Íslendingaliðið keypti markakóng þýsku deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2024 11:02 Manuel Zehnder er kominn til Þýskalandsmeistaranna í Magdeburg og hann kostaði yfir sextíu milljónir króna. Getty/Jan Woitas Tveir af þremur markahæstu leikmönnum þýsku bundesligunnar í handbolta á síðustu leiktíð spila með Magdeburg á komandi tímabili og annar þeirra er íslenskur. Þetta var ljóst í gær eftir að Íslendingaliðið keypti Svisslendinginn Manuel Zehnder frá ThSV Eisenach. Magdeburg er sagt borga Eisenach í kringum fjögur hundruð þúsund evrur fyrir leikmanninn sem var með samning til ársins 2026. Það er meira en 61 milljón í íslenskum krónum. Zehnder var markakóngur á síðustu leiktíð með 277 mörk eða fjórtán mörkum meira en Daninn Mathias Gidsel. Ómar Ingi Magnússon varð síðan þriðji markahæstur með 239 mörk. Zehnder er 24 ára svissneskur landsliðsmaður sem spilar sem leikstjórnandi eða vinstri skytta. Magdeburg vantaði tilfinnanlega meiri hjálp fyrir utan eftir að Felix Claar meiddist á Ólympíuleikunum en þýski landsliðsmaðurinn verður frá í marga mánuði. Liðið missti líka íslenska landsliðsmanninn Janus Daða Smárason til Ungverjalands í sumar. Íslenski landsliðsmaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson spilar líka með Magdeburg. Liðið varð þýskur meistari á síðustu leiktíð og hefur unnið annað hvort þýska meistaratitilinn (2022 og 2024) eða Meistaradeild Evrópu (2023) á síðustu þremur tímabilum. Der SC Magdeburg hat auf die Verletzung von Felix Claar bei den Olympischen Spielen reagiert und mit sofortiger Wirkung Manuel Zehnder nachverpflichtet. ✍🏻Willkommen in Magdeburg, Manuel 💚❤️Alle Infos findet ihr auf der Homepage 📲___#SCMHUJA pic.twitter.com/JrsRMpH04u— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) August 21, 2024 Þýski boltinn Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Þetta var ljóst í gær eftir að Íslendingaliðið keypti Svisslendinginn Manuel Zehnder frá ThSV Eisenach. Magdeburg er sagt borga Eisenach í kringum fjögur hundruð þúsund evrur fyrir leikmanninn sem var með samning til ársins 2026. Það er meira en 61 milljón í íslenskum krónum. Zehnder var markakóngur á síðustu leiktíð með 277 mörk eða fjórtán mörkum meira en Daninn Mathias Gidsel. Ómar Ingi Magnússon varð síðan þriðji markahæstur með 239 mörk. Zehnder er 24 ára svissneskur landsliðsmaður sem spilar sem leikstjórnandi eða vinstri skytta. Magdeburg vantaði tilfinnanlega meiri hjálp fyrir utan eftir að Felix Claar meiddist á Ólympíuleikunum en þýski landsliðsmaðurinn verður frá í marga mánuði. Liðið missti líka íslenska landsliðsmanninn Janus Daða Smárason til Ungverjalands í sumar. Íslenski landsliðsmaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson spilar líka með Magdeburg. Liðið varð þýskur meistari á síðustu leiktíð og hefur unnið annað hvort þýska meistaratitilinn (2022 og 2024) eða Meistaradeild Evrópu (2023) á síðustu þremur tímabilum. Der SC Magdeburg hat auf die Verletzung von Felix Claar bei den Olympischen Spielen reagiert und mit sofortiger Wirkung Manuel Zehnder nachverpflichtet. ✍🏻Willkommen in Magdeburg, Manuel 💚❤️Alle Infos findet ihr auf der Homepage 📲___#SCMHUJA pic.twitter.com/JrsRMpH04u— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) August 21, 2024
Þýski boltinn Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita