirða konungveldið en samkvæmt BBC hefur ákvörun dómstóla um að koma Srettha frá verið túlkuð sem viðvörun til Thaksin um að halda sig á mottunni. Thaksin, sem snéri aftur til Taílands í fyrra eftir 15 ára útlegð, er enn sagður hafa tögl og hagldir í Pheu Thai. Taíland Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Alls greiddu 319 atkvæði með því að útnefna Paetontgtarn forsætisráðherra og 145 gegn. Hún er fjórða manneskjan úr Shinawatra fjölskyldunni til að setjast í embættið en hin þrjú, þeirra á meðal faðir hennar Thaksin og frænka hennar Yingluck, voru hrakin úr embætti í kjölfar valdaráns eða dómsúrskurða. Fráfarandi forsætisráðherra, Srettha Thavisin, var einnig hrakinn úr embætti með dómsúrskurði eftir að dómarar komust að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið af sér með því að skipa lögmann sem hafði setið í fangelsi í ríkisstjórn sína. Paetongtarn sagði í samtali við blaðamenn í gær að hún harmaði brotthvarf Srettha en þau tilheyra sama flokki. Paetongtarn ásamt föður sínum á flugvelli í Bangkok í fyrra.AP/Sakchai Lalit Paetongtarn gekk í einkaskóla í Taílandi og stundaði háskólanám í Bretlandi, áður en hún hóf störf hjá Rende hótelsamsteypunni, sem er í eigu fjölskyldunnar. Eiginmaður hennar starfar einnig hjá Rende. Hún gekk í Pheu Thai flokkinn árið 2021 og var útnefnd leiðtogi flokksins árið 2023. Thaksin var í júní ákærður fyrir að vanvirða konungveldið en samkvæmt BBC hefur ákvörun dómstóla um að koma Srettha frá verið túlkuð sem viðvörun til Thaksin um að halda sig á mottunni. Thaksin, sem snéri aftur til Taílands í fyrra eftir 15 ára útlegð, er enn sagður hafa tögl og hagldir í Pheu Thai.
Taíland Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira