Íbúafundur um uppbyggingu sem ógni flúðunum skilyrði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. ágúst 2024 13:00 Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarstjóri Bláskógabyggðar hvetur alla sem hafa eitthvað að athuga við áform um virkjun í Tungufljóti til að skila inn athugasemdum fyrr en síðar. Áformunum, sem gera einnig ráð fyrir 70 húsum á frístundalóðum auk gisti- og veitingaþjónustu, var hleypt til skipulagsnefndar og sveitarstjórnar með skilyrði um að íbúafundur yrði haldinn um þau. Fjallað var um það á Vísi í morgun að björgunarsveitarfólk og meðlimir kajaksamfélagsins óttuðust áform um virkjun Tungufljóts í Bláskógabyggð, þar sem hún yrði þess valdandi að einstakar flúðir sem nýttar hafa verið til björgunaræfinga og kajakkeppna myndu tapast. Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir áformin í fyrsta fasa, og ekkert ákveðið enn. „Það kom þessi svokallaða skipulagslýsing inn til sveitarstjórnar og skipulagsnefndar og sveitarstjórnar. Það var ákveðið að hleypa henni í kynningu. En það var áskilið, samhliða því að hún yrði auglýst og öllum gefinn kostur á að gera athugasemdir, þá yrði haldinn íbúafundur til að kynna hana enn frekar því þetta er talsvert mikil breyting á þessu svæði,“ segir Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri. Allt vel kynnt Áformin felast ekki aðeins í virkjun, heldur einnig 35 frístundalóðum með tveimur húsum á hverri lóð, auk veitinga- og gistiþjónustu á svæði milli Gullfoss og Geysis, tveggja afar vinsælla ferðamannastaða. „Það er vilji sveitarstjórnar að þetta verði kynnt mjög ítarlega. Þetta er svona í fyrsta fasa. Ef það verður ákveðið að hleypa í gegn þessu skipulagsmáli, þá kemur deiliskipulagstillaga sem fer líka í auglýsingu.“ Þrátt fyrir það sé best að fá athugasemdir sem fyrst. „Við hvetjum bara alla sem eitthvað hafa um þetta að segja til að skila inn athugasemdum.“ Ásta segist skilja að landeigendur vilji nýta land sitt til uppbyggingar. „En það þarf auðvitað bara að huga vel að öllum þáttum og hvaða starfsemi er á hverju svæði,“ segir Ásta. Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fundu Guð í App store Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Fjallað var um það á Vísi í morgun að björgunarsveitarfólk og meðlimir kajaksamfélagsins óttuðust áform um virkjun Tungufljóts í Bláskógabyggð, þar sem hún yrði þess valdandi að einstakar flúðir sem nýttar hafa verið til björgunaræfinga og kajakkeppna myndu tapast. Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir áformin í fyrsta fasa, og ekkert ákveðið enn. „Það kom þessi svokallaða skipulagslýsing inn til sveitarstjórnar og skipulagsnefndar og sveitarstjórnar. Það var ákveðið að hleypa henni í kynningu. En það var áskilið, samhliða því að hún yrði auglýst og öllum gefinn kostur á að gera athugasemdir, þá yrði haldinn íbúafundur til að kynna hana enn frekar því þetta er talsvert mikil breyting á þessu svæði,“ segir Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri. Allt vel kynnt Áformin felast ekki aðeins í virkjun, heldur einnig 35 frístundalóðum með tveimur húsum á hverri lóð, auk veitinga- og gistiþjónustu á svæði milli Gullfoss og Geysis, tveggja afar vinsælla ferðamannastaða. „Það er vilji sveitarstjórnar að þetta verði kynnt mjög ítarlega. Þetta er svona í fyrsta fasa. Ef það verður ákveðið að hleypa í gegn þessu skipulagsmáli, þá kemur deiliskipulagstillaga sem fer líka í auglýsingu.“ Þrátt fyrir það sé best að fá athugasemdir sem fyrst. „Við hvetjum bara alla sem eitthvað hafa um þetta að segja til að skila inn athugasemdum.“ Ásta segist skilja að landeigendur vilji nýta land sitt til uppbyggingar. „En það þarf auðvitað bara að huga vel að öllum þáttum og hvaða starfsemi er á hverju svæði,“ segir Ásta.
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fundu Guð í App store Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira