Fjórir nýliðar í enska hópnum sem Heimir þarf að glíma við Sindri Sverrisson skrifar 29. ágúst 2024 13:18 Cole Palmer getur boðið Noni Madueke velkominn í enska landsliðið. Getty Fjórir nýliðar eru í enska landsliðshópnum sem mætir Írlandi, sem Heimir Hallgrímsson stýrir, í Þjóðadeildinni í fótbolta eftir rúma viku. Lee Carsley stýrir enska landsliðinu tímabundið eftir brotthvarf Gareths Southgate, á meðan leit stendur yfir að næsta landsliðsþjálfara. Carsley valdi fjóra nýliða en þeir eru Tino Livramento, varnarmaður Newcastle, Morgan Gibbs-White úr Nottingham Forest, Noni Madueke úr Chelsea og Angel Gomes, liðsfélagi Hákonar Arnar Haraldssonar hjá Lille. Sérstaka athygli vekur að Gomes sé í landsliðshópnum enda er aðeins um ein og hálf vika síðan hann steinlá á vellinum eftir þungt höfuðhögg í leik Lille við Reims í frönsku deildinni. Stöðva þurfti leikinn í rúman hálftíma vegna slæmra meiðsla hans. Jack Grealish og Harry Maguire snúa aftur í hópinn eftir að hafa misst af EM í sumar. Ivan Toney, Aaron Ramsdale og Ben White fá hins vegar ekki sæti í hópnum, sem og Luke Shaw og Jude Bellingham sem eru meiddir. Þá tilkynnti Kieran Trippier í dag að hann væri hættur með landsliðinu. Eftir leikinn við Íra, sem er laugardaginn 7. september, mæta Englendingar liði Finnlands. Enski hópurinn gegn Írum og Finnum: Markmenn: Dean Henderson (Crystal Palace), Jordan Pickford (Everton), Nick Pope (Newcastle United). Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold (Liverpool), Levi Colwill (Chelsea), Marc Guehi (Crystal Palace), Ezri Konsa (Aston Villa),Rico Lewis (Manchester City),Tino Livramento (Newcastle United), Harry Maguire (Manchester United), John Stones (Manchester City). Miðjumenn: Phil Foden (Manchester City), Conor Gallagher (Chelsea), Morgan Gibbs-White (Nottingham Forest), Angel Gomes (Lille), Kobbie Mainoo (Manchester United), Cole Palmer (Chelsea), Declan Rice (Arsenal). Sóknarmenn: Jarrod Bowen (West Ham United), Eberechi Eze (Crystal Palace), Anthony Gordon (Newcastle United), Jack Grealish (Manchester City), Harry Kane (Bayern Munich), Noni Madueke (Chelsea), Bukayo Saka (Arsenal), Ollie Watkins (Aston Villa). Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Enski boltinn Tengdar fréttir Fyrsti hópur Heimis í dramatísku myndbandi: „Forn rígur endurvakinn“ Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt sinn fyrsta landsliðshóp sem þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta. 29. ágúst 2024 11:49 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Lee Carsley stýrir enska landsliðinu tímabundið eftir brotthvarf Gareths Southgate, á meðan leit stendur yfir að næsta landsliðsþjálfara. Carsley valdi fjóra nýliða en þeir eru Tino Livramento, varnarmaður Newcastle, Morgan Gibbs-White úr Nottingham Forest, Noni Madueke úr Chelsea og Angel Gomes, liðsfélagi Hákonar Arnar Haraldssonar hjá Lille. Sérstaka athygli vekur að Gomes sé í landsliðshópnum enda er aðeins um ein og hálf vika síðan hann steinlá á vellinum eftir þungt höfuðhögg í leik Lille við Reims í frönsku deildinni. Stöðva þurfti leikinn í rúman hálftíma vegna slæmra meiðsla hans. Jack Grealish og Harry Maguire snúa aftur í hópinn eftir að hafa misst af EM í sumar. Ivan Toney, Aaron Ramsdale og Ben White fá hins vegar ekki sæti í hópnum, sem og Luke Shaw og Jude Bellingham sem eru meiddir. Þá tilkynnti Kieran Trippier í dag að hann væri hættur með landsliðinu. Eftir leikinn við Íra, sem er laugardaginn 7. september, mæta Englendingar liði Finnlands. Enski hópurinn gegn Írum og Finnum: Markmenn: Dean Henderson (Crystal Palace), Jordan Pickford (Everton), Nick Pope (Newcastle United). Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold (Liverpool), Levi Colwill (Chelsea), Marc Guehi (Crystal Palace), Ezri Konsa (Aston Villa),Rico Lewis (Manchester City),Tino Livramento (Newcastle United), Harry Maguire (Manchester United), John Stones (Manchester City). Miðjumenn: Phil Foden (Manchester City), Conor Gallagher (Chelsea), Morgan Gibbs-White (Nottingham Forest), Angel Gomes (Lille), Kobbie Mainoo (Manchester United), Cole Palmer (Chelsea), Declan Rice (Arsenal). Sóknarmenn: Jarrod Bowen (West Ham United), Eberechi Eze (Crystal Palace), Anthony Gordon (Newcastle United), Jack Grealish (Manchester City), Harry Kane (Bayern Munich), Noni Madueke (Chelsea), Bukayo Saka (Arsenal), Ollie Watkins (Aston Villa).
Markmenn: Dean Henderson (Crystal Palace), Jordan Pickford (Everton), Nick Pope (Newcastle United). Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold (Liverpool), Levi Colwill (Chelsea), Marc Guehi (Crystal Palace), Ezri Konsa (Aston Villa),Rico Lewis (Manchester City),Tino Livramento (Newcastle United), Harry Maguire (Manchester United), John Stones (Manchester City). Miðjumenn: Phil Foden (Manchester City), Conor Gallagher (Chelsea), Morgan Gibbs-White (Nottingham Forest), Angel Gomes (Lille), Kobbie Mainoo (Manchester United), Cole Palmer (Chelsea), Declan Rice (Arsenal). Sóknarmenn: Jarrod Bowen (West Ham United), Eberechi Eze (Crystal Palace), Anthony Gordon (Newcastle United), Jack Grealish (Manchester City), Harry Kane (Bayern Munich), Noni Madueke (Chelsea), Bukayo Saka (Arsenal), Ollie Watkins (Aston Villa).
Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Enski boltinn Tengdar fréttir Fyrsti hópur Heimis í dramatísku myndbandi: „Forn rígur endurvakinn“ Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt sinn fyrsta landsliðshóp sem þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta. 29. ágúst 2024 11:49 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Fyrsti hópur Heimis í dramatísku myndbandi: „Forn rígur endurvakinn“ Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt sinn fyrsta landsliðshóp sem þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta. 29. ágúst 2024 11:49