Öllum velkomið að skoða fornminjar á Hrafnseyri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. ágúst 2024 14:32 Það hefur verið meira en nóg að gera við fornleifauppgröft á Hrafnseyri í sumar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það verður mikið um að vera á Hrafnseyri við Arnarfjörð á morgun, sunnudag, því þá verður sérstakur fornminjadagur þar sem gestum og gangandi er boðið að fá kynningu á fornminjum á Hrafnseyri, auk þess að skoða Auðkúlu, en þar hefur verið grafið upp landnámsbýli. Um árlegan fornminjadag er að ræða á Hrafnseyri sunnudaginn 25. ágúst þar sem dagskráin hefst klukkan 14:00 en á undan, eða klukkan 13:00 verður boðið upp á fornleifaskóla barnanna. Sýningin Landnám í Arnarfirði verður einnig opin. Sýningin var opnuð þann 16. júní síðastliðinn í tilefni af 80 ára afmæli íslenska lýðveldisins og 1150 ára sögu byggðar á Íslandi. Á sýningunni er fjallað um fornleifarannsóknir í Arnarfirði og sýnt úrval gripa frá landnámsöld. Gripirnir eru úr fornleifauppgröftum á Hrafnseyri og Auðkúlu. Margrét Hrönn Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur og konan, sem er allt í öllu á Hrafnseyri er spennt fyrir morgundeginum. „Ég ætla að vera með stutta tölu í kapellunni fyrst um rannsóknirnar og svo ætla ég að ganga með fólki um svæðið á Hrafnseyri þar sem við erum einmitt núna að rannsaka og þar verða fornleifafræðingar við störf og ég ætla að segja frá því sem við höfum gert og erum að gera,” segir Margrét og bætir við. „Þetta er alveg nauðsynlegt því fólk hefur mikinn áhuga á störfum fornleifafræðinga og það er mjög mikilvægt að kynna það sem við erum að gera.” Margrét Hrönn Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur á Hrafnseyri við Arnarfjörð.Aðsend Talandi um störf fornleifafræðinga og þennan vaxandi áhuga landsmanna á fornleifum. Hvernig skýrir Margrét það? „Þetta er bara afskaplega skemmtilegt fag og til allra hamingju er farið að kenna þetta fyrir nokkuð mörgum árum hér á Íslandi þannig að núna eru gríðarlega margir að læra þetta.” En af hverju ætti fólk að mæta á fornleifadaginn á Hrafnseyri á morgun? „Það er bara svo gaman að koma á Hrafnseyri , sem er einstaklega fallegur staður í Arnarfirði og við erum svo skemmtileg hér í Arnarfirði. Það er örugglega góður dagur að koma og hitta okkur. Það eru allir velkomnir, við tökum vel á móti öllum,” segir Margrét létt í bragði. Fornminjadagurinn verður á morgun, sunnudaginn 25. ágúst á Hrafnseyri þar sem allir eru velkomnir að taka þátt í deginum. Klukkan 13:00 verður boðið upp á fornleifaskóla barnanna.Aðsend Ísafjarðarbær Fornminjar Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Um árlegan fornminjadag er að ræða á Hrafnseyri sunnudaginn 25. ágúst þar sem dagskráin hefst klukkan 14:00 en á undan, eða klukkan 13:00 verður boðið upp á fornleifaskóla barnanna. Sýningin Landnám í Arnarfirði verður einnig opin. Sýningin var opnuð þann 16. júní síðastliðinn í tilefni af 80 ára afmæli íslenska lýðveldisins og 1150 ára sögu byggðar á Íslandi. Á sýningunni er fjallað um fornleifarannsóknir í Arnarfirði og sýnt úrval gripa frá landnámsöld. Gripirnir eru úr fornleifauppgröftum á Hrafnseyri og Auðkúlu. Margrét Hrönn Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur og konan, sem er allt í öllu á Hrafnseyri er spennt fyrir morgundeginum. „Ég ætla að vera með stutta tölu í kapellunni fyrst um rannsóknirnar og svo ætla ég að ganga með fólki um svæðið á Hrafnseyri þar sem við erum einmitt núna að rannsaka og þar verða fornleifafræðingar við störf og ég ætla að segja frá því sem við höfum gert og erum að gera,” segir Margrét og bætir við. „Þetta er alveg nauðsynlegt því fólk hefur mikinn áhuga á störfum fornleifafræðinga og það er mjög mikilvægt að kynna það sem við erum að gera.” Margrét Hrönn Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur á Hrafnseyri við Arnarfjörð.Aðsend Talandi um störf fornleifafræðinga og þennan vaxandi áhuga landsmanna á fornleifum. Hvernig skýrir Margrét það? „Þetta er bara afskaplega skemmtilegt fag og til allra hamingju er farið að kenna þetta fyrir nokkuð mörgum árum hér á Íslandi þannig að núna eru gríðarlega margir að læra þetta.” En af hverju ætti fólk að mæta á fornleifadaginn á Hrafnseyri á morgun? „Það er bara svo gaman að koma á Hrafnseyri , sem er einstaklega fallegur staður í Arnarfirði og við erum svo skemmtileg hér í Arnarfirði. Það er örugglega góður dagur að koma og hitta okkur. Það eru allir velkomnir, við tökum vel á móti öllum,” segir Margrét létt í bragði. Fornminjadagurinn verður á morgun, sunnudaginn 25. ágúst á Hrafnseyri þar sem allir eru velkomnir að taka þátt í deginum. Klukkan 13:00 verður boðið upp á fornleifaskóla barnanna.Aðsend
Ísafjarðarbær Fornminjar Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira