Lögreglumenn vopnast rafbyssum í byrjun september Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2024 09:22 Frá æfingum lögreglumanna með rafbyssur. Vísir/Arnar Almenningur má eiga von á að sjá lögreglumenn vopnaða rafbyssum á næstunni en þær verða afhentar lögregluembættum á landinu í fyrstu viku september. Lögreglan segir um helming landsmanna hlynntan rafbyssuburði lögreglumanna. Rúmlega 460 lögreglumenn á landinu hafa hlotið þjálfun og öðlast réttindi til þess að bera rafbyssur, sem lögreglan nefnir rafvarnarvopn, samkvæmt tilkynningu ríkislögreglustjóra. Aðeins menntaðir lögreglumenn sem hafa fengið þjálfun í notkun vopnanna eiga að bera þau. Ríkislögreglustjóraembættið fullyrðir að mikið eftirlit verði með notkun rafbyssnanna, meðal annars með sjálfvirkum skráningum og myndupptökum úr búkmyndavélum. Tölfræði um notkun vopnanna verður birt opinberlega reglulega. Lögreglufólki varð heimilt að nota rafbyssur í lok janúar í fyrra þegar Jón Gunnarsson, þáverandi dómsmálaráðherra, undirritaði reglubreytingu þess efnis. Breytingin var afar umdeild í samfélaginu og innan ríkisstjórnarinnar. Síðasta sumar ákvað Guðrún Hafsteinsdóttir, sem þá hafði tekið við sem dómsmálaráðherra, í samráði við lögregluna að hefja innleiðingu rafbyssa og hófst þá þjálfun lögreglumanna. Ríkislögreglustjóri lét könnunarfyrirtækið Gallup gera skoðanakönnun um af stöðu fólks til rafbyssuburðar lögreglumanna í sumar. Niðurstöður hennar voru að rúmlega 51 prósent sagðist mjög eða frekar hlynnt því að lögreglan beri rafbyssur við störf sín. Tæplega þrjátíu prósent sögðu frekar eða mjög andvíg. Mestur stuðningur reyndist við að lögreglan beitti rafbyssum í tilfellum þar sem maður ógnar öðrum með hnífi eða er vopnaður hnífi. Rétt innan við helmingsstuðningur var við að lögreglan beitti rafbyssum í óeirðum. Tæplega helmingur var andvígur því að rafbyssum væri beitt á fimmtán til átján ára ungmenni sem sýna ofbeldisfulla hegðun. Fréttamaður Stöðvar 2 fór á rafbyssuæfingu hjá ríkislögreglustjóra í fyrra. Lögreglan Skoðanakannanir Rafbyssur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Rúmlega 460 lögreglumenn á landinu hafa hlotið þjálfun og öðlast réttindi til þess að bera rafbyssur, sem lögreglan nefnir rafvarnarvopn, samkvæmt tilkynningu ríkislögreglustjóra. Aðeins menntaðir lögreglumenn sem hafa fengið þjálfun í notkun vopnanna eiga að bera þau. Ríkislögreglustjóraembættið fullyrðir að mikið eftirlit verði með notkun rafbyssnanna, meðal annars með sjálfvirkum skráningum og myndupptökum úr búkmyndavélum. Tölfræði um notkun vopnanna verður birt opinberlega reglulega. Lögreglufólki varð heimilt að nota rafbyssur í lok janúar í fyrra þegar Jón Gunnarsson, þáverandi dómsmálaráðherra, undirritaði reglubreytingu þess efnis. Breytingin var afar umdeild í samfélaginu og innan ríkisstjórnarinnar. Síðasta sumar ákvað Guðrún Hafsteinsdóttir, sem þá hafði tekið við sem dómsmálaráðherra, í samráði við lögregluna að hefja innleiðingu rafbyssa og hófst þá þjálfun lögreglumanna. Ríkislögreglustjóri lét könnunarfyrirtækið Gallup gera skoðanakönnun um af stöðu fólks til rafbyssuburðar lögreglumanna í sumar. Niðurstöður hennar voru að rúmlega 51 prósent sagðist mjög eða frekar hlynnt því að lögreglan beri rafbyssur við störf sín. Tæplega þrjátíu prósent sögðu frekar eða mjög andvíg. Mestur stuðningur reyndist við að lögreglan beitti rafbyssum í tilfellum þar sem maður ógnar öðrum með hnífi eða er vopnaður hnífi. Rétt innan við helmingsstuðningur var við að lögreglan beitti rafbyssum í óeirðum. Tæplega helmingur var andvígur því að rafbyssum væri beitt á fimmtán til átján ára ungmenni sem sýna ofbeldisfulla hegðun. Fréttamaður Stöðvar 2 fór á rafbyssuæfingu hjá ríkislögreglustjóra í fyrra.
Lögreglan Skoðanakannanir Rafbyssur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira