Ólympíufara fagnað á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. ágúst 2024 20:06 Hákon Þór Svavarsson, keppandi á Ólympíuleikunum í París og Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg við athöfnina í gær. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ólympíufari Selfyssinga, Hákon Þór Svavarsson, sem keppti í skotfimi á Ólympíuleikunum í París fékk góðar móttökur hjá heimamönnum þegar hann kom heim af leikunum. Hann stefnir ótrauður á að keppa líka á næstu Ólympíuleikum eftir fjögur ár, sem verða í Los Angeles í Bandaríkjunum. Bæjarstjórn Árborgar stóð yfir móttöku síðdegis í gær á Brúartorgi í nýja miðbænum á Selfossi fyrir Hákon Þór og fjölskyldu hans. Fjölmargir mættu til að fagna Hákoni og fjölskyldu. Hákon Þór var duglegur að æfa sig á svæði Skotíþróttafélags Suðurlands í Ölfusi áður en hann hélt til Parísar en þar stóð hann sig ótrúlega vel, varð í 23 sæti og náði þar með mjög góðum árangri en tekið skal skýrt fram að það voru allt atvinnumenn, sem hann keppti við, hann var eini ekki atvinnumaðurinn í haglabyssu skotfiminni. „Þetta var bara mjög skemmtileg upplifun. Það kom mér svolítið á óvart að ég hélt að ég yrði ægilega stressaður, sem ég var náttúrulega að sumu leyti en ég hélt að það yrði miklu verra,” segir Hákon Þór hlæjandi. En var þetta mikil upplifun fyrir þig? „ Já, mjög mikil og bara gaman að sjá allt þetta öfluga íþróttafólk og finna stuðninginn hérna heiman frá og frá fólkinu, sem kom að horfa, þetta var mjög skemmtilegt.” En stefnir Hákon Þór með byssuna á næstu Ólympíuleika eftir fjögur ár eða hvað? „Það er alveg líklegt, maður reynir allavega.” Og bæjarstjóri Árborgar er mjög stoltur af árangri Hákonar Þórs eins og aðrir íbúar sveitarfélagsins. „Þetta er ótrúlegt afrek, sem Hákon vann þarna. Bæði að vinna sig inn á leikana og svo að standa sig svona vel að ná besta árangri Íslendings í haglabyssuskotfimi, þannig að við getum ekki verið annað en stolt af honum,” segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri. Vinir og vandamenn Hákonar Svavars og aðrir bæjarbúar á Selfossi mættu til að taka á móti ólympíufaranum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og er ekki gaman fyrir sveitarfélagið að eiga ólympíufara? „Það er náttúrulega alveg frábært og hvetur vonandi bara fleiri til dáða. Þú getur þetta, alveg sama í hvaða grein þú ert, þannig að ég vona, bæði yngri kynslóðir og aðrar íþróttagreinar og íþróttafólk sjái þetta, sem metnað í að reyna að komast á þetta stóra svið,” bætir bæjarstjórinn við. Árborg Ólympíuleikar Skotvopn Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Bæjarstjórn Árborgar stóð yfir móttöku síðdegis í gær á Brúartorgi í nýja miðbænum á Selfossi fyrir Hákon Þór og fjölskyldu hans. Fjölmargir mættu til að fagna Hákoni og fjölskyldu. Hákon Þór var duglegur að æfa sig á svæði Skotíþróttafélags Suðurlands í Ölfusi áður en hann hélt til Parísar en þar stóð hann sig ótrúlega vel, varð í 23 sæti og náði þar með mjög góðum árangri en tekið skal skýrt fram að það voru allt atvinnumenn, sem hann keppti við, hann var eini ekki atvinnumaðurinn í haglabyssu skotfiminni. „Þetta var bara mjög skemmtileg upplifun. Það kom mér svolítið á óvart að ég hélt að ég yrði ægilega stressaður, sem ég var náttúrulega að sumu leyti en ég hélt að það yrði miklu verra,” segir Hákon Þór hlæjandi. En var þetta mikil upplifun fyrir þig? „ Já, mjög mikil og bara gaman að sjá allt þetta öfluga íþróttafólk og finna stuðninginn hérna heiman frá og frá fólkinu, sem kom að horfa, þetta var mjög skemmtilegt.” En stefnir Hákon Þór með byssuna á næstu Ólympíuleika eftir fjögur ár eða hvað? „Það er alveg líklegt, maður reynir allavega.” Og bæjarstjóri Árborgar er mjög stoltur af árangri Hákonar Þórs eins og aðrir íbúar sveitarfélagsins. „Þetta er ótrúlegt afrek, sem Hákon vann þarna. Bæði að vinna sig inn á leikana og svo að standa sig svona vel að ná besta árangri Íslendings í haglabyssuskotfimi, þannig að við getum ekki verið annað en stolt af honum,” segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri. Vinir og vandamenn Hákonar Svavars og aðrir bæjarbúar á Selfossi mættu til að taka á móti ólympíufaranum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og er ekki gaman fyrir sveitarfélagið að eiga ólympíufara? „Það er náttúrulega alveg frábært og hvetur vonandi bara fleiri til dáða. Þú getur þetta, alveg sama í hvaða grein þú ert, þannig að ég vona, bæði yngri kynslóðir og aðrar íþróttagreinar og íþróttafólk sjái þetta, sem metnað í að reyna að komast á þetta stóra svið,” bætir bæjarstjórinn við.
Árborg Ólympíuleikar Skotvopn Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira