Þrjú heimili rýmd á Húsavík í nótt Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. ágúst 2024 11:42 Þrjú heimili rýmd á Húsavík í nótt vegna aurskriðu. Vísir/Vilhelm Slökkviliðið á Húsavík var kallað út um miðnætti í nótt vegna aurskriðu sem féll við Skálabrekku í bænum. Rýma þurfti þrjú hús vegna þessa en mikið vatn og jarðvegur rann fram úr fjallshlíðinni. Kristján Ingi Jónsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á Húsavík, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hann segir að aurskriðan hafi að mestu lent á einu húsi við Skálabrekku en að skemmdirnar séu ekki umtalsverðar þrátt fyrir að greinilega séu einhverjar vatnsskemmdir. Mbl.is greindi fyrst frá. „Þetta var í raun og veru mikill vatnsflaumur sem kom þarna niður hlíðina í þessari brekku fyrir ofan og hafði tekið með sér svona leir og mold úr jarðveginum og það lág svona þéttur leir upp að þessu húsi þegar við komum á staðinn og var farið að leka inn í húsið bæði vatn og aur.“ Íbúar fái líklegast að fara aftur heim í dag Kristján tekur fram að hann telji líklegt að íbúar fái að snúa aftur til heimila sinna seinna í dag en bætir við að lögreglan á Norðurlandi-Eystra taki þó endanlega ákvörðun varðandi það. „Þetta var ekki rýmt í neinu snarhasti, þetta var fyrst og fremst öryggisaðgerð að rýma þessi þrjú hús. Allur jarðvegur var svo gegnsósa í þessari brekku og ef eitthvað færi af stað þá væri ekki sofandi fólk í húsunum. Lögreglan tók þá ákvörðun.“ Aðgerðir gengu vel Hann segir að allar aðgerðir á svæðinu hafi gengið vel í nótt og að vinna hafi staðið yfir til klukkan þrjú í nótt. „Það var strax ákveðið að fá gröfur þarna á staðinn og útbúa einhverjar rásir svona til að veita vatninu fram hjá húsinu svo það lægi ekki allt upp að húsinu. Þar sem ekki var hægt að koma gröfunum að var handmokað aðeins. Þetta létti talsvert á húsinu.“ Óhemju rigning í bænum Svo best sem Kristján veit er þetta í fyrsta sinn sem að aurskriða fellur í bænum og segir hann þetta hafa komið að einhverju leiti á óvart. „Það var rigning alveg í gær og í fyrradag. Það var búin að vera alveg óhemju rigning í bænum. Algjört skýfall gjörsamlega. “ Norðurþing Slökkvilið Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Sjá meira
Kristján Ingi Jónsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á Húsavík, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hann segir að aurskriðan hafi að mestu lent á einu húsi við Skálabrekku en að skemmdirnar séu ekki umtalsverðar þrátt fyrir að greinilega séu einhverjar vatnsskemmdir. Mbl.is greindi fyrst frá. „Þetta var í raun og veru mikill vatnsflaumur sem kom þarna niður hlíðina í þessari brekku fyrir ofan og hafði tekið með sér svona leir og mold úr jarðveginum og það lág svona þéttur leir upp að þessu húsi þegar við komum á staðinn og var farið að leka inn í húsið bæði vatn og aur.“ Íbúar fái líklegast að fara aftur heim í dag Kristján tekur fram að hann telji líklegt að íbúar fái að snúa aftur til heimila sinna seinna í dag en bætir við að lögreglan á Norðurlandi-Eystra taki þó endanlega ákvörðun varðandi það. „Þetta var ekki rýmt í neinu snarhasti, þetta var fyrst og fremst öryggisaðgerð að rýma þessi þrjú hús. Allur jarðvegur var svo gegnsósa í þessari brekku og ef eitthvað færi af stað þá væri ekki sofandi fólk í húsunum. Lögreglan tók þá ákvörðun.“ Aðgerðir gengu vel Hann segir að allar aðgerðir á svæðinu hafi gengið vel í nótt og að vinna hafi staðið yfir til klukkan þrjú í nótt. „Það var strax ákveðið að fá gröfur þarna á staðinn og útbúa einhverjar rásir svona til að veita vatninu fram hjá húsinu svo það lægi ekki allt upp að húsinu. Þar sem ekki var hægt að koma gröfunum að var handmokað aðeins. Þetta létti talsvert á húsinu.“ Óhemju rigning í bænum Svo best sem Kristján veit er þetta í fyrsta sinn sem að aurskriða fellur í bænum og segir hann þetta hafa komið að einhverju leiti á óvart. „Það var rigning alveg í gær og í fyrradag. Það var búin að vera alveg óhemju rigning í bænum. Algjört skýfall gjörsamlega. “
Norðurþing Slökkvilið Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Sjá meira