Fimmtán ára handtekinn í tengslum við stunguárásina í Solingen Eiður Þór Árnason skrifar 24. ágúst 2024 13:01 Lögreglubílar í miðborg Solingen snemma í morgun. DPA/Christoph Reichwein Fimmtán ára ungmenni hefur verið handtekið af þýsku lögreglunni í tengslum við hnífaárás í borginni Solingen í gærkvöldi þar sem þrír létust og átta særðust, þar af fjórir mjög alvarlega. Lögreglan segist enn ekki vita hvað lá að baki árásinni og útilokar ekki að hún teljist hryðjuverk. Þetta kom fram á blaðamannafundi í dag en lögreglan vinnur að því að staðfesta hvort einstaklingurinn tengist ódæðinu. Hin látnu eru tveir karlmenn á aldrinum 67 og 57 ára og 56 ára kona en lögreglan segir að fjórir séu enn í lífshættu. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá handtökunni og segir hana hafa átt sér stað í morgun eftir að tvær konur tilkynntu lögreglu að þær hafi heyrt samræður unglingsins við annan einstakling um árásina. Þýski miðilinn DW hefur eftir saksóknara að hann sé talinn hafa rætt við grunaðan árásarmann um mögulegar ástæður fyrir árásinni. Lögreglan kveðst hafa fundið fleiri en einn hníf og reyni nú að meta hvort einn þeirra hafi verið notaður í árásinni. Engin tengsl virðist vera milli árásarmannsins og fórnarlambanna. Umfangsmikil leit hefur staðið yfir að árásarmanninum síðan í gær og náði hún út fyrir borgarmörkin. Lögregla hefur áður greint frá því að skortur á upplýsingum um útlit hans hafi hindrað leitina. Einn er nú í haldi lögreglu vegna málsins en hún er enn sögð reyna að komast að því hver framdi árásina. Reynt að skera háls fólks „Á sama tíma standa yfir ýmsar lögregluaðgerðir, þar á meðal leit á ýmsum stöðum,“ segir í fyrri yfirlýsingu frá lögreglu. Leit að öðrum aðilum sem gætu mögulega átt aðild að árásinni sé enn í gangi sem og rannsókn á því hvað árásarmanninum gekk til. Lögregluyfirvöld höfðu áður gefið út að þau töldu árásarmanninn vera karlmann sem var einn að verki. Þá hafi hann vísvitandi reynt að skera háls fórnarlamba. Árásin varð gerð á Fronhof-torgi í miðbænum á afmælishátíð Solingen í vestanverðu Þýskalandi um klukkan 21:45 að staðartíma í gærkvöldi fyrir framan tónleikasvið. Hátíðin þar sem árásin fór fram er kennd við mannlegan fjölbreytileika og ætlað að fagna 650 ára afmæli borgarinnar með tónlistarviðburðum, kabarett og loftfimleikum. Frekari viðburðum hefur nú verið aflýst. Um 150 þúsund manns búa í Solingen en borgin er staðsett milli Düsseldorf og Köln. Fréttin var uppfærð klukkan 14:26 í kjölfar blaðamannafundar þýsku lögreglunnar.. Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir Lögregla veit lítið um stungumanninn sem gengur enn laus Lögregla leitar enn árásarmanns sem stakk þrjá til bana og særði að minnst átta á götuhátíð í þýsku borginni Solingen. Lögregla hefur litlar upplýsingar um brotamanninn sem talið er að hafi stungið fólk af handahófi. 24. ágúst 2024 09:22 Fólk stungið til bana á borgarhátíð í Þýskalandi Þrír eru látnir og fjórir alvarlega særðir eftir að maður stakk fólk handahófskennt á borgarhátíð í Solingen í Þýskalandi í kvöld. Árásarmaðurinn er óþekktur og gengur enn laus. 23. ágúst 2024 22:02 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Sjá meira
Lögreglan segist enn ekki vita hvað lá að baki árásinni og útilokar ekki að hún teljist hryðjuverk. Þetta kom fram á blaðamannafundi í dag en lögreglan vinnur að því að staðfesta hvort einstaklingurinn tengist ódæðinu. Hin látnu eru tveir karlmenn á aldrinum 67 og 57 ára og 56 ára kona en lögreglan segir að fjórir séu enn í lífshættu. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá handtökunni og segir hana hafa átt sér stað í morgun eftir að tvær konur tilkynntu lögreglu að þær hafi heyrt samræður unglingsins við annan einstakling um árásina. Þýski miðilinn DW hefur eftir saksóknara að hann sé talinn hafa rætt við grunaðan árásarmann um mögulegar ástæður fyrir árásinni. Lögreglan kveðst hafa fundið fleiri en einn hníf og reyni nú að meta hvort einn þeirra hafi verið notaður í árásinni. Engin tengsl virðist vera milli árásarmannsins og fórnarlambanna. Umfangsmikil leit hefur staðið yfir að árásarmanninum síðan í gær og náði hún út fyrir borgarmörkin. Lögregla hefur áður greint frá því að skortur á upplýsingum um útlit hans hafi hindrað leitina. Einn er nú í haldi lögreglu vegna málsins en hún er enn sögð reyna að komast að því hver framdi árásina. Reynt að skera háls fólks „Á sama tíma standa yfir ýmsar lögregluaðgerðir, þar á meðal leit á ýmsum stöðum,“ segir í fyrri yfirlýsingu frá lögreglu. Leit að öðrum aðilum sem gætu mögulega átt aðild að árásinni sé enn í gangi sem og rannsókn á því hvað árásarmanninum gekk til. Lögregluyfirvöld höfðu áður gefið út að þau töldu árásarmanninn vera karlmann sem var einn að verki. Þá hafi hann vísvitandi reynt að skera háls fórnarlamba. Árásin varð gerð á Fronhof-torgi í miðbænum á afmælishátíð Solingen í vestanverðu Þýskalandi um klukkan 21:45 að staðartíma í gærkvöldi fyrir framan tónleikasvið. Hátíðin þar sem árásin fór fram er kennd við mannlegan fjölbreytileika og ætlað að fagna 650 ára afmæli borgarinnar með tónlistarviðburðum, kabarett og loftfimleikum. Frekari viðburðum hefur nú verið aflýst. Um 150 þúsund manns búa í Solingen en borgin er staðsett milli Düsseldorf og Köln. Fréttin var uppfærð klukkan 14:26 í kjölfar blaðamannafundar þýsku lögreglunnar..
Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir Lögregla veit lítið um stungumanninn sem gengur enn laus Lögregla leitar enn árásarmanns sem stakk þrjá til bana og særði að minnst átta á götuhátíð í þýsku borginni Solingen. Lögregla hefur litlar upplýsingar um brotamanninn sem talið er að hafi stungið fólk af handahófi. 24. ágúst 2024 09:22 Fólk stungið til bana á borgarhátíð í Þýskalandi Þrír eru látnir og fjórir alvarlega særðir eftir að maður stakk fólk handahófskennt á borgarhátíð í Solingen í Þýskalandi í kvöld. Árásarmaðurinn er óþekktur og gengur enn laus. 23. ágúst 2024 22:02 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Sjá meira
Lögregla veit lítið um stungumanninn sem gengur enn laus Lögregla leitar enn árásarmanns sem stakk þrjá til bana og særði að minnst átta á götuhátíð í þýsku borginni Solingen. Lögregla hefur litlar upplýsingar um brotamanninn sem talið er að hafi stungið fólk af handahófi. 24. ágúst 2024 09:22
Fólk stungið til bana á borgarhátíð í Þýskalandi Þrír eru látnir og fjórir alvarlega særðir eftir að maður stakk fólk handahófskennt á borgarhátíð í Solingen í Þýskalandi í kvöld. Árásarmaðurinn er óþekktur og gengur enn laus. 23. ágúst 2024 22:02
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna