Telja öldu hafa grandað eftirlíkingu af víkingaskipi Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2024 21:48 Bátnum Naddoði hvolfdi undan Vesturlandi í Noregi á þriðjudagskvöld. Kona á þrítugsaldri festist undir bátnum og drukknaði en fimm komust lífs af. AP/norski herinn og strandgæslan Norska lögreglan segir að mikil alda hafi líklega hvolft eftirlíkingu af víkingaskipi sem fórst undan ströndum Noregs í vikunni. Sex manns voru um borð í skipinu en bandarískur forminjafræðingur lést. Báturinn Naddoður (n. Naddodd) var á leið frá Færeyjum til Noregs þegar hann lenti í hvassviðri og miklum öldugangi á þriðjudagskvöld. Honum hvolfdi utan við bæinn Stað á Vesturlandi á suðvesturströnd Noregs, að sögn AP-fréttastofunnar. Fimm komust í björgunarbát en 29 ára gömul bandarísk kona sem festist undir bátnum fannst látin á miðvikudag. Björgunarlið sagði að öldur hefðu verið allt að fimm metra háar þegar bátnum hvolfdi. Eftirlifendur sögðu veðrið hafa snarversnað og orðið mun verra en spáð var. Naddoður var tíu metra langur opinn tvímastra bátur, smíðaður í Færeyjum. Formaður samnefnds bátaklúbbs þar sagði breska ríkisútvarpinu BBC að bátnum hefði áður verið siglt til Íslands, Hjaltlands og Noregs. „Þetta er ekki víkingaskip, þetta er færeyskur fiskibátur án vélar en með segl,“ sagði Bergur Jacobsen. Norskir fjölmiðlar segja að konan sem fórst hafi heitið Karla Dana. Hún er sögð hafa sérhæft sig í víkingatímanum. Hún var meðal annars félagi í Landkönnuðaklúbbnum (Explorers Club), þekktum alþjóðlegum samtökum sem norðurskautsleiðangursmenn stofnuðu um vísindarannsóknir og uppgötvanir. Naddoður bundinn við bryggju í Máley í Noregi eftir að bátnum var komið að landi.AP/norska lögreglan Noregur Færeyjar Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Sjá meira
Báturinn Naddoður (n. Naddodd) var á leið frá Færeyjum til Noregs þegar hann lenti í hvassviðri og miklum öldugangi á þriðjudagskvöld. Honum hvolfdi utan við bæinn Stað á Vesturlandi á suðvesturströnd Noregs, að sögn AP-fréttastofunnar. Fimm komust í björgunarbát en 29 ára gömul bandarísk kona sem festist undir bátnum fannst látin á miðvikudag. Björgunarlið sagði að öldur hefðu verið allt að fimm metra háar þegar bátnum hvolfdi. Eftirlifendur sögðu veðrið hafa snarversnað og orðið mun verra en spáð var. Naddoður var tíu metra langur opinn tvímastra bátur, smíðaður í Færeyjum. Formaður samnefnds bátaklúbbs þar sagði breska ríkisútvarpinu BBC að bátnum hefði áður verið siglt til Íslands, Hjaltlands og Noregs. „Þetta er ekki víkingaskip, þetta er færeyskur fiskibátur án vélar en með segl,“ sagði Bergur Jacobsen. Norskir fjölmiðlar segja að konan sem fórst hafi heitið Karla Dana. Hún er sögð hafa sérhæft sig í víkingatímanum. Hún var meðal annars félagi í Landkönnuðaklúbbnum (Explorers Club), þekktum alþjóðlegum samtökum sem norðurskautsleiðangursmenn stofnuðu um vísindarannsóknir og uppgötvanir. Naddoður bundinn við bryggju í Máley í Noregi eftir að bátnum var komið að landi.AP/norska lögreglan
Noregur Færeyjar Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Sjá meira