Vindur í eigu þjóðar Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 22. ágúst 2024 07:02 Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum að tryggt sé að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar og að ströng skilyrði séu fyrir nýtingu þessa kostar. Vindorkuver geta haft veruleg áhrif á landslag, lífríki og lífsgæði fólks í nærsamfélaginu. Á fáum og röskuðum svæðum Ísland á að nýta auðlindir sínar í sátt við samfélag og náttúru. Gott er ganga út frá því viðmiði að náttúran sé friðhelg og nýting sé undantekning frá þeirri meginreglu. Við Íslendingar búum í nánara sambandi við náttúruna en margar aðrar þjóðir og hún er órjúfanlegur hluti sjálfsmyndar okkar. Vindorkuver valda meira raski á náttúrunni en oft er haldið fram í umræðunni og framkvæmdir eru ekki endilega að fullu afturkræfar. Á Íslandi má enn finna lítt snortin víðerni og stór svæði þar sem áhrifa mannsins gætir takmarkað, sem er nánast einsdæmi í okkar heimshluta og ef vindorkuver eru reist á landi ættu þau að vera á fáum stöðum og á þegar röskuðum svæðum. Þá er mikilvægt að halda vindorkuverum utan miðhálendis Íslands, náttúruverndarsvæða og víðerna, mikilvægra fuglasvæða og farleiða fugla svo eitthvað sé nefnt. Samfélagslegt eignarhald og auðlindagjald Ein af grundvallarstoðum í stefnu Vinstri grænna er að orkuauðlindir Íslands eigi að vera í almannaeigu. Aðkoma einkaaðila að uppbyggingu vindorkuvera á Íslandi er ekki æskileg að mínu mati. Landsvirkjun, sem er í samfélagslegri eigu, ætti að gegna því hlutverki. Þá er mikilvægt að taka auðlindagjald af vindorkuvirkjunum sem á að renna til samfélagsins alls. Orka í þágu innlendra orkuskipta, ekki útflutnings Vinstri græn telja að fyrst og fremst skuli horfa til betri nýtingar orkunnar og jafna aðgengi að nauðsynlegum orkuskiptum um land allt. Jafnframt að ef afla þurfi frekari orku skuli henni ráðstafað í þágu almennra nota og innlendra orkuskipta en ekki til útflutnings. Þannig getur Ísland haldið áfram að vera leiðandi á sviði endurnýjanlegrar orku án þess að ráðast í stórfelldar fórnir á náttúru Íslands. Ósnortin náttúra landsins og víðernin eru líka verðmæt auðlind sem okkur ber að standa vörð um. Höfundur er formaður Vinstri grænna og félags- og vinnumarkaðsráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Orkumál Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum að tryggt sé að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar og að ströng skilyrði séu fyrir nýtingu þessa kostar. Vindorkuver geta haft veruleg áhrif á landslag, lífríki og lífsgæði fólks í nærsamfélaginu. Á fáum og röskuðum svæðum Ísland á að nýta auðlindir sínar í sátt við samfélag og náttúru. Gott er ganga út frá því viðmiði að náttúran sé friðhelg og nýting sé undantekning frá þeirri meginreglu. Við Íslendingar búum í nánara sambandi við náttúruna en margar aðrar þjóðir og hún er órjúfanlegur hluti sjálfsmyndar okkar. Vindorkuver valda meira raski á náttúrunni en oft er haldið fram í umræðunni og framkvæmdir eru ekki endilega að fullu afturkræfar. Á Íslandi má enn finna lítt snortin víðerni og stór svæði þar sem áhrifa mannsins gætir takmarkað, sem er nánast einsdæmi í okkar heimshluta og ef vindorkuver eru reist á landi ættu þau að vera á fáum stöðum og á þegar röskuðum svæðum. Þá er mikilvægt að halda vindorkuverum utan miðhálendis Íslands, náttúruverndarsvæða og víðerna, mikilvægra fuglasvæða og farleiða fugla svo eitthvað sé nefnt. Samfélagslegt eignarhald og auðlindagjald Ein af grundvallarstoðum í stefnu Vinstri grænna er að orkuauðlindir Íslands eigi að vera í almannaeigu. Aðkoma einkaaðila að uppbyggingu vindorkuvera á Íslandi er ekki æskileg að mínu mati. Landsvirkjun, sem er í samfélagslegri eigu, ætti að gegna því hlutverki. Þá er mikilvægt að taka auðlindagjald af vindorkuvirkjunum sem á að renna til samfélagsins alls. Orka í þágu innlendra orkuskipta, ekki útflutnings Vinstri græn telja að fyrst og fremst skuli horfa til betri nýtingar orkunnar og jafna aðgengi að nauðsynlegum orkuskiptum um land allt. Jafnframt að ef afla þurfi frekari orku skuli henni ráðstafað í þágu almennra nota og innlendra orkuskipta en ekki til útflutnings. Þannig getur Ísland haldið áfram að vera leiðandi á sviði endurnýjanlegrar orku án þess að ráðast í stórfelldar fórnir á náttúru Íslands. Ósnortin náttúra landsins og víðernin eru líka verðmæt auðlind sem okkur ber að standa vörð um. Höfundur er formaður Vinstri grænna og félags- og vinnumarkaðsráðherra
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun