Að brúa bil: Hlutverk pólitískrar orðræðu í félagslegri samheldni Nicole Leigh Mosty skrifar 22. ágúst 2024 09:00 Á meðan ég vann að gerð námskeiðs um menningarnæmi og inngildingu fylltist ég tilfinningu um hversu aðkallandi þessi námskeið væru. Mín upplifun og reynsla er að ég er alltaf beðin um að flytja þessi námskeið fyrir fólk sem hefur þegar lagt af stað við að skilja og vinna með eigin viðhorf um fjölbreytileika og inngildingu. Svona eins og presturinn sem prédikar fyrir söfnuði sínum. Ég vildi óska þess að ég væri að undirbúa námskeið fyrir óánægt fordómafullt fólk, fólk sem hundsar eða afneitar þörfinni til að vinna með eigin viðhorf og tileinka sér skilning á verðmætum sem felast í því að búa í samfélagi margbreytileikans. Við erum komin á ákveðinn punkt þar sem við þurfum að þroskast upp úr með eða á móti umræðum pólitískrar orðræðu. Fjölgun atvika vegna útlendinga og LBGTQ+ andúðar er eitthvað sem litla samfélagið okkar getur ekki leyft. Við þurfum að efla samtal um inngildingu í pólitískri og almennri umræðu, byggða á fræðslu og staðreyndum. Opinber herferð með fræðslu og þjálfun í menningarnæmi (cultural awareness/sensetivity) og menningarlegri auðmýkt (cultural humility) kæmi til með að stuðla að auknum skilningi á mikilvægi fjölbreytni og inngildingar. Nýlega var ég í aðstæðum þar sem ég stóð ein í rými að hlusta á fimm hvíta íslenska karlmenn í djúpri samræðu um innflytjendur, innflytjendamál og samfélagið. Samtalið var ógeðslegt og uppfullt af ofsögum og fölsunum sem teknar voru upp úr orðræðu stjórnmálamanns og opinberar persónur hafa einnig fleygt fram. Ég stóð þarna og vissi að ég væri ekki í neinni yfirvofandi hættu en ég var gagntekin af öryggisleysi og skömm um stöðu mína í samfélaginu. Hvað myndi gerast ef ég opinberaði mig, hefði orðræðan orðið persónuleg og beinst að mér? Var það ég sem hafði eyðilagt samfélagið þeirra eða var ég að ræna þá einhverjum réttindum? Ég ákvað að segja ekki neitt, ég vildi ekki lenda í ágreiningi við fólk sem var þegar búið að ákveða sig um fólk eins og mig. Þeir voru ekki að tala um mig persónulega en þeir voru að tala um allt það sem ég tákna og elska. Þegar ég gekk út var mér óglatt, ég var í uppnámi og ég fann tárin bak við augun. Það var svo sannarlega yfirþyrmandi að hugsa um fóðrið sem er að festa rætur í samfélaginu, fólk trúir því í raun og vera að Ísland sé verr sett vegna þess að fólk eins og ég dvel hér. Gleymum því að efnahagsleg velferð þessarar þjóðar hvílir í miklum mæli nú á herðum innflytjenda sem starfa á Íslandi. Ef við myndum öll fara, hver myndi byggja þau hús og aðra innviði sem þörf er á? Hver myndi vinna í leikskólum, á öldrunarheimilum og heilbrigðis-stofnunum? Hvernig myndu mikilvægastu atvinnugreinarnar þ.m.t. ferðaþjónusta og fiskvinnsla dafna án okkar? Lítum bara á pólitískt og félagslegt umhverfi í Englandi og Bandaríkjunum. Orðræða sem byggir á ofbeldi í garð fjölbreytni gæti virst fjarlæg, en er það ekki. Pólitískt andrúmsloft í þessum löndum er farið úr böndunum en byrjaði á margan hátt, á sama stað og við stöndum á núna hérna á Íslandi. Við gætum sagt, nei ekki hér á friðsæla Íslandi. En sannleikurinn er sá að það eru rauðir fánar hér sem blöktu lengi í Englandi og í Bandaríkjunum. Brexit og “Build the wall” voru eldsneytið og eldurinn er nú kveiktur. Við getum ekki leyft Íslandi að fara þessa leið. Við þurfum og verðum að gera betur, punktur. Hverjar eru fyrirsagnirnar hérna heima? Við erum með góðgerðarsamtök sem þiggja opinbera styrki og eru nú að aðgreina þjónustu og fólk eftir bakgrunni þeirra og ráðast sérstaklega á tiltekið þjóðerni. Við höfum stjórnmálamenn sem vilja breyta og herða á lögum sérstaklega vegna innflytjenda. Við höfum pólitíska fulltrúa á sveitafélagsstigi og opinberar persónur sem flagga fordómafullum yfirlýsingum oftast án afleiðinga. Smellubeitur frá heimamönnum sem ekki eru byggðar á staðreyndum heldur byggðar á eigin fordómum. Við eigum mjög fáa pólítíska fulltrúa innflytjenda eða innflytjendur í leiðtogahlutverkum í opinberri stjórnsýslu. Og þegar svo er, er þeim oft mismunað eða gert lítið úr þeim. Tölfræði og rannsóknir sýna hvernig innflytjendum er haldið niðri í samfélaginu og lítið er gert til að bæta úr því. Fjölbreytni og inngilding eru gildi sem hafa aldrei verið eins mikilvæg og í dag. Þessi hugtök eru ekki bara tískuorð; þau eru grunnþættir sem geta knúið fram samfélagslegar framfarir, ýtt undir nýsköpun og tryggt réttlæti og sanngirni fyrir alla einstaklinga. Þessi orð snúa ekki bara að „þessu fólki“, þau eru gildi sem varða velferð okkar allra. Pólitísk ábyrgð tengd fjölbreytni og inngildingu þýðir meiri sanngirni fyrir alla og betri fyrirmyndir. Fjölbreytt og innihaldsríkt stjórnmálakerfi tryggir að allar raddir heyrist og eru virtar. Þegar stjórnmálamenn og konur endurspegla fjölbreytileika í samfélaginu eru þau betur í stakk búin til að takast á við einstaka þarfir og áskoranir ólíkra hópa innan samfélagsins. Ef sömu stjórnmálamenn og konur sem flagga vantrausti og efa myndu þess í stað stuðla að inngildingu ásamt því að byggja upp traust og samvinnu milli ólíkra hópa, yrði ávinningurinn sá að draga myndi úr félagslegri spennu. Þannig væri hægt að stuðla að einingu sem knýr fram nýsköpun og hagvöxt. Fyrir utan hagnýtan ávinning er siðferðileg skylda að stuðla að inngildingu. Að tryggja að allir einstaklingar hafi tækifæri til að ná árangri og taki fullan þátt í samfélaginu er réttlætis- og mannréttindamál. Að minnsta kosti það, að konu af erlendum uppruna líði eins og hún sé velkomin og jafn örugg í bakaríi að kaupa sinn snúð og þeir fimm karlmenn sem snæða góðgæti og drekka kaffi saman. Stjórnmálaleiðtogarnir okkar bera ábyrgð á að halda þessum gildum í heiðri með því að huga að orðræðu sinni og þeim áhrifum sem hún hefur á samfélagið á meðan þeir vinna að réttlátara samfélagi fyrir alla. Höfundur er innflytjandi, fyrrverandi þingkona og forstöðukona Fjölmenningarseturs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Hinsegin Mannréttindi Flóttafólk á Íslandi Nichole Leigh Mosty Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á meðan ég vann að gerð námskeiðs um menningarnæmi og inngildingu fylltist ég tilfinningu um hversu aðkallandi þessi námskeið væru. Mín upplifun og reynsla er að ég er alltaf beðin um að flytja þessi námskeið fyrir fólk sem hefur þegar lagt af stað við að skilja og vinna með eigin viðhorf um fjölbreytileika og inngildingu. Svona eins og presturinn sem prédikar fyrir söfnuði sínum. Ég vildi óska þess að ég væri að undirbúa námskeið fyrir óánægt fordómafullt fólk, fólk sem hundsar eða afneitar þörfinni til að vinna með eigin viðhorf og tileinka sér skilning á verðmætum sem felast í því að búa í samfélagi margbreytileikans. Við erum komin á ákveðinn punkt þar sem við þurfum að þroskast upp úr með eða á móti umræðum pólitískrar orðræðu. Fjölgun atvika vegna útlendinga og LBGTQ+ andúðar er eitthvað sem litla samfélagið okkar getur ekki leyft. Við þurfum að efla samtal um inngildingu í pólitískri og almennri umræðu, byggða á fræðslu og staðreyndum. Opinber herferð með fræðslu og þjálfun í menningarnæmi (cultural awareness/sensetivity) og menningarlegri auðmýkt (cultural humility) kæmi til með að stuðla að auknum skilningi á mikilvægi fjölbreytni og inngildingar. Nýlega var ég í aðstæðum þar sem ég stóð ein í rými að hlusta á fimm hvíta íslenska karlmenn í djúpri samræðu um innflytjendur, innflytjendamál og samfélagið. Samtalið var ógeðslegt og uppfullt af ofsögum og fölsunum sem teknar voru upp úr orðræðu stjórnmálamanns og opinberar persónur hafa einnig fleygt fram. Ég stóð þarna og vissi að ég væri ekki í neinni yfirvofandi hættu en ég var gagntekin af öryggisleysi og skömm um stöðu mína í samfélaginu. Hvað myndi gerast ef ég opinberaði mig, hefði orðræðan orðið persónuleg og beinst að mér? Var það ég sem hafði eyðilagt samfélagið þeirra eða var ég að ræna þá einhverjum réttindum? Ég ákvað að segja ekki neitt, ég vildi ekki lenda í ágreiningi við fólk sem var þegar búið að ákveða sig um fólk eins og mig. Þeir voru ekki að tala um mig persónulega en þeir voru að tala um allt það sem ég tákna og elska. Þegar ég gekk út var mér óglatt, ég var í uppnámi og ég fann tárin bak við augun. Það var svo sannarlega yfirþyrmandi að hugsa um fóðrið sem er að festa rætur í samfélaginu, fólk trúir því í raun og vera að Ísland sé verr sett vegna þess að fólk eins og ég dvel hér. Gleymum því að efnahagsleg velferð þessarar þjóðar hvílir í miklum mæli nú á herðum innflytjenda sem starfa á Íslandi. Ef við myndum öll fara, hver myndi byggja þau hús og aðra innviði sem þörf er á? Hver myndi vinna í leikskólum, á öldrunarheimilum og heilbrigðis-stofnunum? Hvernig myndu mikilvægastu atvinnugreinarnar þ.m.t. ferðaþjónusta og fiskvinnsla dafna án okkar? Lítum bara á pólitískt og félagslegt umhverfi í Englandi og Bandaríkjunum. Orðræða sem byggir á ofbeldi í garð fjölbreytni gæti virst fjarlæg, en er það ekki. Pólitískt andrúmsloft í þessum löndum er farið úr böndunum en byrjaði á margan hátt, á sama stað og við stöndum á núna hérna á Íslandi. Við gætum sagt, nei ekki hér á friðsæla Íslandi. En sannleikurinn er sá að það eru rauðir fánar hér sem blöktu lengi í Englandi og í Bandaríkjunum. Brexit og “Build the wall” voru eldsneytið og eldurinn er nú kveiktur. Við getum ekki leyft Íslandi að fara þessa leið. Við þurfum og verðum að gera betur, punktur. Hverjar eru fyrirsagnirnar hérna heima? Við erum með góðgerðarsamtök sem þiggja opinbera styrki og eru nú að aðgreina þjónustu og fólk eftir bakgrunni þeirra og ráðast sérstaklega á tiltekið þjóðerni. Við höfum stjórnmálamenn sem vilja breyta og herða á lögum sérstaklega vegna innflytjenda. Við höfum pólitíska fulltrúa á sveitafélagsstigi og opinberar persónur sem flagga fordómafullum yfirlýsingum oftast án afleiðinga. Smellubeitur frá heimamönnum sem ekki eru byggðar á staðreyndum heldur byggðar á eigin fordómum. Við eigum mjög fáa pólítíska fulltrúa innflytjenda eða innflytjendur í leiðtogahlutverkum í opinberri stjórnsýslu. Og þegar svo er, er þeim oft mismunað eða gert lítið úr þeim. Tölfræði og rannsóknir sýna hvernig innflytjendum er haldið niðri í samfélaginu og lítið er gert til að bæta úr því. Fjölbreytni og inngilding eru gildi sem hafa aldrei verið eins mikilvæg og í dag. Þessi hugtök eru ekki bara tískuorð; þau eru grunnþættir sem geta knúið fram samfélagslegar framfarir, ýtt undir nýsköpun og tryggt réttlæti og sanngirni fyrir alla einstaklinga. Þessi orð snúa ekki bara að „þessu fólki“, þau eru gildi sem varða velferð okkar allra. Pólitísk ábyrgð tengd fjölbreytni og inngildingu þýðir meiri sanngirni fyrir alla og betri fyrirmyndir. Fjölbreytt og innihaldsríkt stjórnmálakerfi tryggir að allar raddir heyrist og eru virtar. Þegar stjórnmálamenn og konur endurspegla fjölbreytileika í samfélaginu eru þau betur í stakk búin til að takast á við einstaka þarfir og áskoranir ólíkra hópa innan samfélagsins. Ef sömu stjórnmálamenn og konur sem flagga vantrausti og efa myndu þess í stað stuðla að inngildingu ásamt því að byggja upp traust og samvinnu milli ólíkra hópa, yrði ávinningurinn sá að draga myndi úr félagslegri spennu. Þannig væri hægt að stuðla að einingu sem knýr fram nýsköpun og hagvöxt. Fyrir utan hagnýtan ávinning er siðferðileg skylda að stuðla að inngildingu. Að tryggja að allir einstaklingar hafi tækifæri til að ná árangri og taki fullan þátt í samfélaginu er réttlætis- og mannréttindamál. Að minnsta kosti það, að konu af erlendum uppruna líði eins og hún sé velkomin og jafn örugg í bakaríi að kaupa sinn snúð og þeir fimm karlmenn sem snæða góðgæti og drekka kaffi saman. Stjórnmálaleiðtogarnir okkar bera ábyrgð á að halda þessum gildum í heiðri með því að huga að orðræðu sinni og þeim áhrifum sem hún hefur á samfélagið á meðan þeir vinna að réttlátara samfélagi fyrir alla. Höfundur er innflytjandi, fyrrverandi þingkona og forstöðukona Fjölmenningarseturs
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun