KR áfrýjar niðurstöðu KSÍ Runólfur Trausti Þórhallsson og Valur Páll Eiríksson skrifa 20. ágúst 2024 19:07 Páll reiknar með að KR muni áfrýja strax í kvöld. Stöð 2 Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, staðfesti í samtali við Vísi og Stöð 2 rétt í þessu að félagið ætlaði að áfrýja niðurstöðu Knattspyrnusambands Íslands í máli félagsins er kemur að leiknum sem átti að fara fram í Kórnum á dögunum. Fyrr í dag hafnaði KSÍ kröfu KR að liðinu yrði dæmdur sigur í leik gegn HK í Bestu deild karla eftir að leiknum var frestað þar sem annað mark Kórsins var brotið og önnur mörk HK stóðust ekki kröfur KSÍ. Páll segir aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vera gjarna til að vísa málum frá, mál sem eigi að fá efnislega umfjöllun. Svo gjörn sé nefndin til þess að það hafi verið tekið fyrir á ársþingi KSÍ. Vegna þessa séu KR-ingar ósáttir, að málið sé ekki tekið efnislega fyrir. Klippa: Kærunni vísað frá „Niðurstaðan sem slík kemur mér ekki á óvart, maður sér að það er vilji allra að úrslitin ráðist inn á vellinum. Það sem slær mig mest í þessu máli er að málið skuli ekki fá efnislega umfjöllun. Það hefur verið bent á – meðal annars á ársþingi KSÍ síðast þar sem ályktun var lögð fyrir stjórn og þingið fékk afgerandi meirihluta – félögin vilja fá efnislega niðurstöðu,“ sagði Páll í viðtali og hélt áfram. „Því miður virðist aga- og úrskurðarnefnd KSÍ falla í þá gryfju að vísa málum frá svo þau fá ekki efnislega umfjöllun. Ég held það vilji allir fá, sama hvort þeir hafi samúð með KR eða HK í þessu tiltekna tilfelli, umfjöllun um þetta og hvað sé raunverulega í lagi og hvað sé ekki í lagi. Það er þá eitthvað sem fólk verður að gera upp við sig.“ „Ég sakna þess að þessi ágæta nefnd, þetta ágæta fyrsta dómstig sambandsins fjalli efnislega um málið. Því miður falla þeir alltof oft í þessa sömu gryfju,“ sagði Páll. HK fórnarlamd aðstæðna en aðstæður ekki óviðráðanlegar Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vísaði í grein 15.6 í reglugerð um knattspyrnumót, en þar er talað um „óviðráðanlegar orsakir“ fyrir því að leikur fari ekki fram, svo sem veður eða ástand vallar. KR sagði í kæru sinni að brotið mark í Kórnum væri ekki dæmi um óviðráðanlegar aðstæður og Páll færir rök fyrir því: „Ég held að það séu öll sammála að þegar horft er á eitthvað sem er óviðráðanlegt þá eigi það ekki við í þessu tiltekna tilfelli en það er líklega eina dæmið sem hægt er að vísa í til að fá efnislega niðurstöðu eins og stjórnin gerir. Ef þetta eru óviðráðanlegar aðstæður er verið að teygja hugtakið ansi vítt og ekki samræmi við neina lögfræði.“ „Það er líka hættulegt að setja svona fordæmi. Ætla ekki að ætla HK það að þeir hafi verið viljandi að brjóta, eru að vissu leyti fórnarlamb aðstæðna þó þeir hafi geta gert margt betur í aðdraganda leiksins en þetta er mjög hættulegt og vont fordæmi. Opnar á möguleika á að menn séu hreinlega óheiðarlegir, sem ég er þó ekki að segja að eigi við í þessu tilfelli en þetta er vont fordæmi.“ Vilja efnislega umfjöllun Leikurinn á að fara fram á fimmtudaginn kemur, þann 20. ágúst næstkomandi. Tíminn er því knappur fyrir æðra dómsvald að fara yfir málið, sérstaklega ef gefa á því málinu efnislega niðurstöðu, líkt og KR kallar eftir. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að þessu verði áfrýjað í kvöld svo þetta geti fengið umfjöllun ákvörðunardómstóls á morgun, veit ekki hversu hratt þeir geta unnið. Hvort leikurinn fari fram á fimmtudag get ég ekki sagt til um en ef KSÍ segir okkur að mæta þá að sjálfsögðu mætir KR og gerir allt til að vinna leikinn. Við teljum hins vegar að það vanti mikilvæga umfjöllun það þurfi að afgreiða þetta mál og setja skýrt fordæmi.“ „Við viljum fá efnislega niðurstöðu í þetta mál. Okkur þykir það nauðsynlegt, fótboltanum til heilla,“ sagði Páll Kristjánsson að endingu. Frétt um málið úr Sportpakkanum á Stöð 2 má sjá að ofan. Viðtalið í heild sinni er í spilaranum að neðan. Klippa: KR áfrýjar og vill málefnalega niðurstöðu KSÍ Besta deild karla KR HK Íslenski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Sjá meira
Fyrr í dag hafnaði KSÍ kröfu KR að liðinu yrði dæmdur sigur í leik gegn HK í Bestu deild karla eftir að leiknum var frestað þar sem annað mark Kórsins var brotið og önnur mörk HK stóðust ekki kröfur KSÍ. Páll segir aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vera gjarna til að vísa málum frá, mál sem eigi að fá efnislega umfjöllun. Svo gjörn sé nefndin til þess að það hafi verið tekið fyrir á ársþingi KSÍ. Vegna þessa séu KR-ingar ósáttir, að málið sé ekki tekið efnislega fyrir. Klippa: Kærunni vísað frá „Niðurstaðan sem slík kemur mér ekki á óvart, maður sér að það er vilji allra að úrslitin ráðist inn á vellinum. Það sem slær mig mest í þessu máli er að málið skuli ekki fá efnislega umfjöllun. Það hefur verið bent á – meðal annars á ársþingi KSÍ síðast þar sem ályktun var lögð fyrir stjórn og þingið fékk afgerandi meirihluta – félögin vilja fá efnislega niðurstöðu,“ sagði Páll í viðtali og hélt áfram. „Því miður virðist aga- og úrskurðarnefnd KSÍ falla í þá gryfju að vísa málum frá svo þau fá ekki efnislega umfjöllun. Ég held það vilji allir fá, sama hvort þeir hafi samúð með KR eða HK í þessu tiltekna tilfelli, umfjöllun um þetta og hvað sé raunverulega í lagi og hvað sé ekki í lagi. Það er þá eitthvað sem fólk verður að gera upp við sig.“ „Ég sakna þess að þessi ágæta nefnd, þetta ágæta fyrsta dómstig sambandsins fjalli efnislega um málið. Því miður falla þeir alltof oft í þessa sömu gryfju,“ sagði Páll. HK fórnarlamd aðstæðna en aðstæður ekki óviðráðanlegar Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vísaði í grein 15.6 í reglugerð um knattspyrnumót, en þar er talað um „óviðráðanlegar orsakir“ fyrir því að leikur fari ekki fram, svo sem veður eða ástand vallar. KR sagði í kæru sinni að brotið mark í Kórnum væri ekki dæmi um óviðráðanlegar aðstæður og Páll færir rök fyrir því: „Ég held að það séu öll sammála að þegar horft er á eitthvað sem er óviðráðanlegt þá eigi það ekki við í þessu tiltekna tilfelli en það er líklega eina dæmið sem hægt er að vísa í til að fá efnislega niðurstöðu eins og stjórnin gerir. Ef þetta eru óviðráðanlegar aðstæður er verið að teygja hugtakið ansi vítt og ekki samræmi við neina lögfræði.“ „Það er líka hættulegt að setja svona fordæmi. Ætla ekki að ætla HK það að þeir hafi verið viljandi að brjóta, eru að vissu leyti fórnarlamb aðstæðna þó þeir hafi geta gert margt betur í aðdraganda leiksins en þetta er mjög hættulegt og vont fordæmi. Opnar á möguleika á að menn séu hreinlega óheiðarlegir, sem ég er þó ekki að segja að eigi við í þessu tilfelli en þetta er vont fordæmi.“ Vilja efnislega umfjöllun Leikurinn á að fara fram á fimmtudaginn kemur, þann 20. ágúst næstkomandi. Tíminn er því knappur fyrir æðra dómsvald að fara yfir málið, sérstaklega ef gefa á því málinu efnislega niðurstöðu, líkt og KR kallar eftir. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að þessu verði áfrýjað í kvöld svo þetta geti fengið umfjöllun ákvörðunardómstóls á morgun, veit ekki hversu hratt þeir geta unnið. Hvort leikurinn fari fram á fimmtudag get ég ekki sagt til um en ef KSÍ segir okkur að mæta þá að sjálfsögðu mætir KR og gerir allt til að vinna leikinn. Við teljum hins vegar að það vanti mikilvæga umfjöllun það þurfi að afgreiða þetta mál og setja skýrt fordæmi.“ „Við viljum fá efnislega niðurstöðu í þetta mál. Okkur þykir það nauðsynlegt, fótboltanum til heilla,“ sagði Páll Kristjánsson að endingu. Frétt um málið úr Sportpakkanum á Stöð 2 má sjá að ofan. Viðtalið í heild sinni er í spilaranum að neðan. Klippa: KR áfrýjar og vill málefnalega niðurstöðu
KSÍ Besta deild karla KR HK Íslenski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Sjá meira