Skora á yfirvöld að bregðast við aukinni netsölu áfengis Atli Ísleifsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 27. ágúst 2024 10:59 Árni Einarsson, framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna - félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, segir nauðsynlegt að skýra lagaumhverfið þegar kemur að netsölu áfengis. Stöð 2 Svokölluð breiðfylking félaga heilbrigðisstétta og forvarnarsamtaka skora á yfirvöld að bregðast við aukinni netsölu á áfengi. Fylkingin hefur miklar áhyggjur af fyrirhugaðri áfengissölu í Hagkaupum sem á að hefjast á næstu dögum. Árni Einarsson, framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna - félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að netsala á áfengi hafi aukist mikið að undanförnu og sömuleiðis þeim aðilum sem hana stunda. „Því miður hafa yfirvöld ekki brugðist við þeirri þróun. Við höfum reynt að vekja athygli á því og bent á að þarna væri verið að leyfa starfsemi á skjön við lög. Hins vegar held ég að þetta útspil, eða tilkynning Hagkaupa um að ætla að slást í þennan hóp, hafi kveikt í mörgum. Ennþá meira en áður var og mönnum finnst að nú sé nóg komið. Ekki væri hægt að afgreiða þetta sem strákapör og einhverja starfsemi sem væri ráðist í til að hafa einhvern fjárhagslegan ávinning. Þetta horfir öðruvísi við þegar svona stórt fyrirtæki og verslunarkeðja ætli þarna að slást í hópinn,“ segir Árni. Greint var frá því um miðjan mánuðinn að Hagkaup væri á lokametrunum við undirbúning netsölu áfengis. Hvað er það nákvæmlega sem þið viljið að sé gert? Það hefur verið talað um þetta sem grátt lagalegt svæði… „Við höfum skoðað þetta og við höfum látið skoða þetta fyrir okkur. Við getum ekki séð annað en að þessi netsala, eins og hún er framkvæmd hér á landi, sé algerlega á skjön við lög. Það er hins vegar búið að þyrla því upp að þarna sé eitthvert grátt svæði, eitthvað sem er óljóst. Þá höfum við kallað eftir því að það sé einfaldlega skýrt, að það sé þá bara farið ofan í saumana á því. Það er krafan til alþingsmanna, ráðuneyta og það er til lögreglu og þeirra sem fara með framkvæmd laga. Hvort sem það sé til þeirra sem setja lögin eða þeirra sem sjá til þess að þeim sé fylgt eftir,“ segir Árni. Verslun Áfengi og tóbak Heilsa Netsala á áfengi Tengdar fréttir Hefja sölu áfengis á næstu tveimur vikum Undirbúningur Hagkaupa á netsölu áfengis er á lokametrunum og er búist við að hún hefjist á næstu tveimur vikum. Meiri tíma hefur tekið að hefja söluna en búist var við í upphafi að sögn framkvæmdastjóra. Ósætti ráðherra vegna málsins hafði ekki áhrif þar á. 13. ágúst 2024 07:01 Selja fyrsta bjórinn ekki fyrr en í ágúst Einhver bið er eftir því að Hagkaup hefji netsölu á áfengi. Fyrirhugað var að hægt yrði að panta áfengi og sækja hjá verslunarrisanum í síðasta mánuði. Framkvæmdastjórinn segir undirbúning á síðustu metrunum, en pappírsvinna og sumarfrí verði til þess að ekkert verði af sölunni fyrr en í ágúst. 2. júlí 2024 10:50 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira
Árni Einarsson, framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna - félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að netsala á áfengi hafi aukist mikið að undanförnu og sömuleiðis þeim aðilum sem hana stunda. „Því miður hafa yfirvöld ekki brugðist við þeirri þróun. Við höfum reynt að vekja athygli á því og bent á að þarna væri verið að leyfa starfsemi á skjön við lög. Hins vegar held ég að þetta útspil, eða tilkynning Hagkaupa um að ætla að slást í þennan hóp, hafi kveikt í mörgum. Ennþá meira en áður var og mönnum finnst að nú sé nóg komið. Ekki væri hægt að afgreiða þetta sem strákapör og einhverja starfsemi sem væri ráðist í til að hafa einhvern fjárhagslegan ávinning. Þetta horfir öðruvísi við þegar svona stórt fyrirtæki og verslunarkeðja ætli þarna að slást í hópinn,“ segir Árni. Greint var frá því um miðjan mánuðinn að Hagkaup væri á lokametrunum við undirbúning netsölu áfengis. Hvað er það nákvæmlega sem þið viljið að sé gert? Það hefur verið talað um þetta sem grátt lagalegt svæði… „Við höfum skoðað þetta og við höfum látið skoða þetta fyrir okkur. Við getum ekki séð annað en að þessi netsala, eins og hún er framkvæmd hér á landi, sé algerlega á skjön við lög. Það er hins vegar búið að þyrla því upp að þarna sé eitthvert grátt svæði, eitthvað sem er óljóst. Þá höfum við kallað eftir því að það sé einfaldlega skýrt, að það sé þá bara farið ofan í saumana á því. Það er krafan til alþingsmanna, ráðuneyta og það er til lögreglu og þeirra sem fara með framkvæmd laga. Hvort sem það sé til þeirra sem setja lögin eða þeirra sem sjá til þess að þeim sé fylgt eftir,“ segir Árni.
Verslun Áfengi og tóbak Heilsa Netsala á áfengi Tengdar fréttir Hefja sölu áfengis á næstu tveimur vikum Undirbúningur Hagkaupa á netsölu áfengis er á lokametrunum og er búist við að hún hefjist á næstu tveimur vikum. Meiri tíma hefur tekið að hefja söluna en búist var við í upphafi að sögn framkvæmdastjóra. Ósætti ráðherra vegna málsins hafði ekki áhrif þar á. 13. ágúst 2024 07:01 Selja fyrsta bjórinn ekki fyrr en í ágúst Einhver bið er eftir því að Hagkaup hefji netsölu á áfengi. Fyrirhugað var að hægt yrði að panta áfengi og sækja hjá verslunarrisanum í síðasta mánuði. Framkvæmdastjórinn segir undirbúning á síðustu metrunum, en pappírsvinna og sumarfrí verði til þess að ekkert verði af sölunni fyrr en í ágúst. 2. júlí 2024 10:50 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira
Hefja sölu áfengis á næstu tveimur vikum Undirbúningur Hagkaupa á netsölu áfengis er á lokametrunum og er búist við að hún hefjist á næstu tveimur vikum. Meiri tíma hefur tekið að hefja söluna en búist var við í upphafi að sögn framkvæmdastjóra. Ósætti ráðherra vegna málsins hafði ekki áhrif þar á. 13. ágúst 2024 07:01
Selja fyrsta bjórinn ekki fyrr en í ágúst Einhver bið er eftir því að Hagkaup hefji netsölu á áfengi. Fyrirhugað var að hægt yrði að panta áfengi og sækja hjá verslunarrisanum í síðasta mánuði. Framkvæmdastjórinn segir undirbúning á síðustu metrunum, en pappírsvinna og sumarfrí verði til þess að ekkert verði af sölunni fyrr en í ágúst. 2. júlí 2024 10:50