Keppendur, fyrirmyndir og fordómar Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 28. ágúst 2024 07:01 Í dag hefst Ólympíumót fatlaðra, Paralympics, í París. „Ég er ekki að leika mér, ég er að keppa“ er yfirskrift herferðar sem Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra stendur fyrir í aðdraganda mótsins. Þetta er vitundavakning um fordóma og fornfáleg viðhorf sem fatlað íþróttafólk verður gjarnan fyrir. Þau eru oft hlaðin lofi fyrir „að taka þátt“ í íþróttum, en ekki vegna hæfileika, dugs og keppnisskaps. Þetta er niðrandi viðmót og er því miður enn við lýði víða. Þó margt sé enn óunnið, þá er metfjöldi kvenna og metfjöldi þjóða skráð til leiks í Paralympics í ár, sem er verulega ánægjuleg þróun. Meðal íslenskra keppenda eru fimm afreks íþróttamenn og -konur sem etja munu kappi í sundgreinum og kúluvarpi á Paralympics í París. Þau eru mikilvægar fyrirmyndir fyrir börn og unglinga sem dreymir um að ná langt í keppnisíþróttum. Árangri afreksfólksins okkar í París ber að fagna. En á sama tíma skulum við líta okkur nær. Einungis fjögur prósent fatlaðra barna á Íslandi eru virk í íþróttastarfi og er það allt of lágt hlutfall. Eldhugar hjá íþróttahreyfingunni (ÍSÍ, UMFÍ og ÍF) og samtökum foreldra fatlaðra barna settu málið á dagskrá og fengu þrjú ráðuneyti í lið með sér, ráðuneyti félags-, mennta- og heilbrigðis. Átaksverkefnið Allir með hefur það að markmiði að fjölga tækifærum fyrir fötluð börn hjá almennum íþróttafélögum. Ég er bjartsýnn á framhaldið og er fullviss um að þetta framtak gefi fleiri fötluðum börnum kost á láta drauma sína rætast – til dæmis með því að keppa á Paralympics. Ég verð þess heiðurs aðnjótandi að heimsækja leikana í París um komandi helgi. Ég hlakka til að hvetja afreksfólkið okkar áfram og fagna árangri þeirra. Höfundur er formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Ólympíumót fatlaðra Mest lesið 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag hefst Ólympíumót fatlaðra, Paralympics, í París. „Ég er ekki að leika mér, ég er að keppa“ er yfirskrift herferðar sem Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra stendur fyrir í aðdraganda mótsins. Þetta er vitundavakning um fordóma og fornfáleg viðhorf sem fatlað íþróttafólk verður gjarnan fyrir. Þau eru oft hlaðin lofi fyrir „að taka þátt“ í íþróttum, en ekki vegna hæfileika, dugs og keppnisskaps. Þetta er niðrandi viðmót og er því miður enn við lýði víða. Þó margt sé enn óunnið, þá er metfjöldi kvenna og metfjöldi þjóða skráð til leiks í Paralympics í ár, sem er verulega ánægjuleg þróun. Meðal íslenskra keppenda eru fimm afreks íþróttamenn og -konur sem etja munu kappi í sundgreinum og kúluvarpi á Paralympics í París. Þau eru mikilvægar fyrirmyndir fyrir börn og unglinga sem dreymir um að ná langt í keppnisíþróttum. Árangri afreksfólksins okkar í París ber að fagna. En á sama tíma skulum við líta okkur nær. Einungis fjögur prósent fatlaðra barna á Íslandi eru virk í íþróttastarfi og er það allt of lágt hlutfall. Eldhugar hjá íþróttahreyfingunni (ÍSÍ, UMFÍ og ÍF) og samtökum foreldra fatlaðra barna settu málið á dagskrá og fengu þrjú ráðuneyti í lið með sér, ráðuneyti félags-, mennta- og heilbrigðis. Átaksverkefnið Allir með hefur það að markmiði að fjölga tækifærum fyrir fötluð börn hjá almennum íþróttafélögum. Ég er bjartsýnn á framhaldið og er fullviss um að þetta framtak gefi fleiri fötluðum börnum kost á láta drauma sína rætast – til dæmis með því að keppa á Paralympics. Ég verð þess heiðurs aðnjótandi að heimsækja leikana í París um komandi helgi. Ég hlakka til að hvetja afreksfólkið okkar áfram og fagna árangri þeirra. Höfundur er formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun