„Þeir sem stjórna þessu þurfa að endurskoða þetta fyrirkomulag“ Andri Már Eggertsson skrifar 25. ágúst 2024 16:29 Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis. Vísir/HAG Fylkir gerði 2-2 jafntefli gegn Þór/KA á heimavelli. Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis var ánægður með margt í leiknum en var ósáttur með fyrirkomulagið sem framundan er í Bestu deild kvenna. „Við gerðum tvö mörk og áttum fullt af fínum tækifærum. Það var langt síðan við fengum síðast stig og við sættum okkur við það þó ég hefði viljað þrjú stig.“ „Það er karakter í þessum stelpum og þær hætta ekkert þó þær lendi undir. Það er auðvelt að brotna niður en þær gerðu það ekki og hafa ekki gert það. Það var súrt að fá á sig mark þar sem dómarinn lét boltann detta og það þarf að breyta þessu í reglunum þannig að í dómarakasti verður leikmaður að gefa til baka. Það var 50/50 hver átti að fá boltann og þær skoruðu upp úr því,“ sagði Gunnar Magnús eftir leik. Viktoría Diljá Halldórsdóttir, leikmaður Fylkis, fór af velli vegna meiðsla og Gunnar óttaðist að hún hafi slitið krossband. „Sandra María var við hliðina á henni og sagðist hafa heyrt smell. Við erum ansi hrædd um að þetta gæti verið krossband. Við megum ekki við því en vonandi er þetta ekki slæmt og ég get ekki sagt of mikið til um þetta núna.“ Venjulegu deildarkeppninni er lokið og næst á dagskrá er að deildin skiptist upp þannig að neðstu fjögur liðin mætast innbyrðis og Gunnar er ekki sáttur með fyrirkomulagið. „Ég held að þeir sem stjórna þessu þurfa að endurskoða þetta fyrirkomulag. Hvort það ætti ekki að fara bæta í 12 liða deild eða hafa frekar fjögur lið í efri hlutanum því núna fáum við þrjá leiki á meðan efri hlutinn fær fimm leiki.“ „Ef við værum með efstu fjögur liðin þá væri hægt að taka tvöfalda umferð og þær myndu fá sex leiki og neðri hlutinn myndi fá fimm leiki. Það myndi gefa meira svigrúm og það væru fleiri stig í pottinum. Það þarf að skoða þetta alvarlega því kvennaboltinn er á mikilli uppleið,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson að lokum. Fylkir Besta deild kvenna Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira
„Við gerðum tvö mörk og áttum fullt af fínum tækifærum. Það var langt síðan við fengum síðast stig og við sættum okkur við það þó ég hefði viljað þrjú stig.“ „Það er karakter í þessum stelpum og þær hætta ekkert þó þær lendi undir. Það er auðvelt að brotna niður en þær gerðu það ekki og hafa ekki gert það. Það var súrt að fá á sig mark þar sem dómarinn lét boltann detta og það þarf að breyta þessu í reglunum þannig að í dómarakasti verður leikmaður að gefa til baka. Það var 50/50 hver átti að fá boltann og þær skoruðu upp úr því,“ sagði Gunnar Magnús eftir leik. Viktoría Diljá Halldórsdóttir, leikmaður Fylkis, fór af velli vegna meiðsla og Gunnar óttaðist að hún hafi slitið krossband. „Sandra María var við hliðina á henni og sagðist hafa heyrt smell. Við erum ansi hrædd um að þetta gæti verið krossband. Við megum ekki við því en vonandi er þetta ekki slæmt og ég get ekki sagt of mikið til um þetta núna.“ Venjulegu deildarkeppninni er lokið og næst á dagskrá er að deildin skiptist upp þannig að neðstu fjögur liðin mætast innbyrðis og Gunnar er ekki sáttur með fyrirkomulagið. „Ég held að þeir sem stjórna þessu þurfa að endurskoða þetta fyrirkomulag. Hvort það ætti ekki að fara bæta í 12 liða deild eða hafa frekar fjögur lið í efri hlutanum því núna fáum við þrjá leiki á meðan efri hlutinn fær fimm leiki.“ „Ef við værum með efstu fjögur liðin þá væri hægt að taka tvöfalda umferð og þær myndu fá sex leiki og neðri hlutinn myndi fá fimm leiki. Það myndi gefa meira svigrúm og það væru fleiri stig í pottinum. Það þarf að skoða þetta alvarlega því kvennaboltinn er á mikilli uppleið,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson að lokum.
Fylkir Besta deild kvenna Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira