Fengu ekki vitneskju um slys níu dögum fyrir banaslys Tómas Arnar Þorláksson skrifar 29. ágúst 2024 17:15 Íshellir í Breiðamerkurjökli. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Vatnajökulsþjóðgarður fékk enga vitneskju um slys sem að ferðamaður í íshellaferð á Breiðamerkurjökli lenti í níu dögum fyrir banaslys á svæðinu. Þann 16. ágúst féll ísklumpur úr nokkura metra hæð og lenti á höfði mannsins með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund í stutta stund. Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Slysið varð í ferð á vegum Niflheima en einn eigendanna var til viðtals á Vísi um banaslysið í jöklinum í gær. Birgir Þór Júlíusson sagði þá að um tveimur vikum áður en slysið átti sér stað á sunnudaginn hefði lítið stykki dottið úr ísnum og á hjálm ferðamanns sem var í göngu um hellinn með fyrirtæki hans. Birgir sagði að atvikið hefði verið tilkynnt og til sé atvikaskýrsla um málið. „Hann vankaðist en svo hélt hann áfram með túrinn og hringinn í kringum landið. Þetta var í sömu rás. Slysin gerast og við tökum þeim alvarlega,“ sagði Birgir. Það hafi verið fyrsta alvarlega slysið sem hafi átt sér stað í ferð hjá honum í þau tíu ár sem hann hafi unnið við þetta. Vatnajökulsþjóðgarður segist ekki hafa fengið þær upplýsingar. Hafa gagnrýnt fyrirtækin í gegnum tíðina „Við fengum ekki vitneskju um það fyrr en núna í fréttum. Það skilaði sér ekki til Vatnajökulsþjóðgarðs. Ég er alveg óhrædd við að segja að við höfum gagnrýnt fyrirtækin í gegnum tíðina fyrir að koma upplýsingum um slys og óhöpp sem verða í ferðum ekki nægilega skýrt og skilmerkilega til okkar.“ Steinunn Hödd Harðardóttir er þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði.Vísir/MagnúsHlynur Steinunn segir það gagnrýnisvert að Vatnajökulsþjóðgarður hafi ekki fengið upplýsingar um slysið sem varð þann 16. ágúst og að fyrirtækið sem sá um ferðina hefði átt að koma því áleiðis. Að sögn Steinunnar er banaslysið á sunnudaginn fyrsta slysið sem þau heyra af inni í íshelli á svæðinu. Hefði getað komið fyrir hvern sem er „Það er gagnrýnisvert að fyrirtækin upplýsi ekki um þau slys sem að verða. Við erum ótrúlega heppin að það hafa ekki orðið mörg slys í gegnum tíðina. Vissulega er alltaf hætta á að fólk slasi sig og öklabrotni eða meiði sig á fótum þegar það er á gangi í þessu landslagi.“ Hún tekur fram að þjóðgarðurinn sé þó búinn að vera í góðum samskiptum við flest öll fyrirtækin á svæðinu. Það sé þó ýmislegt að það sé margt sem megi færa til betri vega. „Það sem ég er kannski mest hugsi yfir er að þetta hefði getað komið fyrir hvern sem er sem er í þessum ferðum. Það er hrein óheppni að þetta falli á þennan tiltekna hóp. Mér finnst að allir sem hafa verið að bjóða upp á þessar ferðir og þeir sem eru að selja þessar ferðir verði að líta í sinn eigin barm og axla ábyrgð í þessu máli,“ segir Steinunn um banaslysið á sunnudaginn. Slys á Breiðamerkurjökli Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Tengdar fréttir Ice Pic Journeys harma slysið á Breiðamerkurjökli „Við hjá Ice Pic Journeys hörmum mjög það slys sem átti sér stað í Breiðamerkurjökli síðastliðinn sunnudag í ferð á okkar vegum. 29. ágúst 2024 16:23 Ekki tímabært að velta fyrir sér manndrápi af gáleysi Rannsókn varðandi banaslys á Breiðamerkurjökli, þegar einn lést og einn slasaðist á sunnudaginn eftir íshrun, miðar vel áfram. 29. ágúst 2024 15:38 „Ég horfði á stykkið og sólina baka það“ Birgir Þór Júlíusson kom að bandaríska manninum sem lést í slysi á Breiðamerkurjökli á sunnudag. Hann reyndi endurlífgun en án árangurs. Birgir Þór er einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Niflheima sem skipuleggur íshellaskoðun í jöklinum. Birgir var í hellinum rétt áður en hann hrundi og varaði annan leiðsögumanninn sem var á leið inn við því að stykki í hellinum gæti hrunið. 28. ágúst 2024 23:38 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Slysið varð í ferð á vegum Niflheima en einn eigendanna var til viðtals á Vísi um banaslysið í jöklinum í gær. Birgir Þór Júlíusson sagði þá að um tveimur vikum áður en slysið átti sér stað á sunnudaginn hefði lítið stykki dottið úr ísnum og á hjálm ferðamanns sem var í göngu um hellinn með fyrirtæki hans. Birgir sagði að atvikið hefði verið tilkynnt og til sé atvikaskýrsla um málið. „Hann vankaðist en svo hélt hann áfram með túrinn og hringinn í kringum landið. Þetta var í sömu rás. Slysin gerast og við tökum þeim alvarlega,“ sagði Birgir. Það hafi verið fyrsta alvarlega slysið sem hafi átt sér stað í ferð hjá honum í þau tíu ár sem hann hafi unnið við þetta. Vatnajökulsþjóðgarður segist ekki hafa fengið þær upplýsingar. Hafa gagnrýnt fyrirtækin í gegnum tíðina „Við fengum ekki vitneskju um það fyrr en núna í fréttum. Það skilaði sér ekki til Vatnajökulsþjóðgarðs. Ég er alveg óhrædd við að segja að við höfum gagnrýnt fyrirtækin í gegnum tíðina fyrir að koma upplýsingum um slys og óhöpp sem verða í ferðum ekki nægilega skýrt og skilmerkilega til okkar.“ Steinunn Hödd Harðardóttir er þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði.Vísir/MagnúsHlynur Steinunn segir það gagnrýnisvert að Vatnajökulsþjóðgarður hafi ekki fengið upplýsingar um slysið sem varð þann 16. ágúst og að fyrirtækið sem sá um ferðina hefði átt að koma því áleiðis. Að sögn Steinunnar er banaslysið á sunnudaginn fyrsta slysið sem þau heyra af inni í íshelli á svæðinu. Hefði getað komið fyrir hvern sem er „Það er gagnrýnisvert að fyrirtækin upplýsi ekki um þau slys sem að verða. Við erum ótrúlega heppin að það hafa ekki orðið mörg slys í gegnum tíðina. Vissulega er alltaf hætta á að fólk slasi sig og öklabrotni eða meiði sig á fótum þegar það er á gangi í þessu landslagi.“ Hún tekur fram að þjóðgarðurinn sé þó búinn að vera í góðum samskiptum við flest öll fyrirtækin á svæðinu. Það sé þó ýmislegt að það sé margt sem megi færa til betri vega. „Það sem ég er kannski mest hugsi yfir er að þetta hefði getað komið fyrir hvern sem er sem er í þessum ferðum. Það er hrein óheppni að þetta falli á þennan tiltekna hóp. Mér finnst að allir sem hafa verið að bjóða upp á þessar ferðir og þeir sem eru að selja þessar ferðir verði að líta í sinn eigin barm og axla ábyrgð í þessu máli,“ segir Steinunn um banaslysið á sunnudaginn.
Slys á Breiðamerkurjökli Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Tengdar fréttir Ice Pic Journeys harma slysið á Breiðamerkurjökli „Við hjá Ice Pic Journeys hörmum mjög það slys sem átti sér stað í Breiðamerkurjökli síðastliðinn sunnudag í ferð á okkar vegum. 29. ágúst 2024 16:23 Ekki tímabært að velta fyrir sér manndrápi af gáleysi Rannsókn varðandi banaslys á Breiðamerkurjökli, þegar einn lést og einn slasaðist á sunnudaginn eftir íshrun, miðar vel áfram. 29. ágúst 2024 15:38 „Ég horfði á stykkið og sólina baka það“ Birgir Þór Júlíusson kom að bandaríska manninum sem lést í slysi á Breiðamerkurjökli á sunnudag. Hann reyndi endurlífgun en án árangurs. Birgir Þór er einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Niflheima sem skipuleggur íshellaskoðun í jöklinum. Birgir var í hellinum rétt áður en hann hrundi og varaði annan leiðsögumanninn sem var á leið inn við því að stykki í hellinum gæti hrunið. 28. ágúst 2024 23:38 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Ice Pic Journeys harma slysið á Breiðamerkurjökli „Við hjá Ice Pic Journeys hörmum mjög það slys sem átti sér stað í Breiðamerkurjökli síðastliðinn sunnudag í ferð á okkar vegum. 29. ágúst 2024 16:23
Ekki tímabært að velta fyrir sér manndrápi af gáleysi Rannsókn varðandi banaslys á Breiðamerkurjökli, þegar einn lést og einn slasaðist á sunnudaginn eftir íshrun, miðar vel áfram. 29. ágúst 2024 15:38
„Ég horfði á stykkið og sólina baka það“ Birgir Þór Júlíusson kom að bandaríska manninum sem lést í slysi á Breiðamerkurjökli á sunnudag. Hann reyndi endurlífgun en án árangurs. Birgir Þór er einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Niflheima sem skipuleggur íshellaskoðun í jöklinum. Birgir var í hellinum rétt áður en hann hrundi og varaði annan leiðsögumanninn sem var á leið inn við því að stykki í hellinum gæti hrunið. 28. ágúst 2024 23:38