Fór út fyrir umboð sitt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 21. ágúst 2024 08:01 Haustið 2012 fór fram ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem spurt var hvort vilji væri fyrir því að tillögur stjórnlagaráðs yrðu „lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“. Var það samþykkt með atkvæðum tæplega 31% kjósenda á kjörskrá en kjörsókn var einungis 48,4%. Frumvarpið var í kjölfarið lagt fram á Alþingi en náði hins vegar ekki fram að ganga áður en þingkosningar fóru fram næsta vor. Fyrir kosningarnar var tekizt harkalega á um málið á Alþingi. Niðurstaða þeirra varð hins vegar sú að þeir tveir flokkar sem beittu sér gegn því að stjórnarskrá lýðveldisins yrði skipt úr fyrir aðra byggða á tillögum stjórnlagaráðs. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, fengu meirihluta þingsæta og mynduðu í kjölfarið ríkisstjórn. Ólíkt þjóðaratkvæðinu var kjörsókn í þingkosningunum 81,4%. Fátt ef eitthvað er til marks um það að sérstakur áhugi sé á því hjá íslenzku þjóðinni að skipta stjórnarskrá lýðveldisins út fyrir aðra. Þvert á móti bendir flest til þess að kjósendur hafi í bezta falli takmarkaðan áhuga á málinu. Ekki sízt fylgi flokka hlynntum því að skipta um stjórnarskrá. Nú síðast stórjókst fylgi Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum meðal annars eftir að flokkurinn lagði áherzlu á málið á hilluna. Kjósendur upplýstir um leikreglurnar Talsmenn þess að skipt verði um stjórnarskrá halda gjarnan á lofti þeirri sögufölsun að samþykkt hafi verið í þjóðaratkvæðinu að tillögur stjórnlagaráðs skyldu lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá en ekki frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Þar á milli er eðli málsins samkvæmt grundvallarmunur. Veruleikinn er sá að þjóðaratkvæðið var í reynd uppfyllt enda var frumvarpið lagt fram. Það var hins vegar ekki samþykkt. Tekið var fram á kjörseðlinum og í kynningarefni sem sent var til kjósenda í aðdraganda þjóðaratkvæðisins að Alþingi ætti síðasta orðið um það hvort og að hvaða marki breytingar yrðu gerðar á stjórnarskránni í samræmi við stjórnskipun landsins. Enn fremur að þjóðaratkvæðið væri lögum samkvæmt ráðgefandi, þingið gæti ekki framselt löggjafarvald sitt og þingmenn væru aðeins bundnir af sannfæringu sinni. Tal sömu aðila um það að Alþingi ráði ekki við stjórnarskrárbreytingar er óneitanlega nokkuð sérstakt í ljósi þess að í tillögum stjórnlagaráðs er gert ráð fyrir lykilhlutverki þingsins við slíkar breytingar. Þannig segir í 113. grein tillagnanna um stjórnarskrárbreytingar að samþykki Alþingi frumvarp um breytingar á stjórnarskrá skuli bera það undir kjósendur. Forsendan er þannig sem fyrr frumkvæði þingsins í þeim efnum. Tvennt hægt að gera við tillögurnar Mikilvægt er annars að hafa í huga í þessu sambandi að stjórnlagaráði var aldrei falið að semja nýja stjórnarskrá og hafði fyrir vikið ekkert umboð til þess. Ráðið fékk þannig einungis það verkefni að „gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands“ eins og fram kemur í þingsályktun Alþingis um skipun þess. Hins vegar tók ráðið sér það vald að semja frumvarp að nýrri stjórnarskrá í trássi við umboð sitt. Tvennt er hægt að gera við tillögur stjórnlagaráðs með tilliti til umboðs ráðsins og þeirra forsendna sem lágu til grundvallar ráðgefandi þjóðaratkvæðinu. Annað hvort að líta á tillögurnar eins og þær voru alltaf hugsaðar, sem innlegg í þá vinnu að gera breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins þar sem þess er talin þörf, eða að hafa þær einfaldlega að engu þar sem umrædd vinna var ekki í samræmi við umboð ráðsins. Stefna stjórnvalda, um að gerðar verði þær breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins sem talin er þörf á í sem breiðastri sátt og með hliðsjón af þeirri vinnu sem fram hefur farið í þeim efnum, er ekki aðeins í hæsta máta lýðræðisleg heldur í fullu samræmi bæði við þingsályktun Alþingis um skipun stjórnlagaráðs sem og þær forsendur sem lágu til grundvallar ráðgefandi þjóðaratkvæðinu um tillögur ráðsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Stjórnarskrá Alþingi Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Haustið 2012 fór fram ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem spurt var hvort vilji væri fyrir því að tillögur stjórnlagaráðs yrðu „lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“. Var það samþykkt með atkvæðum tæplega 31% kjósenda á kjörskrá en kjörsókn var einungis 48,4%. Frumvarpið var í kjölfarið lagt fram á Alþingi en náði hins vegar ekki fram að ganga áður en þingkosningar fóru fram næsta vor. Fyrir kosningarnar var tekizt harkalega á um málið á Alþingi. Niðurstaða þeirra varð hins vegar sú að þeir tveir flokkar sem beittu sér gegn því að stjórnarskrá lýðveldisins yrði skipt úr fyrir aðra byggða á tillögum stjórnlagaráðs. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, fengu meirihluta þingsæta og mynduðu í kjölfarið ríkisstjórn. Ólíkt þjóðaratkvæðinu var kjörsókn í þingkosningunum 81,4%. Fátt ef eitthvað er til marks um það að sérstakur áhugi sé á því hjá íslenzku þjóðinni að skipta stjórnarskrá lýðveldisins út fyrir aðra. Þvert á móti bendir flest til þess að kjósendur hafi í bezta falli takmarkaðan áhuga á málinu. Ekki sízt fylgi flokka hlynntum því að skipta um stjórnarskrá. Nú síðast stórjókst fylgi Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum meðal annars eftir að flokkurinn lagði áherzlu á málið á hilluna. Kjósendur upplýstir um leikreglurnar Talsmenn þess að skipt verði um stjórnarskrá halda gjarnan á lofti þeirri sögufölsun að samþykkt hafi verið í þjóðaratkvæðinu að tillögur stjórnlagaráðs skyldu lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá en ekki frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Þar á milli er eðli málsins samkvæmt grundvallarmunur. Veruleikinn er sá að þjóðaratkvæðið var í reynd uppfyllt enda var frumvarpið lagt fram. Það var hins vegar ekki samþykkt. Tekið var fram á kjörseðlinum og í kynningarefni sem sent var til kjósenda í aðdraganda þjóðaratkvæðisins að Alþingi ætti síðasta orðið um það hvort og að hvaða marki breytingar yrðu gerðar á stjórnarskránni í samræmi við stjórnskipun landsins. Enn fremur að þjóðaratkvæðið væri lögum samkvæmt ráðgefandi, þingið gæti ekki framselt löggjafarvald sitt og þingmenn væru aðeins bundnir af sannfæringu sinni. Tal sömu aðila um það að Alþingi ráði ekki við stjórnarskrárbreytingar er óneitanlega nokkuð sérstakt í ljósi þess að í tillögum stjórnlagaráðs er gert ráð fyrir lykilhlutverki þingsins við slíkar breytingar. Þannig segir í 113. grein tillagnanna um stjórnarskrárbreytingar að samþykki Alþingi frumvarp um breytingar á stjórnarskrá skuli bera það undir kjósendur. Forsendan er þannig sem fyrr frumkvæði þingsins í þeim efnum. Tvennt hægt að gera við tillögurnar Mikilvægt er annars að hafa í huga í þessu sambandi að stjórnlagaráði var aldrei falið að semja nýja stjórnarskrá og hafði fyrir vikið ekkert umboð til þess. Ráðið fékk þannig einungis það verkefni að „gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands“ eins og fram kemur í þingsályktun Alþingis um skipun þess. Hins vegar tók ráðið sér það vald að semja frumvarp að nýrri stjórnarskrá í trássi við umboð sitt. Tvennt er hægt að gera við tillögur stjórnlagaráðs með tilliti til umboðs ráðsins og þeirra forsendna sem lágu til grundvallar ráðgefandi þjóðaratkvæðinu. Annað hvort að líta á tillögurnar eins og þær voru alltaf hugsaðar, sem innlegg í þá vinnu að gera breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins þar sem þess er talin þörf, eða að hafa þær einfaldlega að engu þar sem umrædd vinna var ekki í samræmi við umboð ráðsins. Stefna stjórnvalda, um að gerðar verði þær breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins sem talin er þörf á í sem breiðastri sátt og með hliðsjón af þeirri vinnu sem fram hefur farið í þeim efnum, er ekki aðeins í hæsta máta lýðræðisleg heldur í fullu samræmi bæði við þingsályktun Alþingis um skipun stjórnlagaráðs sem og þær forsendur sem lágu til grundvallar ráðgefandi þjóðaratkvæðinu um tillögur ráðsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun