97 ára og 81 árs dömur á ísrúnti á Dalvík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. ágúst 2024 20:05 Ingigerður Sigríður Júlíusdóttir, hjólari og starfsmaður á Dalbæ að leggja af stað í hjólatúr með vinkonurnar í kerrunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þær eru yfir sig ánægðar með sig, 97 ára og 81 árs vinkonurnar á Dalbæ, hjúkrunarheimili á Dalvík þegar þær fara saman á ísrúnt á sérstöku hjóli þar sem þær sitja í vagni eins og prinsessur með hattana sína og sólgleraugun á nefinu. Dalbær er flott hjúkrunarheimili þar sem búa 37 íbúar og hafa það gott enda fá þeir topp þjónustu hjá starfsfólki. „Og við reynum bara að hafa gaman og skemmtilegt og njóta saman hérna. Við erum afskaplega heppinn með mannauðinn, bæði íbúa og starfsfólk,” segir Elísa Rán Ingvarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri á Dalbæ. Elísa Rán Ingvarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri á Dalbæ, sem segist vera afskaplega heppinn með mannauðinn, bæði íbúa og starfsfólk á heimilinu. Og hjólið góða á Dalbæ vekur alltaf mikla athygli en það kallast „Kristjaníuhjólið” en Ingigerður er mjög dugleg að fara með heimilisfólkið í hjólatúra um bæinn og þá er vinsælast að fara og fá sér ís. „Jú, jú, mér finnst mjög gaman að fara svona rúnt. Stundum bjóðum við körlunum með okkur,“ segir Sigríður Margrét Hafstað, 97 ára íbúi á Dalbæ, alltaf kölluð Sigríður á Tjörn og bætir við að karlarnir á heimilinu séu þokkalega sætir. Og Sigrún Arngrímsdóttir, sem er 81 árs segir frábært að fara á ísrúnt á hjólinu og ekki skemmi fyrir þegar Sigríður Margrét, elsti íbúinn fer með henni. Báðar eru þær alsælar á Dalbæ. „Það er bara allt gott hérna, allir svo góðir og liprir. Svo er maturinn alveg hreint eins og á hóteli. Ég er búin að bæta á mig síðan ég kom hingað, því er fljót svarað,” segir Sigrún og skellihlær. En er ekki gaman fyrir fólkið og komast svona út og fara á rúntinn á hjólinu? „Jú, þau eru alveg bara himin lifandi, sumir varla snerta jörðina þegar þeir koma af hjólinu. Þetta er rosalega gaman. Og ekki skemmir það að geta farið í ísbíltúr, eða hjólatúr, við erum að fara í það núna, sem sagt förum á Olís og fáum ís þar,” segir Ingigerður Sigríður Júlíusdóttir, hjólari og starfsmaður á Dalbæ. Vinkonurnar, Sigríður Margrét 97 ára og Sigrún, 81 árs í hjólakerrunni góðu, sem þær eru svo ánægðar með, ekki síst þegar þær komast á ísrúnt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dalvíkurbyggð Hjúkrunarheimili Hjólreiðar Ís Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Dalbær er flott hjúkrunarheimili þar sem búa 37 íbúar og hafa það gott enda fá þeir topp þjónustu hjá starfsfólki. „Og við reynum bara að hafa gaman og skemmtilegt og njóta saman hérna. Við erum afskaplega heppinn með mannauðinn, bæði íbúa og starfsfólk,” segir Elísa Rán Ingvarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri á Dalbæ. Elísa Rán Ingvarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri á Dalbæ, sem segist vera afskaplega heppinn með mannauðinn, bæði íbúa og starfsfólk á heimilinu. Og hjólið góða á Dalbæ vekur alltaf mikla athygli en það kallast „Kristjaníuhjólið” en Ingigerður er mjög dugleg að fara með heimilisfólkið í hjólatúra um bæinn og þá er vinsælast að fara og fá sér ís. „Jú, jú, mér finnst mjög gaman að fara svona rúnt. Stundum bjóðum við körlunum með okkur,“ segir Sigríður Margrét Hafstað, 97 ára íbúi á Dalbæ, alltaf kölluð Sigríður á Tjörn og bætir við að karlarnir á heimilinu séu þokkalega sætir. Og Sigrún Arngrímsdóttir, sem er 81 árs segir frábært að fara á ísrúnt á hjólinu og ekki skemmi fyrir þegar Sigríður Margrét, elsti íbúinn fer með henni. Báðar eru þær alsælar á Dalbæ. „Það er bara allt gott hérna, allir svo góðir og liprir. Svo er maturinn alveg hreint eins og á hóteli. Ég er búin að bæta á mig síðan ég kom hingað, því er fljót svarað,” segir Sigrún og skellihlær. En er ekki gaman fyrir fólkið og komast svona út og fara á rúntinn á hjólinu? „Jú, þau eru alveg bara himin lifandi, sumir varla snerta jörðina þegar þeir koma af hjólinu. Þetta er rosalega gaman. Og ekki skemmir það að geta farið í ísbíltúr, eða hjólatúr, við erum að fara í það núna, sem sagt förum á Olís og fáum ís þar,” segir Ingigerður Sigríður Júlíusdóttir, hjólari og starfsmaður á Dalbæ. Vinkonurnar, Sigríður Margrét 97 ára og Sigrún, 81 árs í hjólakerrunni góðu, sem þær eru svo ánægðar með, ekki síst þegar þær komast á ísrúnt.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Dalvíkurbyggð Hjúkrunarheimili Hjólreiðar Ís Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira