„Walz þjálfari“ hvatti Demókrata til dáða Ólafur Björn Sverrisson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 22. ágúst 2024 08:30 Tim Walz varaforsetaefni Demókrata. getty Tim Walz tók í nótt formlega við útnefningu Demókrataflokksins sem varaforsetaefni þeirra í komandi kosningum. Kamala Harris og Tim Walz hafa verið á miklu flugi en sumir stjórnmálaskýrendur telja þau mögulega vera að toppa of snemma. Walz hélt aðalræðu kvöldsins á landsþingi Demókrata þar sem hann hvatti fólk til að fylkja sér á bak við Harris og nota næstu vikur til þess að fara hús úr húsi og fá fólk til að kjósa hana. Walz, sem er gamall ruðningsþjálfari notaði líkingar úr íþrótt sinni og sagði að nú væri kominn tími til að sækja hart fram, tommu fyrir tommu og sjá til þess að Kamala Harris verði næsti forseti Bandaríkjanna. „Við munum skilja allt eftir á vellinum,“ sagði Tim Walz á sviðinu í Chicago í nótt og fékk salinn til að hrópa með sér, þegar við berjumst, þá vinnum við. Hann ræddi ár sín í hernum, sem ríkisstjóri og sýn hans á rétt til fóstureyðinga og byssulöggjafar. Óvæntur gestur gærvöldsins var síðan stórstjarnan Oprah Winfrey sem mætti á svðið og hélt kröftuga ræðu þar sem hún skaut á Donald Trump og varaforsetaefni hans, JD Vance. Hún hvatti alla Bandaríkjamenn sem skilgreina sig sem óháða og utan flokka, eins og hún sjálf gerir, til þess að kjósa Kamölu, sem hún segir að beri hag allra fyrir brjósti, í stað Donalds Trump sem hugsi aðeins um sjálfan sig. „Veljum sannleikann, veljum heiðurinn og veljum gleðina,“ sagði Ophra Winfrey. Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseti mætti einnig og hélt tölu. Orðinn 78 ára, eins og hann minntist sjálfur á. „Og það eina sem ég vil monta mig á hér er að ég er samt yngri en Donald Trump,“ sagði Clinton. „Árið 2024 eigum við skýra valkosti: „Við fólkið“ gegn „Ég, um mig, frá mér, til mín“. Ég veit alveg hvort mér hugnast betur fyrir mína þjóð“. Demókratar hafa verið á miklu flugi í skoðanakönnunum síðustu vikur frá því að Harris tók við tilnefningu flokksins. Hún mælist nú með meira fylgi en Trump. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs telja hins vegar sumir að tvíeykið Harris og Walz gæti verið að toppa of snemma. Donald Trump muni á komandi vikum átta sig betur á veikleikum þeirra og nýta sér þá. Baráttan muni harðna umtalsvert um leið. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Sjá meira
Walz hélt aðalræðu kvöldsins á landsþingi Demókrata þar sem hann hvatti fólk til að fylkja sér á bak við Harris og nota næstu vikur til þess að fara hús úr húsi og fá fólk til að kjósa hana. Walz, sem er gamall ruðningsþjálfari notaði líkingar úr íþrótt sinni og sagði að nú væri kominn tími til að sækja hart fram, tommu fyrir tommu og sjá til þess að Kamala Harris verði næsti forseti Bandaríkjanna. „Við munum skilja allt eftir á vellinum,“ sagði Tim Walz á sviðinu í Chicago í nótt og fékk salinn til að hrópa með sér, þegar við berjumst, þá vinnum við. Hann ræddi ár sín í hernum, sem ríkisstjóri og sýn hans á rétt til fóstureyðinga og byssulöggjafar. Óvæntur gestur gærvöldsins var síðan stórstjarnan Oprah Winfrey sem mætti á svðið og hélt kröftuga ræðu þar sem hún skaut á Donald Trump og varaforsetaefni hans, JD Vance. Hún hvatti alla Bandaríkjamenn sem skilgreina sig sem óháða og utan flokka, eins og hún sjálf gerir, til þess að kjósa Kamölu, sem hún segir að beri hag allra fyrir brjósti, í stað Donalds Trump sem hugsi aðeins um sjálfan sig. „Veljum sannleikann, veljum heiðurinn og veljum gleðina,“ sagði Ophra Winfrey. Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseti mætti einnig og hélt tölu. Orðinn 78 ára, eins og hann minntist sjálfur á. „Og það eina sem ég vil monta mig á hér er að ég er samt yngri en Donald Trump,“ sagði Clinton. „Árið 2024 eigum við skýra valkosti: „Við fólkið“ gegn „Ég, um mig, frá mér, til mín“. Ég veit alveg hvort mér hugnast betur fyrir mína þjóð“. Demókratar hafa verið á miklu flugi í skoðanakönnunum síðustu vikur frá því að Harris tók við tilnefningu flokksins. Hún mælist nú með meira fylgi en Trump. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs telja hins vegar sumir að tvíeykið Harris og Walz gæti verið að toppa of snemma. Donald Trump muni á komandi vikum átta sig betur á veikleikum þeirra og nýta sér þá. Baráttan muni harðna umtalsvert um leið.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Sjá meira