Sanna orðin vinsælust Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2024 11:51 Sanna Magdalena getur leyft sér að brosa eftir nýjustu tölur Maskínu yfir þá borgarfulltrúa sem borgarbúar telja standa sig best. Vísir/Vilhelm Samanlagt fylgi borgarstjórnarflokkanna hækkar lítillega frá því í mars. Sanna Magdalena Mörtudóttir þykir hafa staðið sig best á yfirstandandi kjörtímabili. Þetta kemur fram í borgarvita Maskínu. Samanlagt fylgi borgarstjórnarflokkanna Framsóknar, Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar mælist 53,8 prósent og hækkar um 2,5 prósentustig. Hækkunin kemur fram hjá Viðreisn á meðan hinir flokkarnir standa í stað. Alls finnst 44 prósent borgarbúa meirihlutinn hafa staðið sig illa og 42 prósent segja það sama um minnihlutann. Átján prósent eru ánægð með störf meirihlutans en tíu prósent með störf minnihlutans. Um 23 prósent borgarbúa eru ánægð með störf Einars Þorsteinssonar borgarstjóra og svipað hlutfall óánægt. Stærstur hluti borgarbúa er í meðallagi ánægður eða óánægður með störf hans. Ánægjan er öllu meiri vestan Elliðaáa þar sem um fjórðungur er ánægður. Austan ánna eru 37 prósent óánægð með störf borgarstjóra. Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalista þykir hafa staðið sig best að mati 18 prósenta borgarbúa. Dagur B. Eggertsson kveður efsta sætið en er í því öðru með atkvæði 16 prósent borgarbúa. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er svo þriðja með 14 prósent. Ef kosið yrði til sveitastjórna í dag segjast 26 prósent myndu kjósa Samfylkinguna. Næst kemur Sjálfstæðisflokkurinn með 20 prósent og svo Píratar og Viðreisn með 12 prósent. Sósíalistaflokkurinn og Miðflokkur fengju átta prósent, Flokkur fólksins sex prósent og að lokum Framsókn og Vinstri græn á botninum með fjögur og þrjú prósent. Mestu breytingarnar frá síðustu könnun í mars eru hjá Sjálfstæðisflokknum sem missir þrjú prósent og Viðreisn sem mætir við sig þremur prósentum. Athygli vekur að Framsókn, sem fékk 19 prósent atkvæða í kosningunum 2022 og var óumdeildur sigurvegari kosninganna, tapaði fljótlega fylgi sínu og hefur mælst með fjögur prósent undanfarið ár. Gögnin í heild má sjá í PDF-skjalinu að neðan. Tengd skjöl 2024-08-Borgarviti_MaskínuPDF1.7MBSækja skjal Borgarstjórn Skoðanakannanir Sósíalistaflokkurinn Framsóknarflokkurinn Viðreisn Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Þetta kemur fram í borgarvita Maskínu. Samanlagt fylgi borgarstjórnarflokkanna Framsóknar, Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar mælist 53,8 prósent og hækkar um 2,5 prósentustig. Hækkunin kemur fram hjá Viðreisn á meðan hinir flokkarnir standa í stað. Alls finnst 44 prósent borgarbúa meirihlutinn hafa staðið sig illa og 42 prósent segja það sama um minnihlutann. Átján prósent eru ánægð með störf meirihlutans en tíu prósent með störf minnihlutans. Um 23 prósent borgarbúa eru ánægð með störf Einars Þorsteinssonar borgarstjóra og svipað hlutfall óánægt. Stærstur hluti borgarbúa er í meðallagi ánægður eða óánægður með störf hans. Ánægjan er öllu meiri vestan Elliðaáa þar sem um fjórðungur er ánægður. Austan ánna eru 37 prósent óánægð með störf borgarstjóra. Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalista þykir hafa staðið sig best að mati 18 prósenta borgarbúa. Dagur B. Eggertsson kveður efsta sætið en er í því öðru með atkvæði 16 prósent borgarbúa. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er svo þriðja með 14 prósent. Ef kosið yrði til sveitastjórna í dag segjast 26 prósent myndu kjósa Samfylkinguna. Næst kemur Sjálfstæðisflokkurinn með 20 prósent og svo Píratar og Viðreisn með 12 prósent. Sósíalistaflokkurinn og Miðflokkur fengju átta prósent, Flokkur fólksins sex prósent og að lokum Framsókn og Vinstri græn á botninum með fjögur og þrjú prósent. Mestu breytingarnar frá síðustu könnun í mars eru hjá Sjálfstæðisflokknum sem missir þrjú prósent og Viðreisn sem mætir við sig þremur prósentum. Athygli vekur að Framsókn, sem fékk 19 prósent atkvæða í kosningunum 2022 og var óumdeildur sigurvegari kosninganna, tapaði fljótlega fylgi sínu og hefur mælst með fjögur prósent undanfarið ár. Gögnin í heild má sjá í PDF-skjalinu að neðan. Tengd skjöl 2024-08-Borgarviti_MaskínuPDF1.7MBSækja skjal
Borgarstjórn Skoðanakannanir Sósíalistaflokkurinn Framsóknarflokkurinn Viðreisn Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira