Hnignun menntakerfisins og rétturinn til að fullnýta hæfileika sína Svana Helen Björnsdóttir skrifar 30. ágúst 2024 09:00 Það er ekki nýtt að við fáum upplýsingar um lélegan árangur íslenskra nemenda í PISA-könnunum og árangurinn versnar. Viðkvæðið hefur verið að PISA mæli ekki ýmsa þætti sem máli skipta í námi og sé því ekki fyllilega marktæk mæling. Því sé lélegur árangur íslenskra nemenda í raun ekki áhyggjuefni. Þetta er að mínu mati ábyrgðarlaus afstaða. Samræmdum prófum hefur verið hætt og margir telja að slík próf þjóni ekki tilgangi og séu aðeins til óþæginda fyrir nemendur og jafnvel fyrir skólastarfið í heild. Rök sumra er að slík próf skapi kvíða og óþarfa álag. Þá er heimanám víða illa séð þar sem foreldrar vilja fremur verja frítíma sínum í annað en að styðja við heimanám barna sinna. Sums staðar hefur það þótt kostur að skólar geri alls enga kröfu um heimanám og allt nám nemenda fari fram á skólatíma. Þetta er gerviumhyggja. Hætt er við að foreldrar fái litlar eða engar upplýsingar um námsefnið og þau sem vilja vinna að heimanámi með börnum sínum fái lítil eða engin gögn eða upplýsingar til þess. Meðalmennska og agaleysi Segja má að meðalmennskan hafi ráðið för við breytingar á menntakerfi landsins síðustu áratugi. Sífellt er miðað við lægsta samnefnara. Áður fyrr var nemendum skipt í bekki eftir námsgetu, eins og víða er gert erlendis. Það er gert til hægðarauka bæði fyrir nemendur og kennara. Ég er ekki að mæla með þeirri aðferð en sú skrýtna menning hefur þróast hér á landi og víðar að kennarar lúti vilja nemenda, í stað þess að kennarinn ráði í kennslustofunni og hafi þar agavald. Nú er svo komið að grunn- og framhaldsskólakennarar eiga víða erfitt með að halda uppi aga við kennslu. Námsgeta og kennsluþörf er í mörgum bekkjum á svo breiðu bili að kennari ræður vart við það. Réttindi nemenda eru slík að þau toppa rétt kennara til að halda uppi aga í kennslustund og kenna námsefnið. Þá eru ótalin þau vandræði og erfiðleikar sem kennarar glíma við í bekkjum þar sem nemendur koma erlendis frá og tala takmarkaða íslensku. Kennslan fer jú fram á íslensku og kennsluefnið er íslenskt, nema í einstökum fögum í framhaldsskólunum. Þetta ræður grunnskólinn ekki við eins og staðan er í dag. Réttur þeirra sem vilja læra Þá er eðlilegt og reyndar nauðsynlegt að spyrja þeirrar erfiðu spurningar: Hvers eiga þeir nemendur að gjalda sem hafa metnað og langar að læra? Réttur þeirra nemenda sem hafa námsþorsta og metnað er fyrir borð borinn. Að mega takast á við krefjandi nám og jafnvel erfitt eflir þá sem geta og vilja læra. Við þekkjum það flest að við getum miklu meira en við höldum. Það á einnig við um nám og námshæfileika. Það eykur sjálfstraust og lífsánægju að gera vel og vaxa í krefjandi námi, af hvaða tagi sem er. Að nú ekki sé talað um mikilvægi þess að koma vel undirbúinn til áframhaldandi náms, hvort heldur hér á landi eða erlendis. Í bestu háskólum heims er enginn afsláttur gefinn af kunnáttu og námsgetu. Stytting framhaldsskólans var vanhugsuð Komið hefur í ljós að stytting framhaldsskólans var vanhugsuð ákvörðun sem valdið hefur verulegu tjóni. Nær hefði verið að skoða styttingu grunnskólans um eitt ár. Þá hefur sú stefna að fletja framhaldsskóla landsins út í sams konar menntastofnanir ekki verið til góðs. Það er mér áhyggjuefni hvernig markvisst hefur verið grafið undan Menntaskólanum í Reykjavík og öðrum menntaskólum þar sem í áraraðir hefur verið byggð upp menntamenning sem er hluti af menningarsögu landsins. Við þurfum vel menntað fólk á öllum sviðum til að uppfylla kröfur um velferð og heilbrigðisþjónustu, bætt lífskjör og sjálfbærni, trausta innviði, samkeppnishæfni og almenna velsæld fólks. Ekki síst er þörf á vel menntuðu fólki í verkfræði og tæknifræði. Djúp fagþekking, vandaður undirbúningur innviðaverkefna, fagleg verkefnastjórn og traust tækniþekking verða sífellt mikilvægari. Við þurfum hvata Íslenskt samfélag er á góðri leið með að uppræta og eyða þeim hvötum menntakerfisins sem nauðsynlegir eru til að einstaklingar geti og vilji leggja á sig krefjandi og erfitt nám, sem þó er svo nauðsynlegt bæði núna og í framtíðinni. Við þetta bætist að kjaraviðræður stórra hópa síðustu ára hefur gengið út á að eyða launamun þannig að nú er á Íslandi einn minnsti launamunur háskólamenntaðra og ófaglærðra í Evrópu. Þannig hefur sá hvati að fjárfesting í áralangri menntun skili sér til baka í launum síðar á ævinni farið hraðminnkandi. Þessa hvata þurfum við. Höfundur er formaður Verkfræðingafélags Íslands og stjórnarmaður í Hollvinafélagi Menntaskólans í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Grunnskólar Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Sjá meira
Það er ekki nýtt að við fáum upplýsingar um lélegan árangur íslenskra nemenda í PISA-könnunum og árangurinn versnar. Viðkvæðið hefur verið að PISA mæli ekki ýmsa þætti sem máli skipta í námi og sé því ekki fyllilega marktæk mæling. Því sé lélegur árangur íslenskra nemenda í raun ekki áhyggjuefni. Þetta er að mínu mati ábyrgðarlaus afstaða. Samræmdum prófum hefur verið hætt og margir telja að slík próf þjóni ekki tilgangi og séu aðeins til óþæginda fyrir nemendur og jafnvel fyrir skólastarfið í heild. Rök sumra er að slík próf skapi kvíða og óþarfa álag. Þá er heimanám víða illa séð þar sem foreldrar vilja fremur verja frítíma sínum í annað en að styðja við heimanám barna sinna. Sums staðar hefur það þótt kostur að skólar geri alls enga kröfu um heimanám og allt nám nemenda fari fram á skólatíma. Þetta er gerviumhyggja. Hætt er við að foreldrar fái litlar eða engar upplýsingar um námsefnið og þau sem vilja vinna að heimanámi með börnum sínum fái lítil eða engin gögn eða upplýsingar til þess. Meðalmennska og agaleysi Segja má að meðalmennskan hafi ráðið för við breytingar á menntakerfi landsins síðustu áratugi. Sífellt er miðað við lægsta samnefnara. Áður fyrr var nemendum skipt í bekki eftir námsgetu, eins og víða er gert erlendis. Það er gert til hægðarauka bæði fyrir nemendur og kennara. Ég er ekki að mæla með þeirri aðferð en sú skrýtna menning hefur þróast hér á landi og víðar að kennarar lúti vilja nemenda, í stað þess að kennarinn ráði í kennslustofunni og hafi þar agavald. Nú er svo komið að grunn- og framhaldsskólakennarar eiga víða erfitt með að halda uppi aga við kennslu. Námsgeta og kennsluþörf er í mörgum bekkjum á svo breiðu bili að kennari ræður vart við það. Réttindi nemenda eru slík að þau toppa rétt kennara til að halda uppi aga í kennslustund og kenna námsefnið. Þá eru ótalin þau vandræði og erfiðleikar sem kennarar glíma við í bekkjum þar sem nemendur koma erlendis frá og tala takmarkaða íslensku. Kennslan fer jú fram á íslensku og kennsluefnið er íslenskt, nema í einstökum fögum í framhaldsskólunum. Þetta ræður grunnskólinn ekki við eins og staðan er í dag. Réttur þeirra sem vilja læra Þá er eðlilegt og reyndar nauðsynlegt að spyrja þeirrar erfiðu spurningar: Hvers eiga þeir nemendur að gjalda sem hafa metnað og langar að læra? Réttur þeirra nemenda sem hafa námsþorsta og metnað er fyrir borð borinn. Að mega takast á við krefjandi nám og jafnvel erfitt eflir þá sem geta og vilja læra. Við þekkjum það flest að við getum miklu meira en við höldum. Það á einnig við um nám og námshæfileika. Það eykur sjálfstraust og lífsánægju að gera vel og vaxa í krefjandi námi, af hvaða tagi sem er. Að nú ekki sé talað um mikilvægi þess að koma vel undirbúinn til áframhaldandi náms, hvort heldur hér á landi eða erlendis. Í bestu háskólum heims er enginn afsláttur gefinn af kunnáttu og námsgetu. Stytting framhaldsskólans var vanhugsuð Komið hefur í ljós að stytting framhaldsskólans var vanhugsuð ákvörðun sem valdið hefur verulegu tjóni. Nær hefði verið að skoða styttingu grunnskólans um eitt ár. Þá hefur sú stefna að fletja framhaldsskóla landsins út í sams konar menntastofnanir ekki verið til góðs. Það er mér áhyggjuefni hvernig markvisst hefur verið grafið undan Menntaskólanum í Reykjavík og öðrum menntaskólum þar sem í áraraðir hefur verið byggð upp menntamenning sem er hluti af menningarsögu landsins. Við þurfum vel menntað fólk á öllum sviðum til að uppfylla kröfur um velferð og heilbrigðisþjónustu, bætt lífskjör og sjálfbærni, trausta innviði, samkeppnishæfni og almenna velsæld fólks. Ekki síst er þörf á vel menntuðu fólki í verkfræði og tæknifræði. Djúp fagþekking, vandaður undirbúningur innviðaverkefna, fagleg verkefnastjórn og traust tækniþekking verða sífellt mikilvægari. Við þurfum hvata Íslenskt samfélag er á góðri leið með að uppræta og eyða þeim hvötum menntakerfisins sem nauðsynlegir eru til að einstaklingar geti og vilji leggja á sig krefjandi og erfitt nám, sem þó er svo nauðsynlegt bæði núna og í framtíðinni. Við þetta bætist að kjaraviðræður stórra hópa síðustu ára hefur gengið út á að eyða launamun þannig að nú er á Íslandi einn minnsti launamunur háskólamenntaðra og ófaglærðra í Evrópu. Þannig hefur sá hvati að fjárfesting í áralangri menntun skili sér til baka í launum síðar á ævinni farið hraðminnkandi. Þessa hvata þurfum við. Höfundur er formaður Verkfræðingafélags Íslands og stjórnarmaður í Hollvinafélagi Menntaskólans í Reykjavík.
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar